Sálmarnir ávalt í uppáhaldi hjá mér

BiblianAllir Þekkja 23 sálminn, ég á mér nokkra sem mér þykir yndislegir og stundum er bara um að ræða hlut úr sálmi sem talar til manns.

eins og sálmur 42:12

 12Hví ert þú beygð, sál mín, og ólgar í mér? Vona á Guð, því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn

Sálmur 71:1-8

1Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar.

    2Frelsa mig og bjarga mér eftir réttlæti þínu, hneig eyru þín til mín og hjálpa mér.

    3Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar, því að þú ert bjarg mitt og vígi.

    4Guð minn, bjarga mér úr hendi illgjarnra, undan valdi illvirkja og harðstjóra.

    5Því að þú ert von mín, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku.

    6Við þig hefi ég stuðst frá móðurlífi, frá móðurskauti hefir þú verið skjól mitt, um þig hljómar ætíð lofsöngur minn.

    7Ég er mörgum orðinn sem undur, en þú ert mér öruggt hæli.

    8Munnur minn er fullur af lofstír þínum, af dýrð þinni daginn allan

 

Það eru svo margir sem halda að það sé flókið að lesa Biblíuna, og það er ekki alrangt, enn stundum byrjar maður einfaldlega ekki á réttum stað hvort það sé um að ræða hugafarið eða ritningastaðurinn, einfaldasta leiðin er að biðja til Guðs..Faðir vor, þú sem ert á himni helgist þitt nafn tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni....og orðið fer að ljóma í huga þér og skilningur á því vex með hverjum deginum sem þú lest það þér til uppörfunar og kennslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Það getur reynst mörgum erfitt, sérstaklega ef þeir byrja á byrjuninni. Virkar óneitanlega erfitt að trúa fyrstu köflunum.  Ég held að ég myndi mæla með því fyrir hvern þann sem er að byrja að kynna sér Biblíuna að byrja á Matteusar guðspjalli.  Kannski vantar okkur kristnu að setja upp svona lista yfir röð bóka í Biblíunni sem er best að byrja á svo að fólk týnist ekki.  Menn geta ekki bara gripið í Biblíuna hvar sem er og haldið að þeir geti skilið það sem þeir lesa eins og t.d. lög gyðinga eða sumar af þeirra sögum um fortíðina.

Mofi, 27.7.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Linda

já  mjög sammála, mér finnst t.d. að Júdasarbréfið  flott, og svo Péturs bréfin þetta eru allt stutt og skemmtileg skrif og góð leið inní restina.  Ég tel að það sé ekki nauðsynlegt að lesa NT í einhverri röð, enn það er ágætt að hafa leiðb. um efnið. 

Linda, 27.7.2007 kl. 11:37

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sálmarnir geta vafist fyrir mönnum, þeir eru flestir lofsöngvar og margir hverjir keimlíkir hvorum öðrum, en það er bara ekki málið. Í sa´lmunum má finna ótal vers sem eru uppbyggjandi, viturleiki eða jafnvel spádómar. Þannig mér flott að þú kynnir annan sálm en sálm 23 sem flestir þekkja! Sálmarnar eru í uppáhaldi hjá mér líka.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.7.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála ykkur öllum. En ég vísa fólki alltaf á nýja-testamenntið, þar er allt sem máli skiptir, en ég trúi því að effólk er farið að lesa það þá vakni síðar áhugi á gamla testamenntinu. þekki nokkra sem fara að lesa biblíuna og gefast upp eftir allar ættartölurnar í fyrstu köflunum. en ég elska blátt áfram sálmana

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2007 kl. 20:40

5 Smámynd: Linda

Mikið rétt Guðrún, þá má segja að Nýja Testamentið sé lykillinn að Gamla testamentinu.  Enn ég ætla biðja fólk að fara ekki að byrja á því að lesa Opinberunarbókina það er flókið rit.

Takk fyrir innlitið Guðrún og þið öll, afskaplega gaman að sjá hvað við erum öll hrifin af Sálmunum.

Linda, 27.7.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband