Ég styð SVFR heilshugar, síðast þegar ég vissi er ríkir enn málfrelsi á Íslandi

Ég er orðin sjúklega leið á því að Íslendingur getur ekki tjáð sig um mál útlendinga án þess að vera kveðinn í kút af Alþjóðahúsinu og öðru PR hippum.  Ef fólk fer ekki að hætta þessum heimskulegu alhæfingum um fordóma og rasisma, fyrir það eitt að hreinskilningslega er tekið á þessu máli, er ég ansi hrædd um að hlutirnir munu snúast í í þá att sem Alþjóðahúsið og PR hipparnir eru hræddir um.

Alþjóðahúsið á það á hættu núna að kveikja eld undir þjóðernishyggju með þessu áframhaldi, því sem meir sem Íslendingar verða kveðnir niður og úthrópaðir af óréttlætti og pólitískum rétttrúnaði munu þessir sömu íslendingar rísa upp og segja hingað og ekki lengra.  

Þegar byrjuð  er atlaga á málfrelsi, erum við komin í vond mál.  Hættum að láta leiða okkur á asnaeyrunum, gerum okkur grein fyrir því að orðið fordómar er ofnotað  sem er orðið að  óréttlátu vopni gegn röddum landans og málfrelsi. 

Með lögum skal land byggja! þetta á ekki bara við Íslendinga....eða hvað?

 

 

  

 

 


mbl.is Stjórn SVFR furðar sig á ummælum framkvæmdastjóra Alþjóðahússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

GJÖF MÍN TIL STANGAVEIÐIFÉLAGSINS Á BANNMERKI - TIL AÐ FORÐAST ÁGREINING OG ÁMÆLI UM RASISMA Predikarinn leyfir sér að færa Stangaveiðifélaginu bannmerki það sem fylgir með þessu bloggi að gjöf. Þetta merki getur félagið sett upp hér og þar um veiðisvæði sitt. Þetta merki verður að teljast að muni skiljast á öllum tungumálum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.7.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Þetta er góður punktur, þegar ég var í rasista bransanum réðumst við á alla sem töluðu svona.

Góður Rasisti myndi bara gera eitthvað í þessu.....

Tryggvi Hjaltason, 23.7.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Að þeigja yfir vandanum leysir ekkert og kindir bara undir óánægju sem brýst síðan fram í rasisma. SVFR eru með vinsamleg tilmæli um að auka eigi fræðslu um lög. Auðvitað á auka fræðslu um lög. Því þá er minni hætta á að fólk sem kemur frá öðrum menningar svæðum og löndum þar sem kannski allt önnur lög eru í gildi, brjóti þau. 

Fannar frá Rifi, 23.7.2007 kl. 15:31

4 Smámynd: Linda

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar, vitanlega á fólk að virða lögin hvort um sé að ræða útlending eða Íslending.  Í bna er t.d. kvöð þess efnis á grænakorts hafa að ef viðkomandi brýtur lög og eða misnotar kerfið þá er sá hin sami brottrækur úr landinu.  Maður vissi þetta og taldi þetta ekkert sérstaklega flókið að fylgja lögum Bna eftir.  Enn, eins og með Íslending sem er krimmi og útlending sem er krimmi þá er virðingin fyrir lögum og reglum torskilið dæmi. Heimskur er eins og heimskur gerir..

Flott skilti Predikari, vantar ekki undir, unless you pay fyrst.

Linda, 23.7.2007 kl. 15:31

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Linda, gott þú vaktir athygli á þessu. Mikið er ég sammála þér, við verðum að standa vörð um eigið málfrelsi áður en allt verður svo 'politicly correct' og enginn má segja neitt um neinn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.7.2007 kl. 17:01

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Heyr heyr Linda hverju orði sannara,ég bý orðið í hreinu gettói og það er ekki lengur svo að til mín sé tekið tillit heldur verð ég að láta bjóða mér þeirra skít,og ég er ekkert alltaf hress þessa dagana með þróun mála og ég tek alveg fram ég er ekki rasisti heldur vil ég að jafn yfir alla gangi.Okkar lög eru okkar lög og þeim ber að hlýta einfalt og gott.Ég er ekkert alltaf hress með þau lög sem sett er hér heima en ég fer eftir þeim samt,annars er ég lögbrjótur og hlýt dóma af gjörðum mínum fari ég út fyrir lögin hér.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.7.2007 kl. 18:03

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sko! Eftir því sem ég hef lesið í Mogganum þá finnst mér að  SVFI hafi farið offari í að hvetja fólk í að framkvæma borgaralega handtöku. Það ætti að vera nóg að taka niður bílnúmer og senda það til löggunnar ásamt stað og stund. Hins vegar ætti að auka fræðslu á siðum og venjum landsmanna, svo að innflytjendur fái eitthvað meira til að styðjast við en bara lög og reglur. Það kannast ég svo sannarlega við hérna frá Danaveldi.

Annars tek ág alltaf undir það sem Bæjarfógeti Bastían syngur í Kardemommubænum: Engum sæmir öðrum svíkja, allan sóma stunda ber. Annars geta menn bara lifað og leikið sér, Ekki satt!!!!!

Gangið á Guðs vegum. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.7.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband