Vissulega þarf að kynna útlendingum

Reglur landsins þ.a.m. veiðireglur, það er ekki sjálfsagt að útlendingar viti allt um landið einn tveir og tíu. Hinsvegar eru það erlendir þegnar landsins sem eru að brjóta þess lög sem umfjöllunin er um í þessu tilviki, og það er alveg óþarfi að fela það eitthvað, og hrópa fordómar og annað slíkt.  Hér ríkir málfrelsi og í því fellst meðal annars að geta sagt staðreyndir án þess að að hylma yfir með tilteknum aðilum. 

 Ef einhver ætlar að fara að berja Pólverja út af þessu þá sýnir sá sami vanþroska og heimsku gagnvart málefninu.  Enn þjófnaður er þjófnaður hvort sem Pétur eða Petrov hafi verið  að verki og öllum ber að virða lög og reglur.

 

 

 


mbl.is Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toggi

Heyr heyr!

Toggi, 20.7.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég hef nú ferðast mikið um æfi mína og venjulega þegar ég geri svo þá auðvitað kynni ég mér nú smá í lögum og reglum ásamt venjum þeirra landa sem ég ferðast til hverju sinni.

Ég skal samt ekkert segja varðandi þessa frétt eitt eða neitt,nema það er farið að nota allt varðandi útlendinga sem afsökun og að enginn viti nú þetta og hitt,það er nóg fyrir þessa menn að fara út í búð til að vita að hér kostar allt peninga og helst mikið af þeim.

Ég tek samt fram ég þekki fullt af Pólverjum ásamt lettum Rússum og annarra þjóða og mest ágætist fólk og harðduglegt til vinnu og auðvitað innanum eru svartir sauðir alveg eins og margir Íslendingar eru sjálfir fullir af skít.

Megi þú Linda eiga góða helgi og guð veri með þér í öllum þínum verkum,ég verð að vinna alla helgina og er það vel,ég hef dýr áhugamál kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.7.2007 kl. 21:05

3 identicon

Svona tilkynningar eiga heima þar sem það á við, á veiðistöðunum. Þá eru þeir sem ætla sér að stunda þetta aðvaraðir, sama af hvaða þjóðerni. Það er ekkert nema móðgun við fjölda fólks að senda þetta á víðann hóp sem er valinn af þjóðerni en ekki veiðiáhuga.

Bjarki Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: Linda

Vissulega eiga að vera tilkynningar, ekki spurning, enda vitum við sjálf manna best að merkingar mættu vera betri, hvort sem um að ræða hraðamælingar eða annað.  Hinsvegar er þjófnaður þjófnaður í þessu tilfelli eru langflestir ef ekki allir sem hafa verið teknir Pólverjar því virðist sem skilaboðin um lög og reglur varðandi veiði hér á landi ekki hafa skilað sér til þess hóps.  Þetta er ekki flókið "á íslandi þarftu að borga til þess að fá að veiða".  "no fishing without permits" Nú svo er líka komið útvarp í Hafnarfirði sem útvarpar líka á Pólsku, væntanelga hefur þetta verið tekið fyrir. 

Ég veit ekki hvað er svona flókið við þetta.  Fólk á rétt til þess að tjá´sig um málin og eiga að geta það án þess að vera hrætt við að  að særa blygðunarkennd þeirra sem stunda PR , við getum þá alveg eins tekið "málfrelsi út úr stjórnarskránni". Í þessu tilfelli eru það pólverjar, í gær voru það íslendingar sem stunduðu ofsa akstur, velkomin í fjölmenningar þjóðfélag, við fáum öll stimpil. 

Hvort sé um Pólverja eða Íslendinga þá er þetta þjófnaður. 

Linda, 20.7.2007 kl. 23:48

5 identicon

Þessi hópur sem hefur verið að stunda þetta veit auðvitað allt um þessar reglur enn þeir hafa einfaldlega verið að brjóta þær vísvitandi. Það er það sem mætti segja hreint út og það er vandamálið sem leyfiseigendurnir og lögreglan þarf að leysa. Að gera alla hina (99,8%) að grunuðum þjófum með að senda út svona skilaboð gerir ekkert nema ógagn.

Bjarki (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 00:15

6 Smámynd: Linda

Ef einhver heldur að allir pólverjar séu þjófar vegna þess að það þarf að skrifa bréf á pólsku til þess að ná til nokkra einstaklinga sem stunda stuld, þá er viðkomandi bara heimskur fordómafullur og ekki viðbjargandi.

Linda, 22.7.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband