ég hef verið klukkuð

þær ágætu vinkonur mínar hér á blogginu Anna og Ruth777 hafa ákveðið að ég taki þátt, og vissulega geri ég það.

8 staðreyndir um mig sem tja eru ekki svo flóknar..oh well here goes.

1.  Ég er dýravinur, á einn hund sem heitir Pipp og eina Kisu sem heitir Snúður, ég hef átt dýr stanslaust frá því ég var 14 ára gömul eða þ.u.b.  Kisan mín fer í göngutúr með mér og Pipp.  Hundurinn sem ég kom með frá BNA fyrir  10 árum dó í Janúar, ég syrgi hann ennCrying þó er ég svo þakklát fyrir að hann hafi verið hlutur af mínu lífi, og tilvera hans varð mér lífsbjörg. Ég þoli ekki að fara frá dýrunum mínum til lengri tíma, veit get bara ekki án þeirra verið.

2.  Hef góðan húmor, get hlegið mig vitlausa af BuD abbott og Costelló Grin og ekki má gleyma Jerry Lewis og Dean Martin þegar þeir voru saman.  Skil ekki þann breska með aula fésið..hehe

3.  Les mikið, hef rosalega gaman af því að fræðast um sögu og menningu, á bók um Maríu drottningu Skotlands sem er æði.  Hef verulega gaman af því að lesa léttmeti eins og oh well, rithhöfundin J.R Ward og Noru Roberts, nú svo Dean Koonts og Sidney Sheldon. Bronte, Hugo, Alcott og fleiri fleiri, þoli ekki Jane Austin veit það er nánst stór synd enn svona er þetta bara. ER núna að lesa bók sem er svo hrifandi að ég bloggaði um hana fyrir 2 eða 3 færslum síðan "The Supernatural Power of the Transformed mind".

4.  Trúuð á Jesú, ekkert flókið mál, Biblían er heillög ritning sem er innblásin af Guði, ég trúi því að Jesú sé rétt ókominn, ég trúi því að það sé ein leið til fóðursins og hún er með trú á Jesú.  Ef ég tryði þessu ekki væri ég að kalla Jesú lygara, ekkert sérstaklega flókið.   Ég útiloka ekki vísindi og fræði, því ef ég gerði það væri ég einfaldlega að gera lítið úr mætti Guðs.  Að fyrirgefa þeim sem gera mér illt er eitthvað sem ég hef lært að gera og biðja fyrir þeim er hluti af ferlinu til betri skilnings og innri friðar.

5.  Elska Bíómyndir, uppáhalds mynd er "Gone with the Wind"  Fyrsta alvöru bók sem ég las þegar ég var 12 ára var bókinn sem þessi mynd er gerð eftir.  Lagði Nancy Drew frá mér eftir það. Nýjasta myndin sem ég mæli eindregið með er "Holiday" æðisleg  tvær aðra sem ég mæli með er Hótel Ruwanda og Shooting Dogs.  Elska Betty Davís þó sérstaklega myndirnar henna Now Voyager og Dark Victory. Vá.

6.  Er Femínisti þegar það hentar hehe sorry ..enn hef ég öðlast frelsi til þess að velja og hafna, ég þakka fyrir það.

7.  Trúi því að Pólitískur Rétttrúnaður sé að gera heiminn verri og mörg mannréttinda brot séu framin í nafni hans.  Ég þoli ekki samsæriskenningar.  Ég trúi því að við eigum að virða hvort annað enn ekki á kostnað mannréttinda og frelsis.  Sannleikur skal ávalt hafður í hávegum þó hann sé óvinsæll.

8.  Ég hef gaman að því að skrifa, ég hef gaman af því að yrkja ljóð, ég hef gaman af því að taka ljósmyndir af dýrunum mínum Sólsetri og blómum.  Ég hef gaman af því að elda á Formann grillinu mínu enda algjör snilld.  Ég á það til að búa til bestu pönnsur í heimi og súkkulaði kakan mín gefur ekkert eftir. mér finnst að maður eigi alltaf að eiga eitthvað með kaffinu handa gestum sem telst óholt og holt gestir verða að geta valið sjálfir. 

Ég Klukka Bænamær, Guðrúnu Sæm, Skúla, Pétur, Guðstein,Báru frænku og Isspiss

P7130157P7120165


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

jei ég tjái mig betur um þetta á morgun þegar ég er ekki svona sybbin...

halkatla, 15.7.2007 kl. 02:45

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ja Linda ég verð nú bara að spyrja ertu nokkuð á lausu  nei nei smá grín hérna annars gaman af þessum lestri gangi þér allt í haginn kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.7.2007 kl. 06:54

3 Smámynd: halkatla

yndislegt að heyra um dýrin þín, hundurinn þinn frá USA var augljóslega blessun. En ertu ekkert fyrir samsæri??? Ég er rosalega mikið fyrir þau, finnst þau einmitt svo fyndin... við erum dáldið með sama bókasmekk - annars ert þú bara frábært

halkatla, 15.7.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Nenni nú sennilega ekki þessu klukki

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.7.2007 kl. 10:25

5 Smámynd: Linda

awwww in þið sæt, Skúli og Úlafar ég roðna bara  þúsund þakkir fyrir fallegu orðin í minn garð.  Anna Karen þú ert bara frábær líka  Ég skal reyna hafa meiri húmor fyrir bullinu sem kemur úr samsæriskenningum.  Bára mín vona að þú verðir með, því þú ert svo yndisleg.

Linda, 15.7.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hæ Linda mín. Segðu mér hvenær þú bakar næst og ég kem yfir...  Getum horft saman á Jane Austin, þú þarft bara smá aðlögunartíma. hí, hí...

Hvað á það annars að þýða að klukka svona upptekna konu...

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.7.2007 kl. 15:36

7 Smámynd: Linda

Ég klukka þig nákvæmlega vegna þess að þú ert föst í því sem þú ert að gera , þig vantar tilbreytingu  Ég trúi því ekki að þú hafir ekki fengið Pönnsur hjá mér, getur það verið? ég verð að bæta úr því.

Linda, 15.7.2007 kl. 15:47

8 Smámynd: Linda

Takk alles fyrri athugsemdirnar og ég tek undir með Ingu það er gaman að kynnast fólki. 

Gunnar ég þakka þér þín fallegu orð, enn ég er alls ekki verðug af slíku hrósi.  Enn mín von er jú sú að við lærum að að ganga með Guði og með því að treysta honum mun heimurinn verða betri og ég held að það sé eitthvað sem við öll getum gert.

Linda, 16.7.2007 kl. 00:20

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær listi Linda, en ég get vottað það að það er allt satt sem í honum stendur! Og gott betur! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2007 kl. 12:24

10 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hei! Búin að þekkja þig öll þessi ár og ekki enn fengið pönnsur! Nú er ég illa svikin.

 Nei annars. Þú erft afbragðs kokkur veit ég og tekur alltaf svo vel á móti gestum, en pönsurnar ætla ég að eiga inni næst þegar ég kem í heimsókn.

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.7.2007 kl. 14:56

11 Smámynd: Linda

hahahah, æi mér finnst þetta mjög skrítið líka. Enn ég þarf greinilega að kaupa mér smörlíki og egg til vonar og vara, og ekki veitir af að taka jarnið og vera viss um að það sé í lagi. Ja hérna séra Sveinn.

Linda, 18.7.2007 kl. 15:32

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og hva ... fæ ég ekkert?? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.7.2007 kl. 16:04

13 Smámynd: Linda

audda færð þú líka pönnsur..ekki spurning..ég sé að ég þarf að baka fljótlega. Reyndar er ég að baka súkkulaði köku á morgun fyrir fólkið í húsinu það er að fara taka aðal geymsluna í gegn og ég er ekki nægilega heilsuhraust, svo ég ætla baka og vera með gos og safa til að kæla það niður. 

Linda, 18.7.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband