Von um trúfrelsi á Egyptalandi að verða að rauneruleika?

 
Koptrísk forn kirkja í Egyptalandi

Hæstiréttur  Egyptalands skipar svo að mál  Koptíska Kristna verið tekið fyrir á ný.

Istanbúl, 6 Júlí'07 (Compass Direct News) Hæstiréttur  Egyptalands feldi úr gildi fyrri dóm[1] sem hafði neitað Koptískum  þegnum þann rétt að  vera skilgreindir sem Kristnir einstaklingar. Rétturinn skipaði svo fyrir að þetta umdeilda mál yrði tekið fyrir aftur.

45 ákærendur í hinum Koptíska kristna samfélagi og stuðningsmenn þeirra fögnuðu þessum fréttum með ákafa og sögðu að þetta væri sigur fyrir sjálfsögð réttindi ríkisborgara, samkvæmt heimilda mönnum frá vikulega dagblaðinu Watnai.

Rétturinn náði þessari niðurstöðu í málinu þar sem almenn lög í Egyptalandi hafa enga heimild fyrir "ridda[2]" sem jafngildir dauðadómi sem refsing.

Mikil öryggisgæsla var við réttarhöldin þann 2 Júlí síðastliðinn, mikill hiti var á milli lögfræðinga  sem rifust hvor við annan á meðan reiðir Íslamistar létu heyra í sér svo að nærri kom til slagsmála í réttarsalnum.

Þegar lögmaður ákærenda Naquib Gabríel sagði að í Egyptalandi ætti að vera borgaralegt ríki og ekki Íslamskt ríki fór um réttarsalinn hróp og köll "Íslam! Íslam! Egyptaland er Íslamskt ríki."!

Um kvöldið meðan beðið var eftir dómi réttarins, fór Gabríel,  lögmaður ákærenda í viðtal hjá "Al-Ashira Misa'an  umræðu þáttur sem er á stöðinni Tv Dream Channel. Þar sem hann talaði um m.a. að samkvæmt 2 grein í stjórnskipun Egyptalands væri ritað að Íslam væri þjóðartrú og að lög Íslams væru aðal heimild fyrir löggjafarvald ríkisins,  væri eins og beitt hnífsblað axarinnar sem hvílir við háls  þeirra sem eru Kristnir þegnar landsins.

Lögmenn ákæranda eru vel þekktir Koptískir lögmenn sem m.a. eru  Mamdouh Ramzi, Ramses el-Nagar og Mamdouh Nakhla[3].  Ríkislögmaðurinn Mansour Abdel-Ghaffar alhæfði fyrir réttinum að  þessir aðilar sem áður höfðu snúið til Íslam og vildu núna snúa aftur til kristinnar trúar væru sekir um "kænskubrögð"[4].  Hinsvegar vildi lögmaður ákærenda , Ramzi,  minna réttinn á að samkvæmt texta úr Qur'an væri að finna vers sem í stæði "það er engin nauðung í Íslam"[5] .

Bæði Ramzi og Nakhla ítrekuðu,  að það  er auðsýnilegur misréttur  sem  Kristnum þegnum er beitt þegar það kemur að trúarbrögðum. Það tekur ekki nema 24 tíma fyrir koptískan Egypta að lagalega breyta trú sinni úr Kristni í Íslam.  Þeir sögðu  m.a. að þegar Egypti sem vill yfirgefa Íslam  og snúa til Kristinnar trúar þá er það  nánast "ógerandlegt".

Samkvæmt El-Nagar, þá mundi  þessi dómur í vikunni, lagalega séð koma í veg fyrir frekari mismunun á milli Múslíma og Kristna sakir trúarsannfæringar, að lögin verndi réttindi beggja samfélagshópa. Að  lögin séu  án greinamunar  og  gæta jafnréttis þegar það kemur að öllum breytingum eða afturhvarfs til trúar. Innanríkisráðuneitið  þarf því í framhaldi af þessum dómi að leyfa öllum sem kjósa að skipta um trú að gera það,  án þess að þurfa leita réttar síns hjá dómsstólum.

Í byrjun afrýjunnar dómsins þann 18 júní síðastliðinn, spurðu lögmaður ákæranda "Ramzi" lögmann ríkisins,   Mazhar Farghali, hvað hann mundi gera ef Múslími vildi snúa til Kristinnar trúar?.

Farghali svaraði "ég mundi skera hann á háls"!

Samkvæmt flutning vikulega dagblaðsins Watani, þann 1 Júlí,  hafði Farghali verið staðfastur í þeirri skoðun sinni að breyting á trúarafstöðu  og skráningu úr Íslam yfir í Kristni "skapar óstöðuleika á fyrirkomulagi samfélagsins"

El-Nagar furðaði sig þessum orðum  Farghalis, þar sem það gæfi augaleið að réttar upplýsingar  svo sem skráning trúarbragðs væri frekar til þess að efla stöðuleika samfélagsins heldur enn ella. Hann benti ennfremur  á að lög landsins sem hömluðu þegnum rétt til trúskipta væri án vafa brot á milliríkja samningum sem Egyptaland hafði  skrifað undir.

Ríkislögmaðurinn Abdel Mequid-al-Enani ítrekaði það að Íslam væri "einstefnu gata".  Fyrir Múslíma væri það  "landráð" að yfirgefa Íslam!  Sjáið bara, sagði hanna "öll kirkjan er hér í salnum þetta er samsæri gegn Íslam"!

Það var einn Kristinn einstaklingur í salnum þá, og það var  Koptískur prestur.

Essam Eddin Abdel-Aziz hæstaretta dómari, skipaði svo fyrir að málið færi aftur fyrir dóm  þann 1 September í Hæstarétti.

Í viðtali við blaðið Middle East Times, hafði  El-Nagar spáð jákvæðri útkomu í September næstkomandi, m.a. sagði hann. "dómurinn í þessari viku gefur von þess efnis  að ennþá sé smuga  fyrir frelsi í Egyptalandi.

 

Grein birt með góðfúslegu leyfi Compass Direct

Heimild Compass Direct News

[1]Sem innanríkisráðuneytið í Egyptalandi hafði dæmt í.

[2] (að yfirgefa Íslam)

[3]Í hópnum er vitanlega fyrrnefndur lögmaður Naquib Gabríel

[4]Textin á ensku segir "manipulators of religion"

[5]Vil benda lesendum á að ekki er tekið fram hvort að lögfræðingur sem að tala um vers fyrir eða eftir Mekka tímabil Muhamads stór munur á ritningum Qur'ansins á milli tímabila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þakka þér Skúli.  Maður verður nú samt samt vongóður þegar maður sér að einhver er að hlusta í Egyptalandi, að hæstiréttur landsins sér að hér hafi óréttlæti verið framið.  Á meðan Egyptaland getur gert það, þá er von um það í í ríkinu getur, þrátt fyrir Íslamista, trúfrelsi náð fótfestu.   

Linda, 10.7.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær grein Linda, ekkert smá vel gerð og áhugaverð. Það er greinilega ljós í myrkinu hjá Egyptum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.7.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Því miður eru engar blikur á lofti um að trúfrelsi sé að aukast í Egyptalandi.  Þvert á móti virðist vera að þeim öflum, sem vilja ofsækja fylgjendur annarra trúarbragða og mismuna þeim, heldur vera að vaxa fiskur um hrygg.

Það er hins vegar fagnaðarefni ef það lítur út fyrir að einn kristinn söfnuður sé nú að ná einhverjum árangri í þessum efnum.  Það er hins vegar einangrað tilvik og segir í sjálfu sér ekki neitt um trúfrelsið þarna enda er trúfrelsi mun víðtækara hugtak en svo að það segi aðeins til um frelsi til að iðka kristna trú.  Íransstjórn hefur t.d. verið fordæmd á alþjóðvettvangi fyrir að virða ekki trúfrelsið en þarf starfa kristnir söfnuðir óáreittir.  Trúfrelsisskilningur Írana felst í að bannað sé á mismuna á grundvelli "trúarbragða" en svo skilgreina þeir "trúarbrögð" þannig að aðeins sé þar um að ræða Islam, Gyðingdóm, Kristni og ein trúarbrögð til viðbótar hverra nafn ég ekki man þessa stundina.  Fylgjendur allra annarra trúarbragða eru ofsóttir, handteknir og jafnvel teknir af lífi.

Hreiðar Eiríksson, 10.7.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Linda

Ef málið verður unnið þá nær það yfir alla Kristna í Egyptalandi og væntanlega aðra trúarbragða. Það er mikið um óréttlæti í þessum málum og ég held einmitt a sigur í þessu verður sigur í átt að trúfrelsi.  Hinsvegar gerir maður sér alveg fyllilega grein fyrir því að með m. au lönd er erfitt að spá um framtíðina.

Linda, 10.7.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband