Er hægt að treysta Abbas?

Ég vona það sannarlega, enn heimurinn hefur ekki séð almennilegan leiðtoga frá miðausturlöndum síðan Anwar Al  Sadat, alla vegana mann sem vill virkilega gera allt sem á sínu valdi stendur til þess að koma á friði.  Anwar Al Sadat, merkilegur maður  sem var hataður af samlöndum sínum og öðrum Íslömskum ríkjum að fatwa var gefin út af Omar Abdel-Rahman sem situr núna í fangelsi vegna sprengju árásar sem hann skipulagði á tvíburaturnanna í í New York 26 febrúar 1993.  Hvað kemur þetta Abbas við?  Ætli ég sé ekki að gefa mér vonir um að það gæti verið eitthvað varið í manninn og ef við (heimurinn og Ísrael)verður heppinn þá hefur Anwar Al Sadat haft jákvæð áhrif á AbbasWhistling
mbl.is Vopnaburður bannaður á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Er ekki komið nóg að mótmælum gegn stríði og kominn tími til að meðmæla friði ?

Sævar Einarsson, 27.6.2007 kl. 00:29

2 identicon

Ég held að í dag sé Abbas eini Palestínumaðurinn sem gæti samið um frið við Ísraelsmenn. Foræstisráðherrann er ekki líklegur til þess, hann getur ekki nefnt Ísrael án þess að tala um útrýmingu í sömu setningu.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 01:55

3 Smámynd: Linda

Sævar, mikið rétt.

Geir takk fyrir innlitið, ég held nefnilega að Abbas gæti komið óvart, hann virðist vera svona fljótt á litið mjög málefnalegur maður.

Linda, 27.6.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: Linda

Ok, svo Skúli tryestir honum ekki, og Skúli veit mikið um þessi málefni.  Hann er sá eini sem hefur komið með hreina afstöðu. Takk fyrir það.

Linda, 27.6.2007 kl. 14:38

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Linda, þú hefðir gott af því að lesa ævisögu Goldu Meir, hún var gefin út á íslensku 1975. Sadat var raunsæismaður, sem sá sér hag í því að hin spillta yfirstétt Egyptalands semdi frið við Ísraelsríki,svo hún gæti getið makráð að völdum löðrandi í dollurum um ókomin ár. Abbas er að sama skapi raunsæismaður,en eins og Skúli segir, er markmiðið eitt og hið sama. Sannaðu til, fé mun verða borið í Abbas,líkt og Sadat forðum.

Gústaf Níelsson, 28.6.2007 kl. 00:26

6 Smámynd: Linda

Já ég þarf að kíkja á ævisögu Goldu hún var merkileg kona, ég man eftir fréttum af henni þegar ég var smá stelpa og vissi í mínu sakleysi að þarna var merkileg persóna á ferð.  Þú vilt meina að Fatwa verið gert út á Abbas?  Ég yrði ekki hissa, sérstaklega þar sem öfga stjórn er komin á laggirnar á Gaza. 

Takk fyrir ábendinguna. 

Linda, 28.6.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband