Íslam og Hamas óvinveittir Kristnum á Gaza svæðinu

Íslamistar og aðilar tengdir Hamas þar á meðal liggur grunur um að tengsl séu líka við Al Qaeda hafa varað Kristna hópa að núna þegar Hamas er við völd þurfa þeir að lúta fullkomlega undir völd  Íslams (sharia)(ritual law)

Í viðtali við worldnetDaily, Sheikh Abu Saqer, leiðtogi hópsins Jihadia Salafiyja, sagði að Múslímar á Gaza svæðinu ætluðust til þess að Kristnir nágranar þeirra hefðu það á hreinu að Hamas stjórn þýddi að mikilvægar breytingar væru í nánd.  Þeir (Kristnir) þurfa að vera tilbúnir til þess að búa við Íslamska stjórn ef þeir vildu halda áfram að búa á Gaza svæðinu.

Trúboðs iðkunn mun ekki lengur vera leyfð, og þeir sem eru grunaðir um að slíkt þar á meðal að boða trúskipti frá Íslam yfir í Kristna trú, ættu von á skelfilegum afleiðingum og refsingum sagði Abu Saqer.  Auk þess verður líka stranglega bannað að neita áfengis á Gaza svæðinu, það stendur til að loka internet kaffihúsum og billjard stöðum auk þess munu allar konur þurfa að klæðast fötum sem hylja líkama að fullu þegar þær eru á almanna færi.

Til þess að vera fullviss um að farið sé eftir þessum reglum, hefur að sögn Abu Saqer, verið  lögð drög að nýju herliðið sem mun fylgjast með öllum þegnum svæðisins og reglum þess.

Eftir hræðilega árás á Kristna kirkju og skóla í Gaza borg, eru flestir (Kristnir)óvissir um hvort að það verði þeim nokkuð til sældar að gerast undirgefin  hinu nýja öfga íhaldi múslímskra yfirmanna, hvort að raunverlegur friður og öryggi mun verða að veruleika  fyrir þetta litla Kristna samfélag.

 

Heimildir Israel today og World Net Daily


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

æ já, var að lesa um þetta um daginn og fylltist sorg. Hamas hafa líka verið mjög duglegir við að ofsækja skólastúlkur, árum saman.

halkatla, 26.6.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

úfff .... hryllilegt að sjá þetta Linda, ég hef reyndar ekki kynnt mér þetta nógu vel, en ég ætla að biðja fyrir  fórnarlömbum þessara skelfilegu árása !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 15:01

3 Smámynd: Linda

Er fólki gjörsamlega sama um hvað er ske í heiminum í dag varðandi kristið fólk, skiptir það fólk engu máli sem játar trú á Jesú, skipta þjáningar þeirra engu máli.  Ég er farin að halda það og ég er skelfingalostin yfir þessari þróun.

Linda, 28.6.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband