Auðvitað...

Búrka er ekkert annað enn tæki kúgunnar og ekkert annað.  Ég vona að þessi fatnaður verður gerður ólöglegur hér á landi áður enn svona lagað nær fótfestu.  (þetta eru dæmi um mín viðbrögð við þessum fatnaði) á samt ekki von á því að skipta um skoðun fljótlega.

 Ég var að lesa blogg þar sem að viðkomandi  sagð  m.a. að ástæðan fyrir því að okkur þætti óþægilegt og væri í raun illa við Búrkuna væri m.a. vegna þess að þegar við tölum við fólk þá er líkamstjáning eins og t.d.  allar handa hreyfingar, bros og margt annað nauðsynlegt til þess að geta tjáð okkur við hvort annað. Að sjá ekki þennan náttúrlega og eðlilega samskiptamáta væri afar óþægileg tilfinning og óeðlileg, hann sagði m.a. sjáið þið simpansana og górillurnar samskipti þeirra ganga út á líkamstjáningu, því er það okkur eðlilegt að vilja sjá andlit og líkama fólks þegar við tölum við það á almanna færi. Hægt er að lesa alla greinina hans hér.  það má segja að hans viðhorf er secular varðandi þetta málefni .

Svo má lesa um Búrkuna  með því að smella hér, muslimi skrifar þá grein. Þessi aðili segir m.a. að það er engin trúarlega ástæða fyrir þessum fatnaði í Qur 'an og að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að Hijab og Búrka eru tveir mismunandi hlutir.  Mjög vel skrifuð og fróðleg lesning.

Ég hvet alla þá sem vilja fræðast um þetta að lesa báðar greinar. 

 


mbl.is Má reka konur í búrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

heyrðu, við mætum hressar til að mótmæla ef það kemur einhverntímann til tals að íslendingar ætli að fara að opna fyrir allskonar svona villimannslegum og mannskemmandi siðum

ég hef verið á móti búrkunni og öllu hijab standinu í næstum 15 ár og er ekkert að gefast upp!

Hafðu það sem best

halkatla, 21.6.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Linda

gerum það.  að vísu er Hiijab ekki svo slæmt það er´jú bara frekar einfalt dæmi og andlitið sést.  Við megum heldur ekki sjálf fara út í öfgar. Ef við bönnum Hiijab þá þurfum við að banna Krossinn og annað, enn búrkan er ekki og hefur aldrei verið réttlætanleg jafnvel í Qur'an. 

Linda, 21.6.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Linda. Ég var að lesa báðar þessar greinar sem þú bentir á og er sammála þér í þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.6.2007 kl. 17:19

4 identicon

Búrkan er fáránlegt fyrirbæri, burtséð frá því hvað maður les margar "upplýsandi" greinar. Ég vildi gjarnan að þeir trúarhópar sem setja sig niður í vestrænum þjóðfélögum (lesist:kristnum) þurfi að sæta því að ALLIR þeirra meðlimir klæðist búrkum - það væri svo sannarlega gaman að sjá karlana þeirra mæta á bisnessfundina í þessu dulargervi   

KolbrunSig (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 17:38

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hjartanlega sammála þér. Þegar fólk frá annarri menningu kemur hingað verður það að aðlagast okkar menningu.

Bryndís Böðvarsdóttir, 21.6.2007 kl. 18:57

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Enn einu sinni kemur fram hvernig trúarsiðir verða til og oft notaðir til kúgunar. Verst þegar fólk veit ekki að það er kúgað.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.6.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég held að við á vesturlöndum gerum okkur ekki grein fyrir þeirri kúgun sem stúlkur og konur verða fyrir í okkar heimshluta. Núna gildir aðallega "Haltu kjafti og vertu sæt"og svo ég bæti við "sexý ofurmjó, með stór brjóst og til í tuskið"  ég sá glefsu að módelkeppni á skjá einum í gærkvöldi, ég get ekki með nokkru móti horft á hálfan hvað þá allan þáttin af þessari viðurstyggð sem er fyrirmynd ungra stúlkna í dag. Núna dugar ekki að þær myndist vel til að selja sjampó eða hvað það nú er, heldur þurfa þær að ganga í gengum algjöra niðurlægingu í svona keppni. svo ég tala nú ekki um piparsveina þættina. Við verðum að átta okkur á því að ungar stúlkur gleypa þessa dagskrá hráa og vilja verða svona

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:03

8 Smámynd: Linda

Takk fyrir athugasemdirnar og ég hef ávalt gaman að heyra í ykkur.  Kvennakúgun í dag hér í vesturheiminum er oft á tíðum lúmsk, það er ekki hægt að segja það sama um þá sem kúga konur með hefðum sem hafa ekkert með trú að gera.

Linda, 21.6.2007 kl. 23:15

9 Smámynd: halkatla

umm, hijab er held ég bara notað almennt um að hylja höfuðið og að hylja konur, reyndar einsog þetta er túlkað í Íran. Það stendur ekkert um sérstakan klæðnað fyrir konur í kóraninum og þessar slæður sem eru notaðar hafa þróast í ýmsar áttir eftir löndum og heita mörgum nöfnum.  Mér finnst það versta við þetta að allir hijabs, búrkur og hitt draslið eru kuflar sem gera konunum erfitt fyrir með allt sem þær þurfa að taka sér fyrir hendur, nema að forðast að verða nauðgað af múslimum. Búrkur eru bara notaðar sem kuflar í örfáum löndum og þar eru ekki einu sinni göt fyrir augun, ég var einu sinni í London og bjó í arabahverfi og þar sá maður allar útgáfurnar og hvað þetta er hrottalegur veruleiki að hafa svona lagað í samfélaginu sínu. ég þakka fyrir múslimakonurnar sem eru hér og auðga samfélagið með fallegum og sómasamlegum slæðum.

halkatla, 22.6.2007 kl. 02:51

10 Smámynd: Linda

Alveg sammála þér, enn þær verða því miður fyrir aðkasti og margar þeirra hafa hætt að nota fallegu slæðurnar sínar.  Enn Búrkan og andlits hulan sem  þó sést í augun(mikið í Íran) er ekkert annað kjaftæði og ekki heima í okkar þjóðfélagi. Öfgar nei takk.  Ég verð aldrei sammála því sem Íslam boðar og ég mun halda áfram að skrifa um óréttætið í sem er að ske þar á bæ gegn konum, börnum og Kristnum jafnt og Hindúum  því ég trúi því að því meira sem við vitum því meira getum við forðast mistök og komið í veg fyrir samfélags ójafnvægi og hatur.

Linda, 22.6.2007 kl. 03:14

11 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Varðandi það sem Linda var að segja þá er klæðnaður sem hylur allt andlitið nema augun alls ekki algeng í Íran. Venjan í Íran er að það sjáist í allt andlitið. Þó eru kuflar nokkuð algengir þar en án andlitsgríma. Klæðnaðurinn sem Linda er að lýsa er hins vegar algengur í Sádi Arabíu. Þær búrkur sem hér er verið að tala um eru algengastar í Afganistan.

Varðandi umræðuefnið þá er alveg sjálfsagt að banna slíkan klæðnað þar sem hann hindrar eðlileg samskipti eins og á barnaheimilum. Menn eiga ekki að komast upp með hvaða þvælu sem er i nafni trúarbragða. Tökum dæmi. Í Bandaríkunum finnast hópar mjög trúaðra kristinna sem lifa í nektarnýlendum. Þeir telja sig vera sem næst guði með því að lifa eins og guð skapaði þau, eins og Adam og Eva gerðu í Eden. Myndum við þá sætta okkur við að leikskólakennari mætti í vinnuna alsber þar sem það samræmdist trú þeirra?! Varla. Nekt á heima á ströndum, í sólbaði og í sundi en ekki í skólastofum. Skiptir engu máli hvort menn líta á slíkt sem trúarlegan "klæðnað" eða ekki. Sama á við um búrkurnar. Það getur vel verið að þær hafi einhverja fúnksíon þar sem sandstormar geysa, en síðast þegar ég vissi voru sandstormar ekki algengir í Kaupmannahöfn. Okkur kemur ekki við hverju menn klæðast heima hjá sér. En okkur kemur það við hvernig kennarar klæða sig í skólunum. Svo einfalt er það.

Guðmundur Auðunsson, 22.6.2007 kl. 09:54

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Já það er furðulegt að konur í kaupmannahöfn og Þýskalandi sjái ástæðu til þess að hylja sig Og ömurlegt þessi Burkuklæi  En sá andi(Guð) sem er yfir Íslam svokallaður Gabríel engill hefur líka látið á sér kræla í miðlaheiminum og gjarnan í englamiðlun setur fólki strangar reglur. Það virkar afskaplega saklaust og fallegt að sjá heima hjá dulspekingum sem eru með allt fullt af englamyndum og englastyttum og jafnvel Jesúmyndir og krossa líka en andinn sem þetta fólk er í sambandi við á ekkert skylt við Jesú Biblíunar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.6.2007 kl. 13:51

13 Smámynd: Linda

rétt hjá þér Guðjón misminni hjá mér, ég sé þær einmitt fyrir mér þessum svörtu klæðum enn jú andlitin sjást í flestum tilfellum í Íran, alla vegana  þegar siðalögreglan er þar á ferð Takk fyrir leiðréttinguna.

Linda, 22.6.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband