Kynjakvóta?

Hvað ætli það séu margar konur sem mundu vilja fá vinnuna af því þær eru konur, frekar enn vegna kunnáttu og reynslu bara hæfni yfir höfuð?  Ég get ekki ímyndað mér að velmenntuð kona vilji fá vinnu út af kynjakvóta?  Það er bara niðurlægjandi að mínu mati.

 


mbl.is Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætil það verði þá ekki hin mesta skömm að vera kölluð 'kvótakona' 

Fransman (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

eitthvað á þessa leið: "Nei okkur vantar ekki fleyri starfsmenn en okkur vantar konur til að fylla upp í kvótann svo að við verðum ekki sektaðir af ríkinu. "

Þetta getur bara alls ekki verið af hinu góða. 

Fannar frá Rifi, 19.6.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er réttmæt athugasemd hjá þér. En félagsmálaráðherrann, sem vart er kona af þessum heimi, lætur sér í léttu rúmi liggja hvort fyrirtæki megi sjálf stjórna starfsmannahaldi sínu. Hið nöturlega er fyrir atvinnurekandann, að hann hefur enga vissu fyrir því að ráða besta starfsmanninn ef hann er bundinn af kynjakvóta. Og þær konur sem ættu störf sín komin undir kynjakvóta yrðu örugglega uppnefndar "kvótakellingar" hvað sem öðru líður. Illt mun verða að sitja undir slíku.

Gústaf Níelsson, 19.6.2007 kl. 17:14

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Allt í lagi að hafa kynjakvóta hjá hinu opinbera finnst mér. Karlar verða svo að hætta að leyfa konunum að sitja einar að uppeldi barnanna sinna og heimta að fá að vera meira heima. Þá kemur þetta allt að sjálfu sér.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.6.2007 kl. 20:14

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er alfarið á móti svona löguðu, fólk á að komast áfram á eigin verðleikum ekki stéttaskipta það eftir kyni. Það sem þarf er hugarfarsbreyting, sem á ekki að setja upp eins og þegar þú velur í íþróttalið í leikfimi í grunnskóla eins og hér er gert.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 06:24

6 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Hversu margir af þessum körlum haldið þið að séu þarna á eigin verðleikum? Ég held nefnilega að bumbu-vina-mafía miðaldra karlmanna sé svo sterk að þeir séu fæstir hæfir.. flestir eru þeir örugglega bara fínir í gólfi eða á svo fínum Range Rover að það verður eiginlega bara að leyfa þeim að vera með í stjórninni, enda svaka fínt að halda aðalfund í Skotlandi næst, enda svo fín green þar! og ekkert gaman að fara holu í höggi ef það er bara einhver tjelling til að segja frá því á næsta stjórnarfundi.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 21.6.2007 kl. 00:08

7 Smámynd: halkatla

karlmenn hafa aldrei þurft að sanna neina verðleika, það er það sem gerir þetta svona sorglegt

konur þurfa ekkert að skammast sín þó að þær fái vinnu sama þo að það sé samkvæmt kvóta, þá eru þær vbara loksins jafnar, en þeir karlmenn sem hafa orðið feitir útaf þessu ósanngjarna fyrirkomulagi þurfa virkilega að komast í náin tengsl við sína innri skömm.

p.s ég er ekki hlynnt kynjakvóta en mér finnst ALLT nánast ósanngjarnt við það hvernig atvinnuhættir hafa þróast til þess að klekkja á konum og til að halda hæfileikum þeirra frá samfélaginu. 

halkatla, 21.6.2007 kl. 15:30

8 Smámynd: Linda

Já mikið rétt hjá þér. Ég man eftir því þegar það voru sett lög í BNA um að það þyrfti að ráða svo marga dökka einstaklinga á móti svo mörgum hvítum.  Það varð að vitlaust út af þessu, fyrst voru svartir rosalega ánægðir með þetta, eins og t.d. út af skólagöngu, enn svo kom bara í ljós að þetta var ekki að virka, þetta hafi félagsleg áhrif sem voru ekki jákvæð, margir svartir áttu eftir  segja t.d. "I never new if I was hired because I had the education and the experince needed or if I was hired because of my colour."  Þetta hlýtur að vera afskaplega óþægileg tilfining.? Er þetta eitthvað við konur viljum upplifa?

Linda, 21.6.2007 kl. 15:44

9 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég persónulega mundi ekki vilja vera ráðin í einhverja stöðu vitandi það að það hafi verið annar hæfari sem varð að víkja, vegna þess að ég var kona! Þá mundi mér lýða öllum stundum eins og staða mín væri óverðskulduð....  En samt vil ég jafnrétti. Það verður bara að gera ráðningar og mat + niðurstöður þess mats meira opinbert fyrir þeim sem sóttu um. Allavega við ráðningu í opinberar stöður. Veit ekki hvernig taka skuli á einkafyrirtækjum...?

Bryndís Böðvarsdóttir, 21.6.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband