Rómverjabréfið og pælingar um trú almennt.

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst, en einnig Grikkjum.
17
Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: ,,Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.``
18
Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni,
19
með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það.
20
Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar.
21
Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri.
22
Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar.

Ég vara að tala við vin ekki alls fyrir löngu og við vorum að ræða hvernig fólk á það til að segja að Biblían eigi ekkert erindi inn í okkar líf í dag, að þetta sé gömul bók sem var fyrir börn síns tíma og í dag væri þetta bara úrelt.

Ég hef þurft að minna fólk á að "orðið"  samkvæmt ritningunni á að vera til "kennslu"leiðbeiningar" og "uppbyggingar" það stendur hvergi að "orðið" verði úrelt eða tímans tákn.

Ef til vill er óþægilegt að fá dóm yfir sig eins og oft skeður í ritningunni, eins og t.d. í Rómverjabréfi 1 hér fyrir ofan. Enn alveg eins og orðið getur dæmt gjörðir okkar, getur það líka sýnt okkur hvernig við eigum að lofa Guð. Getur það verið að þeir sem gera lítið úr orðinu þola einfaldlega ekki að horfa í þá spegilmynd sem orðir heldur uppi fyrir þeim?  Hvað sem því líður þá er það þeirra vandamál ekki mitt.Whistling

Margir sem aðhyllast því að úthýsa orð Guðs og segja að menn hafi skrifað biblíuna, hafa einungis hálfan sannleikan eða skilning varðandi þá yfirlýsingu.  Því þegar við lesum NT þá kemur svo bersýnilega í ljós að  Heilagur Andi hafi leitt þá sem skrifuðu orðið enda er það tekið fram oftar enn einu sinni.

Nú að trú að lesa og læra samkvæmt biblíunni er ekki alltaf auðvelt, sérstaklega í samfélaginu sem við lifum í. Það þykir bara ekki kewl að játa bara Jesú, að trúa því sem hann sagði "að enginn komi til föðurins nema fyrir sig". Að trú á orð Guðs sem innblásinn texta af heillögum Anda gengur ekki út á vinsældir heimsins heldur óvinsældir heimsins, því ekki er hægt að þjóna tveimur herrum.

Jesú var og er góður og hann kenndi kærleika og að elska náungan, enn hann kenndi svo miklu meira enn það, hann minnti á að hann væri kominn til þess að dæma heiminn að hann væri vegurinn, sannleikurinn og lífið og hver sá sem boðað annan boðskap hann hafði boðað okkur væri óvinurinn, nota beni antikristurinn er óvinur trúarinnar og þeir eru margir þetta kemur líka fram í ritningunni.

Rómverjabréfið er síður enn svo auðveld lesning enn engu að síður er þarna á ferð mikill viskubrunnur sem talar til þeirra sem eru lögmálinu (Gyðinga) og þeirra sem á þeim tíma voru heiðnir (í dag Kristinnar trúar).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tek undir hvert orð hjá þér Linda! Vil líka benda á það að lestur Orðsins er máttur og kraftur, það er líka sálarnæring. margir sem stunda hugleiðslur í Jóga Secret og annari  Nýaldarfræði eru að því til þess að öðlast innri frið og orku. Ég prófaði sjálf margar tegundir af hugleiðslum, og hef þessvegna góðan samanburð. Lestur Biblíunar og bænalíf til Jesú gefur miklu meiri og betri orku, kærleik og frið heldur en nokkur hugleiðslutækniog the Secret getur fært. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.5.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband