Að gera góðverk á hverjum deigi

 

gera góðverkÞað liggur á hjarta mér að skrifa um þetta "að gera góðverk".  ´

Hvað er góðverk?  Góðverk er að gera eitthvað fyrir aðra persónu sem á ekki von á því að fá hjálp eða blessun í dag.  Til þess að gera góðverk þarf maður ekki að vera ríkur, heldur skiptir máli að að gera góða hluti fyrir náungan.

Dæmi: að gefa föt til Rauðkrossins er "góðverk" að gefa öldruðum fótgangandi persónum far er góðverk. Að hjálpa einhverju sem vantar upp á við kassann í matvöruverslun er góðverk, jafnvel að gefa einhverju stöðumæla miðann sem tíminn er ekki útrunnin á er góðverk, að gefa blóð er góðverk. Góðverk er svo margt og endalaust. Ef þú átt bíl og nágranni þinn er bíllaus bjóddu þeim þá að vera þér samferða út í búð, þetta er góðverk,  að hjálpa persónum sem eru strand við vegkantinn eða á slysstað, aldrei gera ráð fyrir því að einhver annar mun hjálpa, gerðu ráð fyrir því að það verði þú í því fellst góðverk.

Góðverk létta á sálinni, maður má aldrei vera of feimin eða hrædd/ur við höfnun til þess að gera góðverk.  Hvenær gafst þú útigangs persónu að borða síðast? Hvenær gerðir þú góðverk síðast.  Við gerum góða hluti fyrir fjölskyldur okkar enda á það að vera sjálfsagt. Enn hvað með þá sem við þekkjum ekki?  Góðverk á aldrei að vera kvöð, heldur á það að vera sjálfsagður hlutur í okkar daglega lífi.  Ég trúi því að hvert góðverk sem er unnið mun vinda upp á sig og verða faraldur sem verður þjóðinni og þér til blessunar.

það mikilvægast við að gera góðverk er það að segja ekki frá því, hvert góðverk sem við gerum af heilum hug og með góðum ásetningi gerum við til dýrðar Guði ekki okkur sjálfum. Ég skora á ykkar að gera góða hluti fyrir náungan, ekkert er of lítið ekkert er óþarfi þegar hjálparhönd er veitt, allt gott sem þú lætur að þér leiða er þér til góðs.

Jesú sagði að það sem við mundum gera þeim sem minnst mega sín gerum við við honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

það eina sem sem er nauðsynlegt til þess að hið illa sigri er að gott fólk geri ekkert. Svo verum góð við hvort annað.

Jens Sigurjónsson, 29.5.2007 kl. 19:00

2 Smámynd: halkatla

frábær grein

halkatla, 29.5.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband