Velkomin til Íslands hér má menga!

Ok ég geri mér fulla grein fyrir því að erfitt er að búa á Vestfjörðum þessa dagana, enn er það ástæða til þess að fórna landi í mengunarbúskap? Ég skil ekki svona hugsunarhátt, rosalega langar mig að taka alla kvótakóngana og hirða af þeim auðinn, þeirra græðgi er að tröllríða þessu landi, fólk er að missa atvinnu og íhugar núna koma á stórhættulegum iðnaði á Vestfjörðum sem eru svo torsóttir jafnt að vetri sem og sumri,  af landi og sjó og koma með olíu á skipum í tonnatali, er fólk búið að gleyma öllum umhverfisslysum sem tengjast olíuflutningum?

Nýi landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra er örugglega hugsað til föður síns, sem var ríkasti maðurinn á Bóló Guðfinnur gamli, sem átti allt sem tengdist fisk þar á bæ.  Sá gamli elskað að fá sér göngutúra og kíkja á sitt veldi, ætli honum hefði órað fyrir því að þegar fram liðu stundir yrði fiskurinn ekki aðal atvinnu greinin á Vestfjörðum að allt sem hann átti er orðið að engu.  Skondið ef maður hugsar út í það, hvert fór kvótinn og hver seldi hann og hver varð ríkur?  Samt sem áður eru Bolvíkingar til fyrirmyndar enda dugnaðar fólk sem hefur sýnt sig og sannað að hægt sé að berjast og sigra þótt á móti blæs.  Ég trúi því að þeir hafa það sem þarf til þess að koma Vestfjörðum á réttan kjöl, enda er sjálfur lykilinn að fjársjóði miklum falin þar í vatni sem ég ekki lengur man nafnið á, merkileg þjóðsaga þar á ferð.Wink

Nei ég er ekki Bolvíkingur (eða sjálfstæðiuppi) stoppaði þar við í smá stund á ævi minni enn minningarnar og fólkið þar er ógleymanlegt.  

Enga mengun á Vestfirði....Sick 

 

24.5.07 leiðrétting, Einar kr Guðfinnsson er sonarsonar gamla mansins sem hét Einar líka hann átti allt sem tengdist fisk á boló.  Svo að það sé rétt.  Guðfinnur gamli í ofangreindu ætti því að vera Einar gamli. Biðst velvirðingar á þessari villu.


mbl.is "Ísland er kjörinn staður fyrir olíuhreinsistöð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt sennilega við Einar gamla Guðfinnsson, Linda, í þessum pistli þínum, þ.e. Bolungarvíkurjarlinn, afa EKG. En ég er sammála þér um ósvinnu olíuhreinsistöðvarinnar, sem spýr frá sér mikilli mengun. Ég vík að þessu í bloggi sem ég sendi út á eftir, þótt þar sé mest fjallað um kvótakerfið. - Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 23.5.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Linda

Heyrð já það er rétt hjá þér, vitanlega var sá gamli afi hans, rosalega getur minni verið villandi.  Set leiðréttingu á færsluna.

Linda, 24.5.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband