Sannleiks rödd í hafsjó af lygum....

Mikið afskaplega er sárt að vita af þjáningunni í Aleppo, engin dregur i efa hversu slæmt ástandið er, slíkt væri firra.

Leiðari minn er hinsvegar lýsandi um ástandið í  miðlum almennt og yfirleitt, sannleikurinn er hálfsagður og er því oftar enn ekki, ekki allur sannleikurinn. Maður þarf að leita lengra enn í hina almennu pressu, og ef vilji er fyrir hendi er hægt að finna alla söguna.  Ein slík sem segir frá aðstæðum í Sýrlandi er Eve Bartlett. Ég ætla að gefa frétt um hana orðið, í þessari frétt er líka að finna frétta fund með henni þar sem hún fer yfir málin og hvet hvert ykkar, öll sem einn að lesa og horfa á hana.

Það er átakanlegt að fá sannleikann frá fréttamanni sem hefur verið á svæðinu og getur sagt frá af heillindum og með áræðanleika þar sem vestrænir miðlar, sem lúta pólitískum þrýstingi geta ekki reist við hönd, það er ekki hægt að þagga niður í henni því hún er ekki skuldbundin neinum miðlum hún tilheyrir frjálsu pressunni.

Ég mun næstu daga birta aðrar fréttir og aðra tengla sem þið getið nýtt ykkur til þess að þið getið haft frelsi til þess að heyra allan sannleikann og ekkert annað enn sannleikann.

Með því að smella á nafnið hér fyrir neðan, er farið beint með ykkur á fréttina.

Eve Bartlett

 

Sannleikurinn er oft sárari en við gerum okkur grein fyrir, nógu slæmt var það fyrir. Það er mín von að fólk fari að leita til frjálsra miðla og verði virkt í að leiðrétta eða koma með viðbætur sem sumir miðlar vilja ekki eða hreinlega geta ekki sett í prent. Hendur fjölmiðlanna eru oft í hlekkjum pólitísks þrýstings og rétttrúnaðs.

quote-people-demand-freedom-of-speech-as-a-compensation-for-the-freedom-of-thought-which-they-seldom-use-soren-kier.jpg


mbl.is 50.000 enn föst í Aleppo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband