Útvarp saga og tíðni stríðið - Útvarp saga og eða skoðunarkúgun

shutterstock_187662866.jpg25 nóvember næstkomandi mun Útvarp Saga hætta að senda út á tíðninni 102.1. Póst og fjar hefur að öllu óbreyttu ákveðið að þessi stöð megi ekki lengur nota þessa tíðni, eða sæta dagssektum upp að 500.000 krónum.

 

Það er nokkuð ljóst að hér er ekki allt eins og það á að vera, eina stöðin á landinu sem leyfir fullt málfrelsi, þar sem fólk fær að tjá sig um mál sem þeim liggur á hjarta, mál sem oft eru afskaplega viðkvæm í samfélaginu og skapa of deilur, jafnvel aðsúg að auglýsendum á Útvarp sögu.

 

Hugsið út í þetta, hvers virði er málfrelsið, hvers virði er tjáningarfrelsið, ef við byrjum á að höggva á greinar trésins sem heitir frelsi, einn grein í einu hversu stutt er í það að þitt frelsi þín lífsýn verði fórnað fyrir pólitískan rétttrúnað og skoðunarkúgun, lífstílskúgun ef til vill.

 

Það er rétt að margar skoðanir þarna inni eru manni ekki að skapi (dæmir hver fyrir sig) hinsvegar verðum við að hafa í huga að í þvfree-speech-eliminated.jpgí nákvæmlega fellst frelsi, ertu móðguð/móðgaður gott mál, ertu reið/reiður gott mál, eru glöð/glaður gott mál, er þér umhugsað um málefni líðandi stundar gott mál. Þannig á það að vera þú hefur rödd þú átt að getað viðrað þína skoðun í máli og orði án þess að þaggað verði niður í þér. 

Það er ekkert EN í málfrelsi, það er ekkert EN Í FRELSI þó óþægilegt ku eftirvill að hugsa það þannig.  Setjið EN fyrir framan það sem ykkur þykir sjálfsagt og skoðið þær tilfinningar sem slíkt vekur.

 

Samkvæmt lögum og Stjórnarskrá Íslands ríkir mál og tjáningarfrelsi í landinu.

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1) 1)L. 97/1995, 11. gr.

 

Þarna sjáið þið 74 grein úr Stjórnarskrá Íslands, það er á hreinu að hér ríkir mál og tjáningarfrelsi, þarna sjáið þið líka að það er gert ráð fyrir því að það þurfi að setja lög ef einhver breytingar á þessum réttindum er krafist.  Tökum nú úr greininni ,,Vegna réttinda"

Aðför er gerð að réttindum Útvarp´s sögu, réttindi stöðvarinnar til þess að vera opin og frjáls miðill, réttindi stöðvarinnar til þess að vera til sem óháður miðill hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Málfrelsið er okkur dýrkeypt eða má setja það við stál og er það því auðselt, er slíkt brot gegn persónulegu frelsi einstaklingsins, á þitt einstaklings frelsi undir höggi að sækjast. Blóðugar baráttur í gegnum aldirnar hafa gefið okkur þetta frelsi sem byrjaði e.t.v með Magnacarta hér í okkar heimsálfu (sumir vilja meina það) Hvað sem því líður þá vaknar upp siðferðisleg spurning, hversu dýrkeypt er frelsið og eða hversu auðselt er frelsið.

 

Tökum við þátt í þöggun fjölmiðils vegna þess að við eru óssamála því sem þar kemur stundum fram eða tökum við þátt í því að verja stöðina í nafni málfrelsis og lýðræðis og byrjum á því að kveða niður í pólitískumrétttrúnaði sem hefur afskræmst frá e.t.v góðu upphafi (sumir efast um það)en það er kannski önnur íhugun af minni hálfu og geymist hér með.

Ég hef engin persónuleg tengsl við Útvarp sögu eða stjórnendur, ég hef hinsvegar þá afgerandi skoðun að ráðherrar sem og þingmenn þurfi að standa upp og vernda þessa litlu stöð óháð þeirra afstöðu til Ú.S því hvernig geta þeir réttlætt fyrir þjóðinni að þeim er annt um mannréttindi og frelsi í allri sinni mynd ef þeir leyfa þessa aðför að Útvarp sögu, dæmið gengur ekki alveg upp.

Að lokum íhugið neðangreint fáein orð um merkilegan rétt frá manni sem stóð utan samfélags elítunnar síns tíma.university_censor.jpg

Voltairean principle: “I wholly disapprove of what you say—and will defend to the death your right to say it.”

 

 

 

 

(leiðrétting, tíðnin sem um ræður er 102.1 ekki 102.7, byðst velvirðingar á þessari villu)

Save


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband