Klósett eða ekki klósett, hreint land óhreint land sú er stóra spurningin

111_27746521_s.pngÞað er nú ljóta ástandið í landinu, ferðamannaiðnaðurinn er búin að sprengja af sér öll bönd.  Fólk skýtur og mígur út um öll fjöll og firnindi, klósettpappír flýgur og sóðaskapur ræður ríkjum.  Á samatíma er talað um að þessi iðnaður færir ríkinu nánast jafn miklar tekjur og heilagasti iðnaður landsins sem er til sjávar.  Maður spyr sig hvernig stendur á því að það eru ekki ferðaklóset á förnum vegum, hvernig stendur á því að hinir kláru (háð)Íslendingar geta ekki komið upp aðstöðu víðsvegar um þjóðvegin til þess að sinna þessum þörfum ferðfólks.

Við vitum að nægir peningar eru til. Svo hvað er til ráða, að setja verndartoll við innkomu til landsins sem fer beint í að sinna hreinlæti og lýðheilsu, eða setja klósett gjald á hvert höfuð sem fer í rútur og tekur bíla á leigu.  Þessi peningur færi svo í að koma upp húsaskjóli með klósettum sem og að greiða fyrir bíla og bílstjóra að sinna þessum stöðum, hvað er því til fyrirstöðu að við verndum landið okkar frá þessari mengun, erum við tilbúin að takast á við þá sjúkdóma sem fylgja mannasaur og öðrum líkamsvessum komist slíkt í návígi við vatnsbólin okkar.

Hvað verða ferðamenn lengi að skrifa um neikvæða upplifun af Íslandi og glósettpappír sem flýgur út um allt, kindur far á beit til fjalla og firninda, er það ásættanlegt að okkar hreina náttúra sé full af mannasaur og kindurnar okkar éta og ganga á sömu svæðum.

Þurfum við að setja kvóta á túrista,eða þurfum við að setja okkur í hraðframkvæmdir sjá til þess að landið sé verndað, að lýðheilsa þegna og ferðamann sé vernduð. Þeir sem þjónusta í ferð og flugi bera ábyrgð líka.

Þetta eru afleiðingar þess að hreinlætis sé ekki haft í fyrirrúmi viljið þið þetta hingað.

 

 

Human excreta and the lack of adequate personal and domestic hygiene have been implicated in the transmission of many infectious diseases including cholera, typhoid, hepatitis, polio, cryptosporidiosis, ascariasis, and schistosomiasis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband