Að fasta frá neikvæðri hugsun...vó merkilegt nok

við vitum öll að það er ráðlagt að fasta í NT, við gerum það ekki öll og enda eigum við ekkert að vera tíunda það. Fastan er milli þín og Guðs ekki þín og almennings.  Við eigum líka að fasta með glöðu geði, það á semsagt ekki að sjást á okkur að við séum að fórna.

Almennt hefur verið talað um að þegar við föstum, þá gerum við það með því að fasta frá mat og drykk frá sólarupprás til sólseturs svona sjálfgefin regla. Þetta mun vera hefðbundin fasta, og hún er vissulega góð og ég hef ekkert út á það að setja hvernig fólk fastar, það er þeirra mál og Guðs, honum til dýrðar.

Enn hafið þið heyrt um að fasta frá neikvæðri hugsun W00t einmitt, ég var að heyra þetta í dag, og ég hugsaði með sjálfri mér, vóó. Og meðan ég hugsaði með mér vóó þá kom næsta hugsun og hún var neikvæð "já einmitt þetta er ekki hægt" (svona eitthvað í þessa átt). Og viti menn, algjör uppljómun við hugsum allt of mikið neikvætt, þegar maður reynir að breyta þessu þá finnur maður hvað maður er rosalega neikvæður og það er áfall því maður hélt að maður væri nefnilega svo rosalega JÁKVÆÐUR!!  í alvöru talað reynið þetta, í klt að hugsa ekkert neikvætt, og um leið og þig standið ykkur að því að vera neikvæð, iðrist og byrjið upp á nýtt. 

Prufið þetta með mér, látið mig svo vita hvernig gekk.  Ég ætla að prufa þetta líka og skrifa hvernig mér gekk, og ég ætla að byrja á því að hugsa bara jákvæða hluti í klt og svo koll af kolli. Eins og ég sagði þá eigum við að fasta í prívat, enn þetta er svo merkilegt að ég held að við getum lært af hvort öðrum í þessu ferli, enn munið ávalt að biðja áður enn þið byrjið og gera þetta af heilum hug fyrir Guð með öðrum trúuðum, okkur til uppbyggingar og Guði til dýrðar.

Svo vil ég benda ykkur á Predikara sem heitir Bill Johnson það sem er að ske í húsi drottins þar sem hann er forstöðumaður er ÆÐISLEGT.  Ég ætla líka að sjá hvort bókin hans Supernatural Power of the transformed mind sé til hér á landi, vona það.

Mundu Jesú elskaði þig svo mikið að  hann teygði út arma sína og dó,  fyrir þig.

krossinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála þessum pistli

Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist. amen 

Ef að neikvæðar hugsanir sækja á hugann er gott að segja upphátt Jesús er sterkari!

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Linda

Þú ert best!! Ekki spurning, fæ svo mikinn styrk frá þér.

Linda, 14.5.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: halkatla

geggjuð ábending, þú ert svo frábær. Ég get alltaf lesið þitt blogg án þess að fá áhyggjur af hinum veraldlega heimi,
mikið takk

halkatla, 14.5.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Linda

Úps,notabene ekki lesa nýjustu færsluna þá Anna mín, hún er pínu veraldleg Þó tengist þetta trúmálum.

Linda, 14.5.2007 kl. 20:29

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ aftur ég gleymdi áðan að tilgreina ritningarstaðinn svo hér kemur þetta aftur: Linda það er sigur yfir öllu hugarangri, en oft er gott er að fara á samkomu. ef mannlíður illa hei! ég veit! höldum einhverntíma bloggsamkomu

Síðara bréf Páls til Korintumanna 10:5 Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 20:46

6 Smámynd: Linda

Jæja, ég ætlaði víst að láta það fylgja færslunni hvernig mér gekk að fasta gegn neikvæðri hugsun.  Oh my, oh my, rosalega var þetta erfitt,  þegar ég íhugaði hvað ég varð neikvæð yfir þá var ég að pirrast á hlutum sem skipta engu máli, nákvæmlega engu.  Íhugið það, neikvæð hugsun er óþarfa hugsun enn hefur afgerandi áhrif á líðan þíns og míns.  Ég ætla að halda áfram að fasta gegn NH og ég trúi því að mér mun takast að verða bjartsýn og jákvæð í framhaldi af því..ok bjartsýnni og jákvæðari.

Ps. þó ætla ég að halda áfram að skrifa um árásir gegn trúuðum, þetta eru pistlavottar og þeir eiga það skilið að GLEYMAST EKKI!

Linda, 15.5.2007 kl. 01:11

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Amen. Þessi neikvæðni getur verið svo niðurbrjótandi fyrir okkur og aðra. Hún stangast alveg á við kærleikann. En.... Þetta er auðvitað erfitt.

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.5.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband