Enn og aftur er rit og saga Biblíunnar

staðfest með vísindum fornleyfafræðinga.  það er alltaf gaman að heyra svona fréttir og þó sérstaklega fyrir  þá sem hafa verið  í vafa um sannleiksgildi sögulegt gildi frásagna í biblíunni.

Jesú sagði við efasemda Tómas " af því þú hefur séð mig og snert sár mín þá trúir þú" enn þeir sem hafa ekki séð mig og trúa samt munu blessaðir verða!

Trú hefur ekkert með sönnun að gera, trú er æðri sönnunum.  

Gröf Heródesar er fundin og  enn einn nagli til viðbótar er komin í kistu þeirra sem hundsa biblíuna sem sagnfræðilega traust rit. Dýrð sé Guði.

Heródes

Til eru þeir sem eru ekki nefndir á mínu bloggi sem vilja telja fólki trú um að þetta tengist ekki Kristi, þetta er af og frá, þessi fundur tilheyrir mjög okkar trú Gyðings/Kristni þó ekki séu beinar sannanir að svo stöddu þá er þetta líklega Heródes hinn mikli faðir Heródes Antipas. Hægt er að lesa um sögu Heródesar hér, létt og auðlesið en á Ensku.

 

smávægilegar breytingar á texta eftir að færsla póstaðist upprunalega.


mbl.is Gröf Heródesar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég tek aðeins á þessu efni um síðustu helgi. En ég held að Guð segi "I told you so..."

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 8.5.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Linda

hehe nákvæmlega. 

Linda, 8.5.2007 kl. 00:20

3 Smámynd: Linda

ég hef tekið þá ákvörðun að leyfa ekki athugasemdir frá þeim sem tengjast stefnu sem er  óvinveitt trú minni  hér á mínu bloggi,  þetta er persónuleg ákvörðun um að halda umfjöllunni Guði til dýrðar.

Annars er allir velkomnir á bloggið mitt, séu þeir trúaðir, eða leitandi eða efins, svo framarlega að Jesú og Guð verði ávalt í hávegum haft þegar færslur mínar tengjast þeim málum.

Friður til ykkar

Linda, 8.5.2007 kl. 01:18

4 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Við meigum ekki taka það frelsi sem Guð gaf öllum mönnum að tjá sig, frá þeim. Sá réttur er alger. Guð leifir fólki að hafa rangt fyrir sér alltaf. t.d þegar Guð kom inní Eden og leitaði af Adam. Hann spurði Adam hvar ert þú... Guð vissi uppá hár hvar hann var en Adam hafði frelsi til að gefa sig ekki fram.

En þetta er nú bara mín skoðun.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 8.5.2007 kl. 15:22

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gott mál með Heródes Ég styð þig í þessu Linda með að takmarka athugasemdir,  því þeir Hjalti Rúnar Ómarsson og Friðrik Skúlason (púkinn) iðka það að svívirða allt sem kristni stendur fyrir og umræðan á blogginu fer of oft í leiðinlegar réttlætingar í stað þess að vera uppbyggileg og málefnaleg. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:13

6 Smámynd: Linda

Eiríkur ég er ekki óssammála þér, hinsvegar er ég ekki hér til þess að sanna krist fyrir neinum heldur einfaldlega að upphefja hann  eftir bestu getu þó aum sé. Þeir sem ég gef ekki byr undir bátinn hér trúa ekki  og gera hvað sem þeir geta til þess að snúa út úr okkar orðum, það er til betra fólk enn ég sem berst þeirri baráttu enn ég og Guðrún. Kannski þú :) Þetta eru eflaust ágætis fólk, enn þeir stunda námskeið sem kenna þeim að snúa út úr og bera fyrir veraldlegri rökhyggju sem er ekki í þágu Guðs. Því hvað er veraldlegt við Guð.

Kv.

Linda, 8.5.2007 kl. 19:10

7 Smámynd: Púkinn

Púkin skilur nú ekki hvað þessi fornleifafundur á að staðfesta í Biblíunni.  Þetta er ekki illa meint, en málið er bara það að tilvist Heródesar hefur aldrei verið dregin í efa... þessi fundur breytir einfaldlega engu.

Púkinn, 8.5.2007 kl. 21:00

8 identicon

Kannski breytir þessi fundur ekki miklu fyrir suma .

En þó nokkrir  í heiminum trúa næstum engu úr biblíunni, og telja hana eingöngu skáldskap frá a til ö .

En þegar fleiri og fleiri mannvirki finnast er nefnd eru í bókinni góðu, þá breyta menn vonandi um skoðun, og fari að virða þessa merku bók, og læra af henni . 

enok (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:19

9 Smámynd: Linda

ég ætla að svara þér P. einu sinni í þessum þræði. Vissulega er ekki deilt um það að Herodes er sögleg staðreynd, ástæðan fyrir því að maður er spenntur,alla vegana af minni hálfu, er sú að  hér er um að ræða grafreit manns sem var uppi á tímum  Jesú þ.a.s. circa fyrstu 4 til 6 árin, Hann er faðir Herodes Antipas, sem lét  depa Jóhannes skírara, á tímum þessa manna, H. hins Mikkla, Antipas og Agrippa er hægt að finna  sögulegt samhengi í biblíunni.  Við sem trúum þurfum ekki sannanir á einu né neinu, hinsvegar er við glöð þegar sögulegar persónur eða staðir í Biblíunni er staðfestar. Þetta er spennandi fyrir okkur, því þetta tengist trú okkar tíma sem við höfum mikinn áhuga á.

Þar með hefur þessi fundur mjög mikið við Krist að gera, út frá sögulegu og Biblíulegu samhengi.

Linda, 8.5.2007 kl. 21:28

10 Smámynd: Linda

Enok, dúlla, æðislegt að sjá þig hérna.  Friður til  þín vinur minn.

Linda, 8.5.2007 kl. 21:29

11 identicon

Takk fyrir það snúlla .

Gekk eitthvað illa að skrá mig hér inn um daginn, og hélt að einhverju hefði verið breytt .

En eins og segir í laginu : Reyndu aftur, , og ,here i am , jibbí .. 

enok (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband