Að vera óhrædd/hræddur

Í gær sagði mikilvæg persóna mér í mínu lífi að það væri svo rosalega erfit að hafa  skoðanir sem fylgdu ekki samfélags velþóknun eða pólitískum rétttrúnaði.  Þessi persóna var sár yfir öfga skoðunum þess hóps sem hrópar kærleikur, kærleikur enn þó sjálfir hafa bara  kærleika ef þú/þið eruð nákvæmlega sömu skoðunar og hún/hann trúarlega.

Það vill svo til að ég er að lesa dagleg trúarlega hugvekju sem heitir "Daglegt Brauð" eftir Carl Fr. Wislöff.  Fyrir daginn í gær benti rithöfundur á þessa ritningar grein "Ótti við menn leiðir til snöru en þeim er borgið sem treystir Drottni"(orðskv. 29.25) hann talar um m.a að þeir sem eru orðnir nýtrúaðir þora ekki að koma fram vegna ótta við hvað fólk ku segja eða gera. Davíð konungur var spurður hvort að hann vildi deyja úr sulta eða vera framseldur mönnum, hann valdi fyrri kostinn. 

Enn Drottin/Guð  er ávalt til staðar þess vegna er hægt að hafa fullkomið traust á hann og orðið sem hann gaf þeim sem honum hafa þjónað í gegnum aldirnar, því hann sagði "Hræðist ekki þá sem líkamann deyða en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti" (matt 10.28)

Jesú lofaði okkur aldrei að trúarafstaða okkar yrði okkur aðveld, í raun sagði hann að vegna trúar okkar á hann mundum við ofsótt verða.  Hér á Íslandi eru vitanlega ekki ofsóknir í þeim skilningi sem það orð gefur til kynna, það er hinsvegar ekki hægt að segja það sama um það sem er að ske úti í hinum stóra heimi.  Það sem er að ske hér, er af öðru meiði og þó hræðilega særandi fyrir trúaða, það er ljúgvitni og rangsakir sem eru bornar á borð eins og um sé að ræða sannleika sem á engar stoðir í raunveruleika. 

því er okkur alveg óhætt að standa á orðinu sem Jesú gaf sínum mönnum.  Kærleikur er meira enn ást og umburðalindi, hann er kennsla, hann ávítar og leiðréttir og hann elskar. Við verðum að muna að Guð skiptir ekki um skoðun, það eru menn sem gera það, og því er það sem menn gera sem er ekki Guði alltaf þóknanlegt.

Engilláhimnastiga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig Linda !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.4.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

AMEN!!!!!!!!!!!!!!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Sæl, þú skrifaðir í gestabók mína að ég bæri á þig "ljúgvitni". Athyglisverð fullyrðing, sem mér þætti ósköp vænt um að fá nánari skýringu á.

Eins hitt, hver þessi Linda er. Get ómögulega greint andlitið á myndinni sem fylgir nafninu. Ekki skammast þú þín svo fyrir sjálfa þig að þú getir ekki sýnt þitt rétta andlit, er það? Því trúi ég nú ekki, en það er svona siðaðra að koma fram undir nafni og persónueinkennum og standa þannig við orð sín.

Viðar Eggertsson, 30.4.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Linda

Mig skal ekki furða að þú þekkir ekki myndina, þetta er Jesú  Ég er hér undir nafni, reyndar er bloggið undir fullu nafni enn fyrst þetta er þér svoa mikið mál þá er það Einarsdóttir. Nú, ´þú berð ljúgvinti þegar þið ásakið trúaða um fórdóma vegna þess að skoðanir þeirra eru ekki eins og þinar.  Þið talið um að við skiljum ekki biblíuna bara af því við útilokum ekki að hún sé innblásin af Guði og að sydnir falla ekki úr gildi vegna tíðarandans. Ég hef aldrei verið sek um fordóma eða koma fram við fólk öðruvísi enn ég vil að það komi fram við mig, ég er afskaplega mjúk og hlý sál.  Enn veistu þú og þínir góðu vinir eiga bara þakkir fyrir, ég hef aldrei áður verið ásökuð fyrir að vera of trúuð  Ég er ótrúlega glöð og ég mun biðja Guð um að blessa þig vegna þess.

Ps. þegar ég hef verið harðorða þá hef ég beðið afsökunnar og það hefur verið einu sinni sem skapið hefur fengið að hlaupa fram úr sál minni. 

Linda, 30.4.2007 kl. 22:09

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég held einmitt að Jesú hafi verið að tala um og í samtímann.  Gagnrýna samferðamenn sína og yfirvöld.     Það var hættulegt að vera skoðanabróðir hans. Fólkið sem fylgdi honum var ofsótt af ráðamönnum og látið í fangelsi. Jesú blöskraði óréttlætið.  Hann hvatt fólk til að gefa með sér það sem það átti.  Mér finnst svo skrýtið að það kristna fólkið er einmitt mjög oft mikið ,,hægra" fólk. Taktu t.d. Bush forseta þó hann sé ekki endilega það sem ég r að meina.  Það er hægt að líta miklu nær.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.4.2007 kl. 23:44

6 Smámynd: Linda

Bára ertu þá að segja að það sem Jesú sagði á engann vegin við okkar tíma? Eru orð hans því Dauð og ógild? Nú er ég ekki  að fatta hvað þú átt við. Endilega útskírðu betur.

Linda, 1.5.2007 kl. 00:12

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Orð merkra manna eiga alltaf við en það verður að taka þátt í umræðu hvers tíma fyrir sig ekki hengja sig í gamla tíma og kreddur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.5.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þórdís, Jesús er ekki maður þess tíma sem hann var í holdi og gekk á jörðu, hann er upprisinn og lifir í dag, eðli mannsins hefur ekkert breyst, þó svo að umgjörðin hafi tekið breytingum. Fólk er í dag ofsótt víða um heim fyrir að fylgja honum. Af hverju ertu að blanda Bush í þessa umræðu? er fólk vinstra megin við miðjuna ekki kristið?

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:31

9 Smámynd: Linda

ah þetta er svona sem er algeng hugsun innan þjóðkirkjunnar. "hann er upprisin jibbý" búið ekki fleirri kraftaverk og syndin er ekki lengur synd fyrir Guð, því hann hefur skipt um skoðun. málið er hann hefur ekki skipt um skoðun, við eigum að leita hans, og lesa orðið, því Jesú sagðu sjálfur "eins og á dögum Nóah" hvernig eigum við að vita hvað hann átti við með þessu nema að lesa Biblíuna og og fara eftir leiðsögn bókarinnar eftir bestu getu.  Þetta virðist fara rosalega fyrir hjartað á mörgum, ég er ekki alveg að átta mig því afhverju svo er.

Enn Knús til þín, endilega lestu NT, bendi þér á minnsta kaflan, Judasarbréf, verulega skemmtileg lesning..knotskurnar miðuð ritning. 

Linda, 1.5.2007 kl. 18:34

10 Smámynd: Linda

Hæ Guðrún, þú ert æði og ég er svo glöð að vera trúsystir þín. Knús.

Linda, 1.5.2007 kl. 18:35

11 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Svar til til Guðrúnar.  Kenningar Jesú eiga enn við og alltaf finnst mér. Ég nefndi Bush því mér finnst hann öfgasinni og stríðsmaður sem kennir sig við Krist hann er mikill hægri maður en Jesú var jafnaðarmaður hann vildi að þeir ríku gæfu öll auðæfi sín fátækum og sagði að það væri erfiðara fyrir ríkann mann að komast til himnaríkis en fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga .  Ég get ekki frekar en neinn aðrir svarað hvort þessi eða hinn,  vinstri eða hægri  séu kristnari en aðrir. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.5.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband