Kletturinn

 

klettur lífsins 

Hversu einlæg sál mín stendur hér

í ólagandi sjávarins nið ,

klettur sem fótfesta heldur mér

þegar veröld þessi mig nær að falli ber

Ólgandi sjór og brota byr

þjakast að sálu minni

En kletturinn sem styður mig

heldur Sálu minni

Veistu mín sál hver þinn Herra er?

Veistu, hann er þinn klettur hér.

þakklæti þínu votta nú

Þínum Herra sem þig ávalt ber.

Hjartsláttur sálu minna óðan þver

og veit hvar Herrann er að finna,

kletturinn sem undir fótum er

er Jesú Drottinn minn og Herra

Því óverðskuldug er mín auma sál

að sitja Drottinn Guði hjá

Náð og miskunn hann veitti mér

kærleika og visku hann kenndi.

Lát því sál mín eigi gleymast þér

að lausn þín er bundin hans náðar veg

sem mjór og þröngur er

Enn ávalt mun  miskunn veita þér.

Mundu sál mín Jesú þinn

Mundu að hann er lausnarinn

bið þú hann að bænheyra

alla þá sem hans leita!

Gef honum allt þítt ljós og líf

svo boðun hans mun gæta þín

því hverfullt allt sem á jörðu er,

enn lengri er eilífðin fjarri þér

minn blessaður Drottin og Herra

róse

Höfundur

lre

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá Linda ! Þvílíkt ljóð ! Þú ert yndisleg að birta svona ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Linda

Takk Haukur þetta kom til mín eftir langa og mikkla bæn, þar sem ég heiftina sem er í garð þeirra sem trú að fótum Guðs.

Linda, 27.4.2007 kl. 20:16

3 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Þetta ljóð blessar sál mína og anda. Kærleikur Guðs gekk alla leið til að við mættum eignast  eilift líf með Jesú. Hann er dásamlegur vinur og frelsari. Blessun og friður margfaldist þér til handa Linda mín.

Helena Leifsdóttir, 27.4.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Linda

Takk Helena það gleður mig að þetta gaf þér blessun. Allt Guði til Dýrðar.

Linda, 27.4.2007 kl. 23:17

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ljóðið er fallegt og hughreystandi. Ólgusjóar lífsins eru þeirrar gerðar að erfitt er að sigla þá án góðrar leiðsagnar. Megi Drottinn allsherjar vaka yfir þér og vera þér vörn á andvökunóttum. "Vígamenn" Hans munu sjá um veraldarvafstrið og taka þá storma í fangið, sem stráin geta ekki annast. Og í logninu og kyrrðinni er starfið margt og þar líður hinum góðu best.  

Gústaf Níelsson, 28.4.2007 kl. 01:39

6 Smámynd: Linda

Æi takk fyrir Gústaf, ég er svo hræð yfir orðum þínum að ég og mitt viðkvæma hjarta fáum bara tár í augun.  Þú skilur mig vel út frá mínu ljóði og skrifum, ég bið þér blessunar kæri vinu og takk aftur.

Linda, 28.4.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband