Trú og politík

auðurÉg er nú þeirra skoðun að pólitík og trú eigi ekki samleið, ég er ekki segja að þeir sem eru í pólitík séu ekki trúaðir, veit ekkert um það og ég dæmi þá ekki út frá því hvort þetta ágæta fólk trúi(ef stjórnamálamenn konur hafa sýnt gyðingar hatur dæmi ég óspart og kýs þann flokk ekki). 

Það sem skiptir mig máli er hvort stjórnamála menn  geta yfir höfðu stjórnað þessu landi á heilbrigðan og skapandi hátt.  Að þeir hafi alltaf í huga að þeir sem minna mega sín í þjófélaginu og eiga undir höggi að sækja, séu þeir sem skipta mestu máli. Því ekki er þörf að hjálpa þeim sem eiga allt og vantar ekkert sem eru hraustir og sterkir líkamlega.  Enn samt virðist þetta vera reyndin, þeir sem minna mega sín verða fátækari og fátækari og þeir sem eiga hafa mest fá mest til baka frá ríkinu í formi skatta þóknunar og annarskonar pólitísk faðmalags.

 Hvernig má það vera að þeir sem eru fátækastir hér á landi borga (að sögn þeirra sem vita meira en ég)hærri skatta enn þeir ríku í þessu landi, hlutfallslega, hvernig getur þetta tíðkast hér í þessu ríka landi.  Hefur ríkið ekki efni á því að hækka skattleysismörk þeirra sem fá lægstu launin, ætli þeir séu eins og ríkimaðurinn í biblíunni sem gekk fram hjá fátækum manni við inngang heimili síns á deigi hverjum og lét sem hann sæi hann ekki, þar sem Lasarus sat í eymd og volæði, fer fyrir okkar ágætu ráðamönnum eins og þeim manni (þeim ríka)? það vona ég svo sannarlega ekki.

Heilbrigðismál, velferðarmál og kjaramál skipta megin máli í dag, það er kominn tími að fólk fara að líta  í eigin barm og segja" hingað og ekki lengra" við Íslendingar ætlum að gera góða hluti, útríma fátækt eins og hún leggur sig, ef við þurfum að byggja íbúðir fyrir fátæka til þess að búa í 6 mánuði til árs á meðan þeir koma undir sig fótum á ný þá gerum við það. Ef við þurfum að gefa fátækum matarpeninga svo það góða fólk geti haft ofan í  sig, þá gerum við það í formi debets reiknings einungis til nýtingar í Bónus eða krónunni 30.000 á mánuði ætti að hjálpa þeim sem þurfa að borða hunda mat til að lifa af mánuðinn.  Ef við þurfum að gefa þeim sem minn mega sína tannlækna og heilsugæslu þjónustu fría þá gerum við það.  Af hverju? vegna þess að þó fólk sé fátækt þá er engin ástæða að það eigi ekki að geta borðið höfuð hátt alveg eins og þeir sem eiga nóg fyrir sig og sína og/eða stjórna þessu landi. Það kemur sjálfsagt einhverjum á óvart, enn það hjálpar einginn fátækum manni upp úr fátæktinni með því að halda honum/henni þar.

Enn ætli þessi draumsýn mín fá nokkuð byr undir vængi... hver veit. 

Ég bið þess Frelsari minn Jesú að þú blessir ráðamenn þessa lands og opnir hjarta þeirra og vilja til rótækra aðgerða í þágu þeirra sem minna mega sín.  Blessaðu þessa þjóð sem hefur svo mikkla möguleika á því að verða til fyrirmyndar í heiminum ef þeir bara mundu hlusta á þöglu tárinn sem er eymd þeirra þegna í þessu landi. því hvernig getum við réttlætt að gera góða hluti út í hinum stóra heimi ef við gerum ekki góða hluti í okkar eigin landi. 

fátækt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Æ hve ég er sammála þér. Hvað ég vildi að þú værir í forsvari fyrir einhverjum stjórnmálaflokki sem ég gæti kosið. Við höfum alltaf verið nánast með sömu skoðanir á Pólitík. 

 Má ekki slóra... Nú hringir þú og skammar mig fyrir að vera ekki að læra...

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.4.2007 kl. 10:26

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála þér.  Trú og gömul trúarrit geta ekki verið ritual fyrir stjórnararskipan í breytilegum heimi.  Þetta með skattana það þarf að taka í dæmið 10 ára tímabil t.d og skattleysismörkin þá  kemur óréttlætið í ljós. Skattaprósentan er í sjálfu sér sú sama hjá öllum í grunninum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.4.2007 kl. 17:08

3 Smámynd: Linda

Takk fyrir innlitið góðu vinir :)  Enda má ekki gleyma því að þegar maður hugsar um pólítík þá er heiðarleiki ekki endilega samasem merki þar á milli.

Linda, 29.4.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég segji nú bara amen við þessu Linda! Ég hef satt að segja ekki hugmynd um það hvað ég á að kjósa, ég fer alltaf eftir því hvaða fólk er í framboði (engin flokkstryggð hjá mér) kristið siðferði skiptir þar mjög miklu máli. (vera góður við þá sem minna mega sín) nú og sjálfstæði Íslands er mikilvægt. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Látum alla með breið bök borga meira nema mig.

Björn Heiðdal, 29.4.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Linda

Björn, ´þú kemur iðulega með kaldhæðnina inn í innlegg, hinsvegar ef við eigum að standa undir velferðarsamfélag þá skulum við sko þurfa að standa við það.  Ég er svo lánsöm hafa verið með breytt bak í mörg ár og þurfti ekki að hafa mikklar áhyggjur af þeim sem minna máttu sín, enn lífið er ekki réttlát, því breytt bak brotnar líka og þarf á hjálp að halda og því ætti sú hjálp að liggja fyrir og vera réttlát.

Enn ég bið þér friðar Björn.

Linda, 29.4.2007 kl. 22:06

7 Smámynd: Linda

takk fyrir þetta Inga. Og bið þér friðar og hamingju.

Linda, 30.4.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: halkatla

vá þetta er stórkostleg grein og falleg bæn í endann sem ég ætla að hafa í huga. Guð blessi þig Linda.

halkatla, 1.5.2007 kl. 16:20

9 Smámynd: Linda

Takk Anna Karen, Guð blessi þig líka.

Linda, 1.5.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband