Guðs orð er varðveitt.

kærleikurguðsKirkja landsins hefur gert það sem henni er boðað að standa vörð um orðið og sáttmála Guðs við manninn.  ER ég glöð yfir þessu, já það er ég.  Ég gleðst vegna trúar minnar vegna þess að orð Guðs hefur sigrað stríð sem var barist á mörgum vígstöðvum gegn því. 

Þrátt fyrir þennan sigur þá megum við ekki gleyma því að Jesú sagði "sá yðar sem hefur ekki kærleika hefur ekki mig"  orðið kærleikur hefur verið notaður sem vopn gegn kristnum gildum í mörg ár og aldrei meira enn núna sem er algjör firra.  Jesú boðaði líka að við ættum að áminna hvort annað þegar þörf er á, þetta á líka við syndina, því hann sagði líka elska skaltu syndarann enn ekki syndina. Því má segja að orðið kærleikur sé meira enn sykurpúðar og bómull, þetta má ekki gleymast.

Þeir sem segja að trúaðir á Jesú hati samkynhneigða bera ljúgvitni gegn söfnuði Krists. Samkynhneigðir eru velkomnir í söfnuði landsins enn þeir eins og við hin  sem syndgum verða líka að sitja undir orðinu þegar það dæmir gjörðir okkar, ég efast um að þetta ágæta fólk telji sig vera eitthvað betra enn við hin. Verið velkomin í kirkjur okkar þið munið mæta kærleika og ef þið gerið það ekki látið mig vita ég skal fara með ykkur.

Við skulum því gæta hógværðar í orðum okkar yfir þessum merkilega sigri og muna að  Guð á dýrðina.

Peace-Dove

Sálmarnir 1:1

Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði

 


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn hafði þetta að segja um þetta mál. Ég er nú hræddur um að við verðum aldrei sammála.

Púkinn, 25.4.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: halkatla

ég er ábyggilega sammála púkanum að þessu sinni - en ég samgleðst með þér Faith

málið er einfaldlega að þeir sem voru ekki hlinntir hjónavígslu samkynhneygðra í kirkjunni hafa miklu betri rök. Ég er ekki skráð í kirkju þannig að ég tel mig meta þetta hlutlaust. 

halkatla, 25.4.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guð elskar homma og lesbíur, og gaf sinn elskaða son fyrir þau eins og okkur hin. Kirkjan er þeim opin einsog öllum öðrum. Enginn er öðrum fremri frammi fyrir Guði, og eina leiðin til að fá að vera hjá honum að þessu lífi loknu er Jesús, og enginn hefur rétt til þess að taka Jesú frá hommum og lesbíum.  kirkjulegar athafnir eru byggðar á Biblíunni sem er byggð á orði Guðs sem að lítur á samkynhneigð sem synd, og þess vegna er ekki hægt að vígja samkynhneigða í heilagt hjónaband. En gerð verður athöfn sem blessar parið. Það er útilokað fyrir nokkra manneskju að lifa syndlaus, þessvegna höfum við öll Jesú til að leita til.  Guð blessi ykkur öll

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Er samkynhneigð synd? Í hverju er synd samkynhneigðra fólgin? Er einhversstaðar haft eftir Jesú Kristi að samkynhneigð sé synd? Hvað ætli hann hafi átt við þegar hann sagði: sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum?

Ég bið fólk vinsamlegast að vara sig á að stunda ekki grjótkast í garð samkynhneigða undir yfirskyni trúarbragða.

Jóhannes Ragnarsson, 25.4.2007 kl. 21:57

5 Smámynd: Linda

Ég bið þig Jóhannes að stunda ekki grjótkast í garð kristina manna og kvenna hér inni.  Gerir þú það aftur verður þín skoðun fjarlægð. Ég fyrir þig fyrirdæminguna í okkar garð.

Linda, 25.4.2007 kl. 22:23

6 Smámynd: Linda

"fyrirgef" ekki "fyrir.."

Linda, 25.4.2007 kl. 22:25

7 Smámynd: Linda

Og svo ég svari þér   og þinni ofnotuðu vopnaritningu vantrúaðra og pólitískréttrúnaðs þú skrifar "sá yðar sem syndlaus er"  bendi ég þér á að hann (Jesú) sagði líka " far og syndga ekki framar." 

Skulum reyna að syndga ekki upp á náðina sem er fyrirgefning.l

Friður til þín í Jesú nafni.

Linda, 25.4.2007 kl. 22:33

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sæll Jóhannes. Ég tel ekki að nokkur sem hér ritar segi sig vera syndlausan, það er einfaldlega okkur ofviða. ég á góða samkynhneigða vini og veit að þeir standa jafnnálægt Jesú og hver annar.  Páll postuli talar um samkynhneigð sem synd og víða annarstaðar í Biblíunni má sjá fjallað um hana sem synd.   Grjótkastið getur beinst að miðlum, spákonum, þeim sem sofa hjá fleiri en einum um ævina, skattsvikurum,gráðugum bankastjórnendum sem plata fólk til að taka lán sem það ræður ekki við, okkur sem borðum of mikið,  þeim sem tala illa um aðra, okkur sem langar í fullt af hlutum sem eru girnilega auglýstir, okkur sem gefum ekki nógu mikið til fátækra, og okkur sem skortir meiri kærleik til þeirra sem minna mega sín, og endalaust er hægt að bæta við í grjótkastið. Guði sé lof fyrir frelsarann Jesú sem galt syndina okkar með blóði sínu. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 22:36

9 Smámynd: Linda

  Guðrún, ég þakka þér fyrir að styðja mig.  Þú er mér mikil blessun.

Linda, 25.4.2007 kl. 23:11

10 Smámynd: Högni Hilmisson

Segjum aldrei : ég er í Ljósinu  ( sannleikanum ) , en orð okkar eru  myrkur ( lygi  ). Linda ég dáist að þínu framlagi, og stið þig heilshugar. hafa þeir, sumir, ekki gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri.  höfum því focusinn á sannleikanum í lögmáli lífsins.  Takk Linda

Högni Hilmisson, 26.4.2007 kl. 10:59

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig Linda mín, þú ert okkur trúuðum til sóma !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband