Leiðsögu hundar fyrir sjónskerta

Égvil benda fólki á að lesa bloggið um Fönix þetta er blog um Íslenska konu sem er að kynnast því að nota leiðsögu hund sér til stuðnings og já sjálfstæðis, þetta er yndislegt blogg, þó ekki síst vegna þess að það gæti svo farið að á næsta ári koma fyrstu leiðsögu hundarnir til íslands (gæti verið einn fyrir) þetta er merkilegt skref fyrir okkar þjóð og er löngu tímabært.

Þetta mun hafa í för með sér breytingar, þ.a.s. ef við viljum vera réttláta og hjálpa þeim sem eru sjónskert. Leiðsögu hundur í eðli sínu og þjálfun eru augu þeirra sem ekki sjá, þessir hundar hafa sér merkingar sem enginn getur misst af, t.d. vesti í æpandi lit.  Þessir hundar eiga að aðgang að almennings samgöngum, verslunum, kaffihúsum, kirkjum o.s.f.v.

Helena skrifar um þetta allt saman.  Vert er að taka fram að fólk með leiðsögu hunda tekur tillit til þeirra með ofnæmi, t.d. í flugi er látið vita að það verði leiðsögu hundur um borð til þess að fólk með ofnæmi geti gert ráðstafannir.  Nú ef það svo kemur upp á að einhvar hafi ekki vitað af hundinum og er með ofnæmi þá er þetta blessaða fólk alveg til í að fórna sæti og fara með næstu vél, enda skilur það takmarkannir manns líkamans manna best. 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já dýrin eru góð og gild sérstaklega í svona tilfellum eins og þú lýsir.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.4.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Högni Hilmisson

já svona á þetta að vera. Hundurinn á að vera þarfur og nothæfur þjónn og félagi mannsins, eins og hesturinn, kýrin og kindin svo ekki séu nefndar hænur eða geitur.  ekki bara fyrir megrunina, eins og stundum hundahaldið.

Högni Hilmisson, 22.4.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Högni Hilmisson

já svona á þetta að vera. Hundurinn á að vera þarfur og nothæfur þjónn og félagi mannsins, eins og hesturinn, kýrin og kindin svo ekki séu nefndar hænur eða geitur.  ekki bara fyrir megrunina, eins og stundum hundahaldið.

Högni Hilmisson, 22.4.2007 kl. 20:02

4 Smámynd: Högni Hilmisson

Afsakaðu mistökin, að aftengjast ekki, eins og greinilega þarf að gera á milli þess sem verið er að commintera á aðrar síður. fyrirgefðu þetta en það ætti að vera auðvelt að hreinsa út svona endurtekningar.

Högni Hilmisson, 23.4.2007 kl. 02:58

5 Smámynd: Linda

hehe ekkert stórmál sko..er ekki búin að læra að taka út, enda til hvers það sem fólk segir á bara að fá að standa.

Linda, 23.4.2007 kl. 04:17

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábært mál! Hvaða hundategund hentar best sem leiðsöguhundar? Munið þið hvað leitarhundarnir stóðu sig vel í snjóflóðinu á Flateyri? Þeir héldu áfram að leita að fólki þó að þeir væru löngu búnir með þann leitartíma sem þeim var ætlaður og væru sundurskornir á þófunum.  

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 22:39

7 Smámynd: Linda

´Blessuð Guðrún, ég veit nú hvaða hundar henta best, en ég hef heyrt að labbinn og golden sé fyrirtaks í svona vinnu og félagsskap.  Ég mundi spyrja Fönix út í þetta. 

Jám hundar eru æðislegar verur sem við getum ekki annað enn verið þakklát fyrir.

Linda, 24.4.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband