Þjónar Krists

Mér þykir miður að prestar þessa lands virðast hafa gleymt tilgangi sínum, að þeir væri hlutur af einni heild sem er líkami Krists, svo ég ákvað að minna þá á þetta kannski á mjög einfaldan máta, enn ég er engin guðfræðingur svo eftirfarandi ritningar flækjast ekki fyrir mér.

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 12:1-28

1
En svo ég minnist
 á gáfur andans, bræður, þá vil ég ekki að þér séuð fáfróðir um þær.
2
Þér vitið, að þegar þér voruð heiðingjar, þá létuð þér leiða yður til mállausra skurðgoðanna, rétt eins og verkast vildi.
3
Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs anda, segir: ,,Bölvaður sé Jesús!`` og enginn getur sagt: ,,Jesús er Drottinn!`` nema af heilögum anda.
4
Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami,
5
og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami,
6
og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum.
7
Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er.
8
Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda.
9
Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu
10
og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal.
11
En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni.
12
Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.
13
Í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami, hvort sem vér erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálsir, og allir fengum vér einn anda að drekka.
14
Því að líkaminn er ekki einn limur, heldur margir.
15
Ef fóturinn segði: ,,Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkamanum til,`` þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður.
16
Og ef eyrað segði: ,,Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki líkamanum til,`` þá er það ekki þar fyrir líkamanum óháð.
17
Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvar væri þá ilmanin?
18
En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist.
19
Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn?
20
En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn.
21
Augað getur ekki sagt við höndina: ,,Ég þarfnast þín ekki!`` né heldur höfuðið við fæturna: ,,Ég þarfnast ykkar ekki!``
22
Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir, sem virðast vera í veikbyggðara lagi.
23
Og þeim, sem oss virðast vera í óvirðulegra lagi á líkamanum, þeim veitum vér því meiri sæmd, og þeim, sem vér blygðumst vor fyrir, sýnum vér því meiri blygðunarsemi.
24
Þess þarfnast hinir ásjálegu limir vorir ekki. En Guð setti líkamann svo saman, að hann gaf þeim, sem síðri var, því meiri sæmd,
25
til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamanum, heldur skyldu limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum.
26
Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir limirnir honum.
27
Þér eruð líkami Krists og limir hans hver um sig.
28
Guð hefur sett nokkra í kirkjunni, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, sumum hefur hann veitt gáfu að gjöra kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum.

Ekki ætla ég að dæma um þetta, enn mér finnst þetta allt voðalega skrítið og leiðinlegt mál, og ekki bætir þetta ímynd kirkjunnar hér á landi, hvort sem hún er þjóðkirkja, fríkirkja eða annar söfnuður.

Hvað mundi Jesú segja við þessu, hann áminnti fræðimenn á sínum tíma og sagði m.a. þetta:

Matteusarguðspjall 23:25

Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér hreinsið bikarinn og diskinn utan, en innan eru þeir fullir yfirgangs og óhófs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, það sannast á okkur mönnunum, að erfitt er að hemja holdsins vilja og um það snýst baráttan. Hins vegar eigum við að áminna hvert annað í kærleika, ef þörf er á því!

G.Helga Ingadóttir, 15.4.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Linda

Takk fyrir að pósta, það er rétt hjá þér að við þurfum að áminna hvert annað í kærleika, það virist samt oft gleymast.

Linda, 15.4.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen stelpur !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 19:12

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þessi lesning er nú bara til að gera hvern mann vitlausan.  Farðu nú út í labbitúr.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.4.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábært blogg. ég las viðtal við fríkirkjuprestinn í laugardagsBlaðinu, og er á því að maðurinn ætti að fá sér aðra vinnu og þá alls ekki í kristnu kirkjustarfi.  Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þá sem að fá spásagnaranda að reyna andann. Það er ekki nóg að tala upphátt Jesús er Drottinn heldur verður viðkomandi að fara í þá skynjun sem að spáorðið kom frá og knýja þar fram játninguna Jesús er Drottinn! Það merkilega er að þó að spáorðið hafi verið guðlegt og jafnvel með tilvitnun í Ritninguna, þá er ekki alltaf sem þessi játning fæst fram frá andanum, svo þá er þetta spáorð ekki komið frá Kristi

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 12:35

6 Smámynd: Linda

Þá tek ég fram Guðrún að Jesú er Drottinn, eins got að hafa það á hreinu

Elsku Bára þarft bara betri gleraugu til að lesa þetta. Knús frænka.

Linda, 16.4.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband