Lítil frétt um stærra mál

Ekkert dregur úr hryllingi mínum við þessa frétt, nema það eitt að þetta er ekkert nýtt á nálinni. ofsóknir gegn Kristnum í löndum Íslams hefur aukist svo um munar, fregnir frá Sýrlandi, Nigeríu, Sádí Arabíu, Iran, Iraq og Egyptalandi svo ekki sé meira talið eru hrollvekjandi og fá litla sem enga umfjöllun.  Dregur það úr þjáningu hógvera Múslima sem tilheyra Shía að fjalla um ofbeldið í heild sinni og þ.á.m. Kristnum einstaklingum í sömu andrá.

Það sem fólk þarf að átta sig á er það að daglega er kristnum stúlkum rænt víðsvegar um lönd Íslams, þær er neyddar til þess að taka Íslams trú, ef þær neita er þeim nauðgað og misþyrmt. ´Sýrland hefur um árabil búið í samlyndi við sinn Kristna minnihluta hóp, þar til skæruliðar Íslamista tóku að ráðast á þennan hóp ásamt múslimum sem teljast ekki til Sunni.  Maður þarf ekki að vera sérstaklega vel gefin til þess að geta fundið fréttir um ofstækið, það er nóg að googla t.d. Christian persicutions under Íslam til að fá fréttir af slíku. En ég ætla að leyfa mér að koma með nokkra tengla sem tengjast þessu máli sem og öðrum.

1. OpenDoors 

2. Fréttasíða um ofsóknir.

3. frekari fréttir 

4. PEW - ofsóknir almennt vegna trúar aukast Múslimar og Gyðingar ekki undanþegnir. 

5. Reuters: tvöföldun á ofsóknum og morðum á Kristnum frá síðasta ári 

 Það þarf að tala um þetta, það þarf að geta rætt þessi mál, án þess að fá á sig stimpil sem rasisti, nasisti ný-rasisti sem og annað.  Eru viss hópar af Múslimum að valda vandamálum í heiminum í dag, já, þeir kallast með réttu Íslamistar og eru bókstarfstrúar, tilheyra Wahahabi hugsjón frá Sádi Arabíu sem og salafi og út frá því leggja mikið upp úr Sharía, sem er í stuttu máli, lög fyrir Múslima til að fara eftir, þessi lög geta verið um erfðarmála, hjónaskilnað, giftingar o.s.f.v. En því miður þá taka öfgamenn þetta enn lengra, og nýta til þess að kúga konur, börn, samkynhneigða, Kristna, Gyðinga og aðra minnihluta hópa inan eða í kringum Islam.

Salman Tamimi - sagði í viðtali fyrir rúmri viku síðan að hann vissi ekki hvað sharía var, sem er nokkuð undarlegt þar sem allir Múslímar þekkja Sharía og hvað það þýðir og getur þýtt fyrir líf þeirra. Síðan hélt Salman áfram og þegar hann var spurður út í það að handhöggva þjófa, bar hann svo við að hann væri sammála því.  Í umræðunni var hann líka spurður hvort hann vildi Sharía á Íslandi, og hans svar var ,,ekki ennþá".  

 Núverandi formaður múslimna á Íslandi sagði í viðtali að hann væri hlintur Sharía lögum á Íslandi eins og þau eru sett upp í Bretlandi og vildi hann meina að því tilfelli ætti bara við bankamál, innanhúsmál, sjálfsagt erfðarmál, hjónaskilnað o.s.v.f. Ég hef ekki kynnt mér til fulls hvers íhaldssöm Bresku Sharía lögin eru og get því ekki dæmt um þau í þessum skrifðu orðum. (viðtalið í heild má finna hér) Formaðurinn tók líka fram að hann kannasist ekki við að það væri leyfilegt að berja konur samkvæmt Kóraninum Sura 4:34 bendir á annað. 

 

004.034 YUSUFALI: Men are the protectors and maintainers of women, because Allah has given the one more (strength) than the other, and because they support them from their means. Therefore the righteous women are devoutly obedient, and guard in (the husband's) absence what Allah would have them guard. As to those women on whose part ye fear disloyalty and ill-conduct, admonish them (first), (Next), refuse to share their beds, (And last) beat them (lightly); but if they return to obedience, seek not against them Means (of annoyance): For Allah is Most High, great (above you all).

PICKTHAL: Men are in charge of women, because Allah hath made the one of them to excel the other, and because they spend of their property (for the support of women). So good women are the obedient, guarding in secret that which Allah hath guarded. As for those from whom ye fear rebellion, admonish them and banish them to beds apart, and scourge them. Then if they obey you, seek not a way against them. Lo! Allah is ever High, Exalted, Great.

SHAKIR: Men are the maintainers of women because Allah has made some of them to excel others and because they spend out of their property; the good women are therefore obedient, guarding the unseen as Allah has guarded; and (as to) those on whose part you fear desertion, admonish them, and leave them alone in the sleeping-places and beat them; then if they obey you, do not seek a way against them; surely Allah is High, Great.  

Fara allir múslimar eftir ofangreindu. Vitanlega ekki og halda slíku fram er óréttlátt, það er hinsvegar eitt að neita því sem kóranin segir, slíkt er þó viðurkennt og kallast ef ég man rétt taqiyya og kitman. Blekking er leyfileg gagnvart þeim sem tilheyra ekki Íslam Koran vers : 3:28, 9:3, 40:28. Þetta er e.t.v óþægilegt, en þó ekki yfir gagnrýni hafin, frekar en margt sem kemur t.d. fram í GT.

Er ástæða fyrir því að ég tek á ofangreindu, vissulega er ástæða fyrir því, gagnrýni, sjálfsrýni, upplýsingarýni á heima í þjóðfélagi sem á að vera opið, sem á að vera óhrætt við að tala um hlutina eða benda á hlutina.  Engin er hafin yfir gagnrýni, engin trú, engin maður, frelsið sjálft er háð gagnrýni.

En hvað hefur þetta með ofsóknir á Kristnum að gera innan Íslam, jú þetta bendir á það eitt að við verðum sjálf að rýna í orð Kóransins, skoða neðanmálsgreinar ef þær eiga við.  Hvað er á bak við hatrið á Kristnu fólki og Gyðingum allt má þetta finna í Kóraninum. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að Kristur boðaði aldrei hatur gegn neinum, hann talaði um kærleikann, hann læknaði hann leiðrétti en hann kallaði aldrei neinn fram til þess að fremja ódæði í hans nafni. Endilega lesið NT ef þið hafið gleymt orðinu.

Lokaorð: Hvort sem karlmaður eða kona sé múslimi eður ei, þá er ofbeldi, ofbeldi og það kemur ekkert ,,en" á eftir barsmíðum eða morði það er ekkert sem réttlætir slíkt, hvort sem fólk sé trúað eða ótrúað. Ofbeldi er alltaf rangt.

Myndefni: Mismunandi sjónarhorn á skelfilegum áttökum.


mbl.is Mótmæla mótmælabanni í Nígeríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband