Hátíð vonar og pólitískranghugsun, tjáning eins mans gjöf

Ég hef fylgst með umræðunni um þjóðkirkjunna og Hátíð vonar eins og margur annar.  Nú fyrir viku síðan gekk yfir landann þjóðhátíð að nafni Gleðigangan þar komu saman hópur fólks í gleði og sjálfstrausti sem það hafði barist fyrir að eiga rétt á í marga áratugi.  Gangan í ár var mun hófsamari enn hún hefur verið áður, frekar politísk og er slíkt alveg sjálfsagt.  Á meðan íslenskir hommar og lesbíur, erlendir gestir, aðstendendur og aðrir Íslendingar tók þátt var mikið hugsað um réttindi samkynhneigðara í Rússlandi, sem eru engin, eins og við vitum sem erum læs á heimsfréttir á síðustu misserum.

Ég efast um að ég teljist sanntrúuð, þar sem ég fer ekki í kirkju (samkomu) um hverja helgi, bænir mínar fara oft fyrir bý og lestur ritningarinnar hefur á síðustu misserum mætt afgangi.  Samt er ég trúuð, ég treysti á Guð fyrir mínum lífi og tel ég að þær reglur sem hann hefur sett fyrir okkur eins og boðorðin 10 ættu að vera á öllum heimilum trúaða til að minna okkur á rétt siðferði á göngu í gegnum þetta líf (púnktur til sjálfs míns, ná í B.O 10 á vegginn)  

Samkvæmt hinni pólitískurétthugsun sem er orðin ranghugsun, þá mega ég og aðrir trúaðir á Jesú Krist ekki opinbera trú okkar, við megun ekki hafa samkomur og ræðumenn sem standa á orðinu og tala gegn allri synd, takið eftir ég sagði allri synd.  Samkvæmt hinu nýa or réttláta samfélagi þá eigum við sem trúum að koma okkar vel fyrir inn í skáp eða mæta hrópum og lastmælum um fórdóma, hatur, fáfræði, heimsku o.s.fv.  Gott og vel, við getum það, við getum læðst með fram veggjum og þegar einhver segir þú ert fylgjandi Jesú þá getum við farið að fordæmi Péturs postula og sagt ,, Nei ég þekki hann ekki" og fengið að vera í friði í skjóli myrkurs.   Við getum farið að hætti frum-kirkjunnar og farið að hittast í kjallörum og hellum, svo við móðgum ekki neinn með trú okkar.

Já við getum þetta, við höfum gert það í gegnum aldirnar, bæði vegna ofsókna frá hinu veraldlega og já hinu kirkjulega valdi.

 

Enn nú spyr ég, hvenær er réttur eins orðin meiri enn réttur annarrs.  Hvenær lærum við að ígrunda betur það sem við látum frá okkur fara, hvenær er hatur á einum hóp réttlætanleg í augum samfélagsins.  Ég mundi segja að hatur og lítilsvirðing sé aldrei réttlætanleg, er það ekki sem samtök 78 hafa staðið fyrir í baráttu sinni.  Merkilegt þykir mér að þeir sem láta heyra í sér hvað mest er varðar Franklin Graham eru að því ég get sem best séð ekki samkynhneigðir eða Samtök 78.  Nei það er hinn almenni dómstólar götunnar sem hreyta út úr sér hlutum, misgáfulega um fólk og trú sem þau sjálf þekkja lítið sem ekkert og hafa aldrei farið á samkomur hjá.

Þjónar kirkjunnar sumsé þjóðkirkjunnar margir hverjir og ekki síst sjálf biskupan (með litlu staf og viðeigandi stafs. þar sem hún er heigull) standa nú og hrópa ,, Ekki ég, ekki ég, ekki ég"  þessir þjónar mammons neita að standa vörð um orðið, sumir segjast ekki einu sinni nota orðið til þess að predika því það eigi ekki við í dag. Fyrirgefið en HOLY Shit því það er nákvæmlega það sem þetta fólk mun erfa fyrir erfiðin sín nákvæmlega ekkert heilagt. Það þarf hugrekki til að fylgja Jesú, til að standa og segja ég trúi, ég trúi, ég trúi.  Ég er ófullkomin en ég trúi.  Að útskýra að engin synd er meiri en önnur. Það er ekkert sem heitir hvít lýgi, það er bara til lýgi, þú stelur ekki pínu lítið, þú stelur, þú sefur ekki pínulítið hjá öðrum enn maka þínum, þú einfaldlega drýgir hór.

Það eru margar deilur um hvað ritningin segir um samkynhneigð því það virðist vera eina syndin sem fólk sem er ekki trúað þolir ekki að sjá í ritningunni.  Enn viti menn við erum öll syndug og skortir dýrð Guðs.  Jesú var kærleikur enn hann áminnti líka og leiðrétti, hann einn var syndlaus hið hvíta lamb sem var leitt í fórn fyrir allt mannkynið ekki svo við hefðum val til að syndga upp á náðina, heldur til þess að gefa okkur aðgang Guði sem samkvæmt orðum Krist er sá eini sem er algóður, já jafnvel Jesú leit svo á að hann sjálfur væri ekki algóður bara GUÐ.  hafið þið hugsað út í þetta.  Samt vitum við að Jesú Drottinn okkar yndislegi friðar höfðingi leit bara á Guð sem algóðann.

Ég legg því til að samkynhneigðir komi á hátíðina og sitja með okkur og hlusti á jafnréttí í augum Guðs, já jafnrétti við erum ekki betri eða verri enn þið og við viljum ykkur ekkert illt.  Ekki benta á plankann í mínum augum án þess að taka plánkann úr ykkar eigin, ekki dæmi mig án þess að þekkja mig.  Sem Kristinn einstaklingur þarf ég að sitja undir orðinu, enn viti menn kærleikurinn umber allt ekki gleyma því.

Ég hafði ekki hugsað mér að fara á Hátíð vonar, enn þar sem það er búið að taka frá miða fyrir mig og 500 aðra þá ætla ég að taka því boði og skella mér og hlusta á boðskap sem nær yfir okkur öll, dæmir okkur öll og veitir okkur öllum von í Jesú Krist.

Að lokum langar mig að benda fólki á sem er illa svikið af þeirri byrtingu þjóðkirkjunnar á kærleika til allra, að segja sig úr henni, því hún hefur svikist undan kennslu þjónustu sinni, áminningar þjónustu sinni kærleiks þjónustu sinni.  Verið óhrædd við að ganga út frá skækjunni, það eru til aðrar kirkjur sem þjóna vel og allir eru velkomnir sérstaklega við ófullkomnu sindarar. 

Látum ekki tjáningar frelsið vera einum til upphafningar á kostnað annars.  Svo mæli ég með Didache um er að ræða rit sem talið er sé elsta rit Kristinna manna úr frumkirkjunni það á eftir að koma ykkur á óvart.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband