Mótmælum, mótmælum eða ekki....

Það virðist sem svo að þeir sem eru ekki tilbúnir til þessa að samþyggja byggingu Mosku á Íslandi séu yfir höfurð rasistar og hatarar.  Ég er ekki sammála þessari tja yfirdrifnu yfirlýsingu um fólk sem kærir sig ekki um Mosku.  Svona dramatík í orðarlagi er einkennandi fyrir vinstriöfgamenn og fólk sem trúir því af einlækni ef ekki pínu barnaskap að heimurinn í dag og fólkið sem byggir þessa jörð sem almennt gott og vilji öllum vel.

Gott og vel, kannski er það bara falleg hugsjón, en það er því miður ekki hjá því komist að hún er barnaleg og yfirfull af naívisma, því miður.

Við getum þó öll verið sammála því að mannréttindi eiga að vera í fyrirrúmi í okkar daglegri hugsjón og verki.  Við teljum kvennréttindi vera sjálfsagðan part af nútíma þjóðfélagi í okkar menningu, við eru jafnvel komin svo langt að réttindi samkynhneigðra sé sjálfsagður partur af almennum mannrétindum í okkar þjóðfélagi.  Við trúum á málfrélsi, trúfrelsi, kynfrelsi. Að taka einhvern einn hóp fyrir vegna trúar og eða kynþáttar er í öllum tilfellum illa liðið.

Ég mótmæli, misnotkun á rétti menningar okkar til þess að mótmæla, kynjamisréttin innan trúar, barnagiftingum, ættingja giftingu, kvenfyrirlitningu, morð á þeim sem yfirgefa fyrrum sannfæringu sína eða þurfa að búa í felum.  Ég mótmæli því að samkynhneigðir eru hengdir í löndum mið-austurlanda.  Ég mótmæli því að konum sem er nauðgað fá dauðadóm í sömu löndum.  Ég mótmæli því að konur mega ekki ganga í skóla, keyra bíla eða ganga í gallabúxum í þessum löndum.  Ég mótæli því að það er bannað að stunda kristilegar samkomur í þessum löndum. Ég mótmæli því að það sé ekki að finna eina kirkju í Afganistan, eða Sádí Arabíu. (Vatikanið er að reyna að semja við Sáda núna að fá að reisa kirkju, þar sem stærsti hluti þeirra sem sækja vinnu í því landi, sumsé ekki innfæddir eru Kaþólikkar).  Ég mótmæli því að það er í lagi að henda sýru á unga konu sem vill fá menntun í Pakistan. Ég mótmæli því að Kristnir í löndum mið-austurlanda þurfa að tilbiðja í felum, að kirkjur sem hafa staðið í aldaraðir eru brendar niður og fólk myrt fyrir að vilja ekki yfirgefa sína kristnú trú.  Ég mótmæli því að hægt sé að ræna ungum stúlkum frá kristnum fjölskildum í Ísrael, Íran, Egyptalandi o.s.f.v neiða þær til að taka upp Íslam og hóta fjólskildu þeirra dauðadómi ef það reynir að bjarga dætrum sínum.

Hvaða hvaða bull er þetta segir þú, ég svara, þú fáviska sál, þú sérð eldinn enn labbar samt inn í eldhafið og heldur að það mun ekki brenna þig eins og aðra.  Þú trúir því af heilum hug að ég hati Múslima og Íslam, þú fáviska sál.  Það brennur í hjarta mínu að Islam þroskist í átt að 21 öldinni, það brennur í hjarta mínu að mannréttindi verði virt innan Islams, það brennur í hjarta mínu að sjá stúlkur í Pakistan, Afganistan fá réttindi til menntunar og frelsi til þess að geta verið sjálfstæðar. Það brennur í hjarta mínu sú þrá að samkynhneigðir í Iran þurfa ekki að óttast kranahengingar á götum úti.  Hjartað mitt brennur af þrá að sjá Íslam ganga í burt frá Wahabisma, Sharia og öðrum öfgafullum átrúnaði.

Egyptar hafa núna tekið á bræðralagi Íslamista, Tyrkkir í auknu mæli mótmæla forseta landsins fyrir hans tengsl við þá hugsjón sem bræðralagið predikar.  Frelsi, frelsi, frelsi mannréttindi, umburðarlyndi og kærleikur eiga að vera hugsjón okkar allra, já allra ekki bara okkar vestrænu menningu.  

Með allt þetta að leiðarljósi þá er það ég sem er fordómafull, þá er það ég sem er rasisti.  Því segi ég bara lítið ykkur nær, og farið að fræðast um ástandið í heiminum með opnum hug. Því á meðan þið neitð að viðurkenna að eldurinn sé hættulegur, þá hafið þið ekki hundsvit á raunverulegri mannréttinda baráttu Múslimskra kvenna, samkynhneigða og ungs fólks almennt og yfir leit í hinum stóra heim öfga Íslams.  

 


mbl.is Óttinn hvarf og hugrekkið kom
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband