Pæling út frá grein Jón´s Magnússonar á blogginu

Ég var að lesa þessa bloggfærslu og mér var hugsað til þess að við eigum að elska náungan eins og okkur sjálf, samanber ritningunni. Sem trúuð persóna þá er ég oft á stað þar sem það er erfitt að taka afstöðu gagnvart svona málum, því ritningin er skýr, sjá hér fyrir neðan.  Enn það má líka ofbjóða fólki í landi þess sem ólöglegir innflytjendur koma, og mér er misboðið, því ég veit að það eru svo margir í okkar samfélagi sem eiga það svo erfitt, ná ekki endum saman, eru á bótum og standa svo í röðum hjá matarbönkum.  Er það ekki þannig að við byggjum hús frá grunni, er það ekki þannig að við tökum til í okkar eigin húsi til þess að geta tekið á móti gestum.  

Hvert mál ólöglegra innflytjenda verður að vera tekið alvarlega og við verðum að hugsa vel um náungan, en ef það er gert á kostnað þeirra sem byggja grunninn er þá ekki hætta á því að húsið í byggingu, verður undir álagi lélegs grunns og skapar það meiri hættu þegar til framtíðar er litið. Það þarf ekki mikið til þess að illabyggt hús fellur um sjálft sig.  Hverjir bera þá skaðann.  

 

Matteusarguðspjall 25:35 Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig,

Matteusarguðspjall 25:43 gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hér eru ofangreind vers í heild sinni, tekið af www.biblian.is

Þegar Mannssonurinn kemur

31Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. 32Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. 33Sauðunum skipar hann sér til hægri handar en höfrunum til vinstri. 34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.

37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

41Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. 42Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, 43gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.

44Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? 45Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. 46Og þeir munu fara til eilífrar refsingar en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

Linda, 26.1.2013 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband