Píslavottar frelsis undir pólitískum rétttrúnaði.

Ég eins og hver annar hef heyrt um þessar stúlkur, en það var eins og hula yfir augum mínum, í dag vaknaði ég og sá enn eina ferðina enn MBL skrifa um þetta mál, í framhaldi af því fór ég að leita mér af frekari upplýsingum um málið og datt inn á þessa síðu, og allan tímann sem ég las orð þeirra fann ég fyrir sársauka, því kæru vinir í trú sem og aðrir þá höfum við sem trúum á Guð almáttugan ekki sagt orð um þetta mál, hvers vegna?

Ég fann í hjarta mínu að hér erum við að sjá framtíð okkar, hér fara fyrstu píslavottarnir í opinberu ljósi fjölmiðla, eftir að hafa lesið orð þeirra, sá ég að við sem trúum erum sek að taka ekki undir málstað þeirra, að sjá ekki að þær kæru vinir eru hreinar og beinar, hugsandi, trúaðar ungar konur sem tóku afstöðu og núna eru þær sem lömb færð til fórnar fyrir pólitískt kerfi sem vill afmá frelsi undir rós og notar kirkjuna óspart til að koma rangri ideology til fjöldans á kostnað heimspeki, trú og frjálsri skapandi hugsun.

Hver og einn verður að lesa þetta í held sinni, hver og einn verður að sjá og finna hvað þær eru að segja. Fyrir mig eru þær áminning um að tími sé komin að vera vökul, með kveikt á lampa okkar, því píslavottar munu koma úr áttum sem við eigum síst von á.

 

Drottinn Jesú ég bið þig að leiða þetta mál í farsælan farveg, gefðu þeim styrk til að takast á við öfl sem við erum farin að þekkja. Verði þinn vilji í þessu sem og öðru, ég bið þeim blessunar, ég legg þær við fætur Guðs með hinum réttlátu, megi náð og friður fylla þær á þessum deigi sem og alltaf. Amen.

Með þeirra eigin orðum.


mbl.is Pussy Riot sakfelldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband