Indland - ofsóknir gegn Kristnum

Það er með þungu hjarta sem ég set inn hverja einustu frétt af ofsóknum gegn trúbræðrum og systrum okkar út um heim allan, það eru ekki alltaf múslímar sem eiga sök þar á, heldur má finna ofsóknir í löndum kommúnismans og ekki má gleyma að margir Hindúar stunda þetta grimmt í Orissa Indlandi.

Ástandið fer ekki batnandi, og við verðum að horfast í augu við þessi mannréttindabrot eins og önnur mannréttinda brot.  Það er ekki sjálfgefið að fá að vera trúuð/eða trúaður, heldur eru það forréttindi. Smellið hér til að sjá hlekk frá trúbróðir sem biður okkur um að skoða þessi mál.  Það er aldrei og verður aldrei hægt að horfa framhjá þessu, ekki á meðan trúaðir benda á fréttir þessu tengt, ekki á meðan við höldum uppi umræðu um mál þessu tengt.  Takið þetta í kirkjurnar, bendið prestum, djáknum, safnaðarhirðum á að þögnin frá okkur er til skammar.)myndband frá Orissa fyrir neðan ritningargrein) 

 Matt 25:

32Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. 33Sauðunum skipar hann sér til hægri handar en höfrunum til vinstri. 34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. 37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. 41Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. 42Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, 43gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín. 44Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? 45Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. 46Og þeir munu fara til eilífrar refsingar en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband