Hefndin er mín...

svo segir Drottinn í sínu helga riti.  En það þýðir ekki að við í þessari þjóð, getum ekki sótt þá sem eiga sök á því að kollsteypa þjóðinni, til saka og dæma þá samkvæmt lögum þessa lands.

Það undarlega er, að ég finn ekki til neinnar gleði eða léttis, þetta er bara áframhaldandi sorgarsaga í sögu okkar lands.  Aðstandendur þessa manna þurfa á horfa upp á þá ganga veg réttarkerfisins og taka því sem koma skal. Við verðum samt að hafa í huga að enginn er öðrum betri í þessu lífi, og vera orðvör, ekki vegna þeirra sem standa að hruninu heldur barna þeirra. 

Látum ekki hatur stjórna okkur, heldur réttlæti.  Við sem þjóð þurfum að takast á við þennan siðferðisbrest og láta þetta verða okkur að lexíu.  Með sterku siðferði og samkennd gagnvart náunganum, fáum við bara það sem er gott til baka.  Nýtt siðferði nýtt Íslands.


mbl.is RÚV: Tveir handteknir til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nignandi siðgæði byggir á meðvikni samfélagsins og slökun á þeim kröfum sem við þurfum að gera til allra.

Eftir að hafa fylgst nokkuð vel með umræðu samfélagsins eftir þau tíðindi sem við höfum orðið vitni að þá finnst mér ég finna fyrir meira umburðarlyndi í garð þeirra sem bera ábyrgð á meiri ógæfu fjölmargra einstaklinga en í garð þeirra sem sakaðir eru um lítilsverða glæpi í þessum samanburði.

En kannski eigum við bara að gleym þeim sundruðu fjölskyldum, þeim börnum sem misst hafa það öryggi sem þeim er mest virði ásamt því að gleyma þeim sem tóku eigið líf af völdum gráðugra og siðsoilltra einstaklinga.

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hnignandi vildi ég sagt hafa í upphafi.

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 13:23

3 Smámynd: Linda

Að sýna umburðalyndi, þarf ekki að þýða að fólk vilji ekki rétttlæti

hluti af því að hafa sterka siðferðiskennd er að geta séð, lengra

en það sem er augljóst, að sækja réttlæti fyrir dómstólum, en það er 

óþarfi að hatast út í þessa menn, það gerir bara lítið úr okkar

eigin siðferði og setur okkur á lægra plan, en jafnvel þeirra

sem hafa misboðið þessari þjóð.

Linda, 11.5.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Linda

afsakið einhver óþarfa bil þarna.:(

Linda, 11.5.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Algjörlega sammála þér. Slæmt að það skuli hlakka í fólki að þeir séu leiddir til dóms en við vitum öll að það er nauðsynlegt uppá áframhaldið.

Við eigum auðvita ekki að milda dóma gagnvart hvítflippum og dæma hart fólk sem hefur stolið snæri eins og skrifað var um að Jón nokkur Hreggviðsson hafi gert forðum daga.

Öll samúð mín er hjá fjölskyldum brotafólksins.

Öll erum við jöfn fyrir Guði og Guð er miskunnsamur líka fyrir þetta fólk sem hefur heldur betur brotið af sér og afleiðingar koma niður á börnum þessa lands.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2010 kl. 22:10

6 Smámynd: Linda

Hæ Rósa mín og takk fyrir innlitið.  Ég er þér fullkomnlega sammála.

Knús.

Linda, 12.5.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband