Rætur í heiðni?

Æi lífið er svo erfitt, hjá sumum, sumir gleyma einfaldlega hinum eina sanna boðskap Jólanna, um Jesú okkar yndislega frelsara.

Það veit hver heilvitamaður að Jólin eru forn hátíð, ljósahátíð, ætla ekkert út það nánar hér, en þó get ég sagt að til þess að ná heiðingjum inn í kirkjuna, þá voru sumar hátíðir eins og ljósahátíðin innlimuð í kristið samfélag og stað þess að tilbiðja falsguð þá var haldi upp á fæðingu frelsarans í staðinn.

Er það rangt að við höldum slíku áfram?  Ég sem trú á Guð almáttugan, verð að segja, ég er tvístígandi, já, kæru vinir ég er tvístígandi sitjandi á grindverki varðandi þetta mál.  Hinsvegar, þá fær ekkert mig af því að við sem virkilega stundum Jólin í nafni Jesú að við sem notum þennan tíma til að minnast fæðingar hans, fæðingu vonarinnar og fyrirheitsins í mansmynd erum ekki að gera neitt rangt.

Ég veit líka það sem stendur í ritningunni um að taka á sig siði heiðingjanna, og mig langar rosalega að setja hér stórt "EN"  og þarna kemur grindverkið mitt fram aftur.  

Svörin verður hvert okkar sem trúir á Frelsarann að finna innra með sér, og leita svars hjá Guði, og við sem trúum, verðum að leggja okkur öll fram við að halda þessa hátíð heilaga, og kenna börnunum að þetta gengur ekki út á nammi í skóinn eða litla jólasveina, eða kóka kóla jólasveininn (sem er bara sætastur) heldur lítið barn sem fæddist okkur til blessunar, leyfum Guði að ljóma á þessum tíma og alltaf, verum í honum og hann í okkur, og þá getur okkur ekki misfarnast.

Á sama tíma og börnin okkar vita út á hvað þetta gengur, er gaman að sjá andlit þeirra ljóma yfir því sem er í skónum út í glugga, eða við að opna pakka á Jólum, spennt og brosandi hrein og bein Guðsgjöf í sinni yndislegu mynd.

Það eiga svo margir við sárt að binda, svo margir fátækir, einmanna og líður andlega illa, mun fleiri en nokkru sinni fyrr, tökum höndum saman og gerum gott fyrir hvort annað, með brosi, faðmalagi, þolinmæði og mest af öllu kærleika, þetta kostar ekkert nema einlægni og velvilja til nágrannans. Ég bið að Guð blessi ykkur og varðveiti í einu og öllu í dag sem og alla daga. Elskið og þið munuð elskuð verða.

jólamynd

 

Boðun Maríu

26En í sjötta mánuði sendi Guð Gabríel engil til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, 27til meyjar er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs en mærin hét María. 28Og engillinn kom inn til hennar og sagði: „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.“
29En María varð hrædd við þessi orð og hugleiddi hvað þessi kveðja ætti að merkja. 30Og engillinn sagði við hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. 31Þú munt þunguð verða og son ala og þú skalt láta hann heita JESÚ. 32Hann mun verða mikill og kallaður sonur Hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans 33og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans mun enginn endir verða.“
34Þá sagði María við engilinn: „Hvernig má þetta verða þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?“
35Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Hins hæsta mun yfirskyggja þig. Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs. 36Elísabet, frændkona þín, er einnig orðin þunguð að syni í elli sinni og þetta er sjötti mánuður hennar sem kölluð var óbyrja 37en Guði er enginn hlutur um megn.“
38Þá sagði María: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum.“ Og engillinn fór burt frá henni
.

Smellið hér til að lesa jólaboðskapinn

 


mbl.is Vill banna jólasveina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sæll Halldór, takk fyrir innlitið og Guði leiði þig og blessi.  það er einn boðskapur um jólin, sá eini sem skiptir máli, það er Jesú sjálfur, fæðing hans og líf.  Jólin, þjóna engum öðrum tilgangi nema fæðingu Krists.  Með gjöfum minnumst við gjafa sem hann fékk sem barn.  Það er ekki hægt að taka Jesú úr jólum þó svo sumir reyni slíkt.  Engu var þröngvað eins og þú orðar það, heldur var þetta aðlögun kirkjunnar af því samfélagi sem hún var í. 

þetta er hátíð Kristinna manna, þó svo að sumir vinna hörðum að taka Jesú og Kristna trú úr þessari hátíð.  

Við eigum alltaf, ekki bara á þessum sólarlausu dögum að vera góð við hvort annað, sýna kærleika og blessa fólk, með hjálpsemi, þakklæti með Jesú að leiðarljósi alla daga.

En hvernig sem fólk kýs að halda jólin, þá vona ég að þessi jól verði, öllum til gleði og blessunar.

bk. 

Linda.

Linda, 30.11.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Ég aftur á móti tek heilshugar undir með þér. Kristín er líka búin að blogga um þessi málefni.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín, Guð hefur blessað mig með vináttu þinni bara svo þú vitir það.

Já er búin að kíkja og skrifa athugasemd.

bk.

Linda.

Linda, 30.11.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Linda

Sæll Halldór, leiðinlegt að heyra að þér þykir það hroki, en hvar hefur þú verið allt þitt líf, afsk vil alls ekki vera leiðinleg, fór eitthvað fram hjá þér.  Ég er nokkuð viss um að ef þú færir Mið Au t.d. og spyrðir, af hverju er haldið upp á jól að langflestir mundu segja þetta sé hátíð kristinna manna og þeir halda upp á fæðingu Jesú. Færir þú til Kína, Indlands, Japans, o.s.f.v  þá fengir þú eflaust þau sömu svör. Svona eins og ég veit að Ramadan er hátíð sem Múslímar halda.  Eða Hanúkka sé hátíð Gyðinga o.s.f.v. 

Mér hefur t.d. þótt það hræsni að þeir sem vilja ekkert með Jesú og Guð almáttugan gera vilji yfir höfuð halda jól til hvers?  AF því að fyrir 2.000 plús árum var þetta sólarhátíð tileinkuð einhverjum falsguði því deginum var farið að lengja aftur.  Nei, ég er alveg með það á hreinu að hrokinn hvílir ekki hjá mér, enda er 2000 ára kirkjulega saga á baki jólahaldsins, mismunandi jólasiðir hjá mismunandi þjóðum en engu að síður það sem sameinar okkur er "Jesú" og fæðing hans.  Slíkt verður ekki tekið frá okkur nema að Kristnir fái vakningu þess efnis frá Guði sjálfum, sé það hans vilji verðum við að fara eftir því, ég mundi sakna jólanna, en hans vilji er ofar mínum.  Hingað til er þessi hátíð Helg maður finnur það í loftinu, allt í kring um sig, maður finnur fyrir Guði.

Jólin eru hátíð Kristinna manna. Kristinna þjóða og það kemur ekki til greina að afnema Jesú eða helgi þessarar hátíðar vegna pólitísk rétttrúnaðs.

Ég mun hinsvegar ekki afneita neinum þeirri gleði að halda upp á jól á sinn máta, ég bið bara að friður og kærleikur sé á hverju heimili sama hverju fólk trúir.

Megi vegur lífs þíns vera beinn, megi vindurinn ávalt vera í bakið á þér og ég bið á leið þinni að þú finnir Jesú á vegi þínum.

bk.

Linda.

Linda, 1.12.2008 kl. 04:52

5 identicon

Sæl Linda,

Samkvæmt þínum pósti væri þá rétt ef einhver boðaði nógu lengi að helförin hefði verið frökkum að kenna að breyta því? Gyðingar hefðu þá engan rétt til að vera eitthvað í fýlu útí þjóðverjana frá þeirri tíð? Þannig að þessi fína markaðsherferð kristina gerir sagnfræði, þjóðfræði og trúarleg rök annarra óþörf? Ég er líka viss um að margar spurningar sem þú spyrðir Íslendinga um ýmislegt í Mið Austurlöndum innihéldi ýmsa ofureinföldun og oft rangfærslur, vegna þekkingarleysi eða jafnvel áhugaleysi á því að skoða dýpri rætur málsins. Sömu Múslimar myndu einnig segja þér að samkvæmt þeim er Jesú bara spámaður en ekki sonur guðs, þú ætlar þá líklega að taka það jafn gilt?

Raunin er sú að Kristmessa (e: Christmass) og Jól eru ekki sami hluturinn og verða það aldrei. Á munar minna en 2000 árum. Það eru td ekki nema 1000 ár síðan Jól (heiðin) voru hér haldin af meirihluta þjóðarinnar og minni tími hjá mörgum öðrum þjóðum. Einnig er rísandi afturhvarf til þessara siða meðal Íslendinga og annarra og þótt kristni sé hér ríkjandi gefur það henni ekki rétt til að mismuna rétti annarra til að virða sína trú eða uppruna. Til að lesa meira um sögu þessarar hátíðar mæli til dæmis með lestir um það í bókinni Saga Daganna.  Þar er fjallað um rætur hinna ýmsu hefða. Meirihluti þeirra hefða sem þú iðkar eru upprunalega eignaðar heiðnum goðum og ætlaðar þeim til dýrðar. Þótt að kristni hafi verið hér tekin upp fyrir 1000 árum síðar liggur mikið af okkar hefð og rótum í heiðni og sama á um flest ef ekki öll önnur evrópulönd.

Ég óska þér gleðilegrar aðventu, kristmessu, jóla, áramóta og svo framvegis eftir þínum eigin geðþótta og trú. Það sakar ekki til að iðka sína trú eins vel og hægt er að þekkja hana vel. Það væri guði þínum frekar til dýrðar en að vísa í mögulega hugaróra annarra þjóða um okkur sem heimild.

Bára Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 05:37

6 Smámynd: Linda

Bára Halldórsdóttir, þakka þér þitt innlegg, þó út í hróa sé. Ég hef sagt Kirkjusaga þegar ég tala um jólin, ég hef ekki talað um að það sé 2000 ára hefð fyrir jólum á Íslandi.  Ég bendi á að þetta sé hátíð kristinna manna og slíkt fari ekki á milli mála jafnvel í öðrum trúar samfélögum víðsvegar um heim, soooooo sorry að benda á það.  Hefðir þú lesið mínar athugasemdir til Halldórs þá hefðir þú séð að ég biði þess að allir ættu yndisleg og kærleiksrík jól, sama hver þeir afstaða er. Ég þekki mína trú vel Frú Bára, ég hinsvegar kaus að flækja ekki þessa færslu með upplýsingum, um raun-hefðir ljósahátíða, sólstöðuhátíða, og Guði rómverja, Grikkja og heiðinna Bedúína á frá þessum tíma BC til circa 300 e.K hvað þá að tyggja ofan í fólk þróun jólanna með smámuna samri gegnum lýsingu sagnfræðinnar,

Ég vil biðja þig um að sýna stillingu, þegar þú berð Helförin hér á borð til að réttlæta þína ræðu, auk þess bið ég þig um að sýna stillingu í kaldhæðni orða þinna, ósk þína afþakka ég, hún er hvorki til þess gerð að vera einlæg eða af kærleika send. 

Hinsvegar ætla ég að að fyrirgefa þér þinn yfirgang og lymskuleg orðabrögð, og biðja þig samt  um að koma hér ekki inn aftur. Þakka þér fyrir afar fróðlega en óþarfa fræðslu, hér finnur þú ekki neinn viðvaning.

Taki þetta til sín sem hér lesa, Viljir þú gera lítið úr, Kristnum, hátíðum þeirra, samfélögum þeirra sögu þeirra, staðfestu og sannfæringu, skalt þú gera það á öðrum vettvangi en hér.  Hér veður enginn inn á skítugum skóm, frekar en að ég mundi leyfa slíkt inn á mitt raunverulega heimili.

Jólin eru hátíð Kristinna manna, við höldum upp á fæðingu frelsarans, sem kom til að leiða okkur úr myrkri, frá dauða í ljós og líf, fæðing hans var og verður ávalt stórkostlegur viðburður, og það er vegna hans sem Jól (Kristmessa/Christmas) eru haldin.

Megi hver og einn njóta jólanna með sinni fjölskildu og sínum hefðum, í friði og kærleika og muna hvers vegna við eigum þennan tíma, og þakka fyrir þessa stund óháð því hverju þú trúir. Þakkargjörð á þessum tíma óháð trú er alveg eins vel við hæfi, og slíkt öllum til uppbyggingar og blessunar þó svo að Jesú verði ekki fórnað á altari rétttrúnaðs og vantrúar.

Linda, 1.12.2008 kl. 06:20

7 Smámynd: Linda

Ég mun loka fyrir athugasemdir tímabundið, þar sem ég þarf að fá mér smá blund, svo tekur dagurinn við og ég get því miður ekki haldið utan um umræðuna þar til síðla part dags.

Gangið á Guðs vegum, með djörfung og kærleika.

Linda, 1.12.2008 kl. 06:30

8 identicon

Ég vildi bara benda þér á ákveðna þversögn hjá sjálfri þér:

"Mér hefur t.d. þótt það hræsni að þeir sem vilja ekkert með Jesú og Guð almáttugan gera vilji yfir höfuð halda jól til hvers?  AF því að fyrir 2.000 plús árum var þetta sólarhátíð tileinkuð einhverjum falsguði því deginum var farið að lengja aftur.  Nei, ég er alveg með það á hreinu að hrokinn hvílir ekki hjá mér, enda er 2000 ára kirkjulega saga á baki jólahaldsins, mismunandi jólasiðir hjá mismunandi þjóðum en engu að síður það sem sameinar okkur er "Jesú" og fæðing hans. "

Hvernig geturðu gert lítið úr heiðnum sið sem á sér lengri sögu en kirkjuleg saga, sem meira að segja hinir hæst settu innan kirkjunnar treysta sér varla til að segja hvort eigi að túlka sem sögulega heimild eða sem dæmisögur, ritaðar nokkur hundruð árum eftir fráfall manns að nafni Jesús?

Hvernig geturðu ætlast til þess að aðrir virði trúarbrögð þín þegar þú gerir svona lítið úr trú annarra?

Elín (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:11

9 identicon

Og ég ætlaði að bæta einu við, þér til fróðleiks.

Kynntu þér rök Votta Jehóva fyrir því að jólin geti ekki haft neitt að gera með fæðingu Krists. Það gæti opnað augu þín aðeins.

Elín (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:12

10 Smámynd: Linda

Sæl Elín, ok, skil þig, þú misskilur mig.  Ætla ekki að ræða kirkjulega pólitík við þig hér.  Ég les ritninguna, ég er alveg viss í minni trú, kennimenn og fræðimenn, verða eiga það við sig að geta ekki skilið orðið eða verið sammála.

Nei, vottar eru ekki Kristnir, þarf ekki að sækja í kennslu hjá þeim, frekar en ég mundi sækja í kennslu hjá Múslimum um Jesú. Engin hroki, bara staðreynd.

Takk fyrir innlitið  og hafðu það sem best.

Linda, 1.12.2008 kl. 18:47

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda, ég er ekki viss um að nokkur sem hefur gert hér athugasemdir hafi lesið bókstaf í færslu þinni. Því þú segir:

Það veit hver heilvitamaður að Jólin eru forn hátíð, ljósahátíð, ætla ekkert út það nánar hér, en þó get ég sagt að til þess að ná heiðingjum inn í kirkjuna, þá voru sumar hátíðir eins og ljósahátíðin innlimuð í kristið samfélag og stað þess að tilbiðja falsguð þá var haldi upp á fæðingu frelsarans í staðinn.

Enginn er að neita uppruna jólanna, en þú bendir á megintilgang jólanna og tengingu hennar við kristnina og fæðingu frelsarans, sem er ekki flókinn og furða ég mig á viðbrögðum sumra hér ofar. Það er hugurinn og hartað sem gildir, ekki gamlar staðreyndir sem eru reyndar almenn vitneskja. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 19:08

12 Smámynd: Linda

Takk Haukur, ég er þér svo sammála, kannski, heldur fólk að ég sé eitthvað á móti fólki sem stunda heiðna siði hér á landi, eða sé eitthvað á móti okkar yndislegum en hrollvekjandi jólaÆvintýrum hahah.  Það er bara svona innilega röng ályktun ef þetta reynist rétt pæling hjá mér

Eitt er þó víst, að ég fyrirverð mig ekki fyrir Guð, Soninn eða Heilaga anda og ritningin er mér Helg og ég stend á þeim kletti sem Guð hefur leitt mig.  Ef fólki líkar ekki það sem ég skrifa eða því sem ég trúi, þá getur það bara einfaldlega sleppt því að lesa þetta blog, í alvöru ég mun sakna einskins

 bk 

ps.  dúndur gott að fá á sig smá hríð, þá veit maður að maður er á réttri braut. 

Linda, 1.12.2008 kl. 19:21

13 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Linda mín - hroki er einmitt mjög viðeigandi orð. Þú þykist geta lesið það út úr orðum Báru að hún sé ekki að meina það segar hún segist óska þér gleðilegra hátíð. Þetta virkar mjög hrokafullt.

Síðan er auðvitað bara rangt að segja að jólin séu fyrst og fremst kristin hátíð: trú þín gefur þér ekki rétt til að einoka jól eða aðrar hátíðir. Þú viðurkennir í pistlingnum að jólin séu forn hátíð - en samt leyfir þú þér að halda því fram að þau séu fyrst og fremst fæðingarhátíð Jesú. Þetta er klárlega rangt hjá þér - og skiptir engu máli hvort fólk í miðausturlöndum sé sammála. Á þessum tíma er vinsælt í fjölmiðlum að spyrja börn út í merkingu jólanna - fæst segjast þau vera að halda upp á fæðingu Jesú. 

Þú mátt halda upp á fæðingu Jesú ef þú vilt - það truflar mig ekki - en ef þú reynir að halda því fram að hátíðarhöld okkar sem ekki trúum því sama og þú séu kristin...tja, þá erum við aftur komin að H-orðinu hræðilega. Fyrir mér eru jólin dægrastytting (til að stytta okkur enn frekar þessa stuttu, dimmu daga), tylliástæða til að éta yfir mig af góðum mat og hitta vini og ættingja. Í mínum huga tengjast þau ekki á nokkurn hátt fæðingu einhvers náunga hinumegin á hnettinum fyrir tveimur öldum.

Að lokum vil ég óska þér gleðilegrar sólstöðuhátíðar (hvort sem þú tekur því eða ekki) og vona að þú fáir fullt af gjöfum og góðum mat - og gleymir ekki þeim sem minna mega sín.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.12.2008 kl. 22:48

14 identicon

En orðið 'jól' er ekki kristið.  Ætti annars að heita Krists Messa.

Yeeee

Karl (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:50

15 Smámynd: Linda

Sæll Tinna, orð mín standa og líka athugasemdir mínar þar sem ég tek það fram að ég vona að allir njóti jólanna í friði og kærleika óháð trú.  Varðandi kveðjuna frá henni Báru H.  neib, breyti ekki um skoðun á kveðjunni,  vona að ég hafi rangt fyrir mér, sem væri bara besta mál.

Karl- væri alveg til í að tala um þessa hátíð sem Kristsmessu.  Not a prop.

bæjó njótið þess að vera til, sendið bros á nesta mann og allt verður bjartara, jáms ég er líka í óþolandi Pollýönnu stuði þessa stundu..ekki taka það nærri ykkur.  Þið megið vera heiðinn í vantrú og trúa á jólasveinin allt í einum pakka, bara ekki gleyma að njóta Jólanna eða Kristsmessu.

Linda, 1.12.2008 kl. 23:02

16 identicon

"Falsguð" sbr "AF því að fyrir 2.000 plús árum var þetta sólarhátíð tileinkuð einhverjum falsguði því deginum var farið að lengja aftur. "

Hvar er nú umburðarlyndið og víðsýnin hans Jesús Jósepssonar.

Athugaðu það að ef guð er til sem almáttug vera eru engar líkur á því að hann hafi fyrst gert mönnunum grein fyrir sér við fæðingu Jesús. Er ekki miklu fallegra að ímynda sér að hann hafi löngu áður bent fólki á að halda þennan árstíma hátíðlegan og sér til dýrðar sama hvað guð var kallaður   

Barði Barðason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:26

17 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Sælt veri fólkið, athyglisverðar umræður.

Málið er að þeir sem trúa á Jesú sem frelsara sinn halda jól og páska á hverjum degi.

Fæðingu frelsarans og dauða hanns og upprisu á hverjum degi.

Út á það gengur hið kristna líf dag frá degi ekki bara tvisvar á ári.

Megið þið öll eiga góð jól í kærleika og friði

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Jóh. 1:9

Kær kv. Unnur Arna

Unnur Arna Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 00:26

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Unnur! Vel mælt! Barði og fleiri eru velta sér uppúr smámunum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.12.2008 kl. 00:43

19 Smámynd: halkatla

Jólin halda heiðnir og kristnir saman - er það ekki bara æðislega friðsamlegt og næs?

halkatla, 2.12.2008 kl. 01:20

20 Smámynd: Linda

Barði - takk fyrir innlitið, eins og ég hef sagt hér í athugasemdum, njótið hátíðarinnar sama hverju þið trúið.

Unnur - takk fyrir yndislega og uppbyggjandi athugasemd og ég segi bara Amen við henni.

Haukur minn - Einmitt, mig langar helst að taka út úr færslu minni þar sem ég snerti á uppruna hátíðarinnar innan heiðni, var í raun þar bara að setja þetta inn vegna þess að ég vissi að vantrúar sem og heiðnir mundu koma inn og benda á það o.s.f.v. vildi helst bara koma því frá að við vissum af þessu.  En eins og við sjáum þá fór það víst fram hjá þeim og fór sem fór.

Anna Karen - Jú, einmitt, og þar sem að við höfum sem Kristnir nefnilega gert hér á íslandi, ekki satt, ég hef ekkert á móti þeim hefðum sem heiðnir koma með inn í dæmið, nú svo gömlu ævintýrin okkar, og trölla, álfa og skrítna sveina, þetta hefur ekkert með Kristin jól að gera, en allt með Íslenska hefðir að gera og slíkt er hægt að njóta líka.  Ég var bara að benda fólki á að þessi hátíð er helguð Jesú og það væri einfaldlega megin ef ekki aðal ástæða fyrir þessari hátíð, og benti fólki á í færslunni að hugsa um náungan og sýna kærleika.  Svo ég er sammála þér, "það er bara æðislega friðsöm og næs tillaga"

bk.

Linda

Linda, 2.12.2008 kl. 10:24

21 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Værir þú til í að útskýra fyrir mér merkingu orðisins 'Jól' og hvernig það kemur Kristsmessu að vetri við á nokkurn máta, hversvegna fullt af sólguðum hafa átt að fæðast 25 Des og afhverju við heiðingjarnir megum ekki eiga hátíðirnar okkar í friði fyrir fólki sem þykist vita betur um heimsins gang?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.12.2008 kl. 12:56

22 Smámynd: Linda

Er í lagi J. Einar, viljir þú hafa þín jól að heiðnum sið, gerðu það þá maður, hér er engin að segja annað.  Ég bendi hinsvegar á og það réttilega, að jólin eru hátíð kristinna manna og hafa verið það í all langan tíma, þó upprunin úr heiðnum sið, neita því ekki.  Hef nákvæmlega ekkert á móti Ásatrú eða heiðni, þessi lífstíll/trúarbrögð hafa bara ekki verið hluti af þessari hátíð, svona almennt.  Ég er hinsvegar trúuð á einn Guð og Jesú frelsarann og held upp á fæðingar dag hans á Jólunum eins og flestir sem hafa sína Kristun trú. 

Nú svo er engin að tala um að "þið" heiðingjarnir megið ekki halda upp á heiðna hátið á þessum tíma.  Bara verði ykkur og góðu og njótið.  En, við sem trúum á Drottinn, ætlum ekki þegjandi og hljóðalaust láta gelda skilaboð jólanna vegna ofur viðkvæmni heiðna og vantrúarmanna.Hvað þá stimpla okkur öfgamenn vegna þess að einhver öfga prestur í DK kallar jólasveina verkfæri djöfulsins, flóknari átti þessi færsla ekki að vera sko.

Svo andaðu bara rólega og njóttu hátíðarinnar, eins og þér er vant.

Linda, 2.12.2008 kl. 14:44

23 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heiðni hefur ekki verið hluti af þessari hátíð lengi segiru, ekki það já?

Jólatréð er fengið hvaðan? Jörmundgandur sjálfur, Askur Yggdrasill...?

Jólagjafir eru upprunnar hvar? Læsiru Íslendingasögurnar myndir þú sjá að heiðnir gáfu gjafir á Jólum, það var ekki siður í frumkristni frekar en tréið, norsku Jólageiturnar (tilvísun í Heiðrúnu í Valhöll), Jólasveinarnir eða sú staðreynd að þessi hátíð er haldin á þessum árstíma þegar dag tekur að lengjast...?

Freyr Njarðarson frjósemisguð deyr samkvæmt goðsögunum ár hvert á krossi milli tveggja hestaþjófa og rís upp sem folald sem fæðist meyfæðingu í fjárhúsi og þrír vitrir ormar færa honum gjafir...

...þessi saga á sér hliðstæður úr heiðnum siðum um allan heim.

Vissir þú að eitt nafna Óðins er Jólnir smkv.  Snorra Eddu?

Þú ert að halda uppá Kristsmessu að vetri (24. des. 25 er Kyndilmessa) og gerir það undir mjög miklum heiðnum áhrifum þó þú gerir þér ekki grein fyrir því. Meiraðsegja nafnið JÓL er fengið úr heiðni.

Gleðileg jól.

PS: Fyrirsögnin þín er villandi. Rætur Jólahátíðarinnar eru úr heiðni, ekki öfugt. Rætur íslenskar sýndarkristni væri nærri lagi.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.12.2008 kl. 17:26

24 identicon

Þannig að guð var í felum fram til fæðingar Jesús ?

Það þykir mér heldur slöpp frammistaða hjá hinum almáttuga, að láta börnin sín ráfa um einsömul í tugþúsundir ára.

Væri ekki skemmtilegra að hugsa sér að hann hafi alltaf verið með manninum en mennirnir kallað hann mismunandi nöfnum ? Þannig nærðu miklu skynsamlegra samhengi á sögu jólanna.

Barði Barðason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:32

25 Smámynd: Linda

Sæll J. Einar Valur- er færslan mín að afneita heiðnum áhrifum jóla? Nei, er færsla mín að ræða tengingu Goðanna við jólin? Nei, er færslan mín að skrifa um að jóltréð sé EKKI heiðin siður? Nei. ok þá er það komið á hreint.  Þá skulum við skoða aftur það sem ég skrifaði.

Það veit hver heilvitamaður að Jólin eru forn hátíð, ljósahátíð, ætla ekkert út það nánar hér, en þó get ég sagt að til þess að ná heiðingjum inn í kirkjuna, þá voru sumar hátíðir eins og ljósahátíðin innlimuð í kristið samfélag og stað þess að tilbiðja falsguð þá var haldi upp á fæðingu frelsarans í staðinn.

Linda, 2.12.2008 kl. 21:09

26 Smámynd: Linda

Sorry J. Einar, þurfti að senda, fraus hjá mér.  Tókstu eftir því þegar ég segi í færslunni minni að ég sé tvístígandi og sitji á grindverki, hvað heldur þú að ég eigi við með því....skal auðvelda þér þetta.  "Réttmæti þess að halda jól almennt þar sem ég er Guðs trúar" því og ég segi þetta á öðrum stað, ég veit hvað ritningin segir um "að taka heiðna siði upp".  Ertu með mér.

Ég segi líka að Þetta sé Kristin hátíð samanber kirkjusögunni að því leitinu til að kirkjan innlimaði þetta tímabil til að auðvelda heiðingjum umskiptin sem byrjuðu í Róm í kringum 300 e.k.,

Síðan þá hefur þessi hátíð orðið hluti af samfélagi trúaðra á Jesú í sögulegu samhengi um þróun kristinnar á milli þjóða þessi ár 2000, réttar væri að segja circa 1600 ár og já heiðnir siðir  með, ég afneita því hvergi.  ég elska jóltré og skraut, þetta er yndislegur tími, og ég hef ekkert á móti HEIÐINGJUM .  Þrátt fyrir alla þessa heiðnu siði, þá er þessi hátíð ekki haldin til þess að halda upp á fæðingu Óðins, eða Seif eða freyju. Heldur Drottins.  

Þýðir það að ég sé að segja að heiðnir geti ekki haldið sín jól eins og þeirra sið kveður á um?  Neib!  

svona í hnotskurn, þá er það vegna þess að ég þekki forsögu jólanna, sem ég nota orð í færslunni eins og tvístígandi og grindverk.  

Ég hefði skilið viðbrögð þín sem og annarra ef ég hefði ekki minnst einu orði á hina heiðnu arfleið, ég tók hinsvegar ákvörðun um að gera það, svo þessi umræða mundi ekki fara af stað, mér datt bara ekki í hug að hægt væri að búa mér til skoðun út frá því sem ég skrifaði, ekki ef fólk hefði vandlega lesið það sem ég setti hér inn.

Nú í lokin þakka þér fyrir upplýsingarnar varðandi nefnið "Jól". Það hefur engin geta sagt mér þetta hingað til, og ég hef spurt, trust me. Því er ég en hliðhollari því að við köllum þessa Kristmessu sem stundum trúna á Jesú, það væri bara frekar flott.  Jólahátíð og Kristmessa á sama tíma, bara flott mál.

ok.

þá held ég að ég sé búin.  Loka á athugasemdir eftir smá stund.

bk.

Linda.

Linda, 2.12.2008 kl. 21:25

27 Smámynd: Linda

Sæll Barði,

Guð skildi engan eftir.  Við skildum hann eftir.  Fólki fannst meira fjör að fylgja þessum frjálsu fjölgoðum, sjálfsagt fleiri partí og svall.  Adonai hefur alltaf verið strangur faðir og það hentaði ekki öllum.  

Stundum ef það er of auðvelt að lúta vilja æðri veru, persónu,yfirmanni o.s.f.v. þá kemur oft í ljós að slíkt hafi ekki alltaf jákvæðar afleiðingar.  Þú hefur væntanlega heyrt um að ef hlutirnir komi of auðveldlega þá eru þeir sjaldnast þess virði.  það má segja það sama um Guð, að trú og vera í honum er ekki auðveld ganga, en hún er vel þess virði, það er gott að hafa fyrir því að finna fyrir honum að fara eftir hans vilja, lífið verður svo yndislega skemmtilegt á eftir, ótrúlegt en alveg satt, jafnvel í erfiðleikum er maður rólegur.

Einhver gáfaðri en ég sagði "þú hefur ekkert að óttast nema óttan sjálfan".

jæja, ég held að þetta sé bara orðið gott hjá okkur öllum.  Skulum vera vinir og halda upp á blessuð Jólin/kristmessu saman og gleðjast yfir hvort öðru og þessu lífi, þó erfitt sé þessa dagana.

bk

Linda

Linda, 2.12.2008 kl. 21:42

28 Smámynd: Linda

Þessi athugasemd er frá J.Einari. Það er ekkert nema rétt að hann fái sitt svar hér inn.

Hey... ég get ekki kommentað lengur á síðustu færslu né sent þér skilaboð til að skýra mál mitt:

 Það var nákvæmlega í-ið sem mig vantaði. Stakk í augun og svona lítil stafsetningavilla getur reitt mjög marga til reiði. Það hefur verið alveg nógu illa farið með okkur heiðingjana af kristnum í gegnum tíðina til þess að okkur sé auðvelt að reiðast. Reyndar voru rómverskir heiðingjar ekkert of góðir við kristna, en það er algjör óþarfi að hefna sín á öllum heiðingjum í 5 sinnum lengri tíma... eins og margir þín megin línunnar hafa prédikað í gegnum árin.
Ekki misskilja sem svo að ég hafi nokkuð á móti þér sem persónu eða jafnvel því að þú trúir hverju sem þú trúir þó sú trú sé mér þvert um geð, þú sagðir hinsvegar að heiðni hefði ekki tilheyrt jólunum í lengri tíma...

...líttu í kringum þig kona, það eru flestir að hugsa um gjafir, tré og mat, ekki trésmiðinn. Því miður. Það var það sem ég vildi koma til skila. :-)

En, það var Franklin Delano Roosevelt sem sagði að við hefðum aðeins eitt að óttast, óttan sjálfan. Það var alveg rétt hjá honum og ekki langt frá orðum trésmiðsins frá Nazaret. Verst að FDR var með skirteini frá CIA...

...oh well.

Linda, 3.12.2008 kl. 11:30

29 Smámynd: Linda

Takk J.E

Skil vel hvað þú átt við, og ég held að þú skiljir mig. Þetta "Í" vantaði gjörsamlega hjá mér.

Sem Kristin einstaklingur, þá skil ég hvað það er að vera talin eitthvað gaga fyrir að trú á Guð, það er oft særandi sem er sagt um okkur, og okkur eru gerðar um skoðanir sem eru oftast ekki réttar eða oftúlkaðar. 

Ég er mjög hrifin af Íslenskri sögu, þjósögum og öllu sem kemur okkar merkilegu fortíð við.

Vildi líka taka það fram að ég er ekki par hrifin af þessum öfgum sem tengjast jólum í dag, ég held að okkur væri nær að fara í kirkju eða höf, borða góðan mat, spjalla, gefa í hófi enn með gleði, ekki vegna þess að fólk vill fá gjöf og þarf að gefa (æi þú skilur hvað ég á við)og mest af öllu sýna kærleika allan ársins hring ekki bara á þessari hátíð.

bk og þökk fyrir málefnalegar umræður.

Linda.

Linda, 3.12.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband