Hegðið yður eigi eftir öld þessari,.....

Það er svo auðvelt að verða reiður þessa daganna, látið mig kannast við það, ég slepp ekki við tök reiðinnar frekar en aðrir.  Þegar ég heyrði þessa frétt um umæli forsetans þá sagði ég við sjálfa mig, "gott hjá honum" hættum að láta troða okkur um tær o.s.f.v.  

En, eins og mér er vant rann af mér reiðinn, og ég fór út að ganga, með litla yndið mitt (hundurinn Wink), þegar ég geng þá er ég á bæn, ég hætti ekki að biðja fyrr en ég kem heim aftur, og það kemur fyrir að ég fái opinberun, það skeður bara þegar ég næ að opna það sem ég kalla bænargáttina, þegar opinberun á sér stað, fyllist ég af kyrrð og auðmýkt.

Í dag var opinberað eftirfarandi:

biðjumEkki hætta að biðja fyrir þjóð og leiðtogum hennar, hvettu fólk til þess að biðja, og fyrirgefa misgjörðir allra sem fara gegn þér (okkur) Eina leiðin fyrir okkar þjóð að sigrast á þessu ástandi er með bæn og sækja í Drottinn, þá fyrst fer að koma lausn inn í mál þjóðarinnar,  og hann mun leiða okkur út úr þessu.  En við verðum að sækja í hann, með auðmýkt og fyrirgefningu í hjarta, og gegn þeim sem okkur finnst ofsækja okkur mun Drottinn mun leiða okkur til sigurs.

Auk þess fann ég á mér að við ættum að íhuga varlega Faðir vorið þegar við förum með það og nota það óspart þegar við biðjum, hugleiða hvert orð og leyfa því að fæða okkur andlegri næringu. Með því að smella á "rauðletrað Faðirvorið farið þið í allan kaflan sem á mjög vel við í dag og er góð lesning".

Orð ritningarinnar í dag eru tvíþætt eitt eru úr Rómverjabréfi 12:2 takið þetta orð, íhugið það, þar til það nær að festa sig. Næsta orð er úr Jeremía 17:7-8, ég heyrði þetta orð á Lindinni þegar útvarpað var frá samkomu hjá Fíló og það snart mig djúpt og það á mjög vel við, í mínum pælingum í dag.

2Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna

7Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt.

    8Hann er sem tré, sem gróðursett er við vatn og teygir rætur sínar út að læknum, _ sem hræðist ekki, þótt hitinn komi, og er með sígrænu laufi, sem jafnvel í þurrka-ári er áhyggjulaust og lætur ekki af að bera ávöxt


mbl.is Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen! Flott grein Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Linda

Takk Haukur  en Guð á dýrðina, og gefur mér það sem til þarf. Ég vona að þetta beri góðan ávöxt.

bk.

Linda.

Linda, 12.11.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Amen! kærleikskveðja til þín ég tek undir allt sem þú skrifaðir við erum systkyn og hann er faðir okkar hvílíkur Faðir Amen

Kristín Ketilsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

keep up the good work sis.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Linda, já nú er ég sammála, við eigum fyrirheit um að Guð svari bænum okkar, ekki mótmælum

Kristinn Ásgrímsson, 12.11.2008 kl. 20:39

6 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Kiddi fyndinn.

Frábær pistill.

Yndisleg vers sem þú vitnar í úr heilagri ritningu. Greinilega þarflegar gönguferðirnar með yndinu þínu.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:48

8 Smámynd: Linda

Takk Bryndís mín, ég skal reyna, takk fyrir síðast sis var ég búin að segja það kannski jæja það skaðar ekki að segja það aftur hahah.

Linda, 13.11.2008 kl. 00:38

9 Smámynd: Linda

Haha góður Kiddi, skildi alveg hvað þú áttir við sko, en ég er pínu lítill hippi í mér og nýt þess að mótmæla af og til, nú svo tilheyri ég líka mótmælenda trúnni engin tilviljun þar thíhí

bk Linda

Linda, 13.11.2008 kl. 00:41

10 Smámynd: Linda

Takk Birna mín, þú kemur vonandi fljótlega í göngu með mér

Svo er það hún Rósa yndislega, takk fyrir síðast, mikið var gaman að sjá þig. Já þessar göngur með "yndinu mínu" (ég veit sko hvað þú þetta orð stóð í þer) hahahahahah, en ok, já mínar bestu stundir með Guði eru þegar ég er úti að labba með YNDINU mínu.  og þessi ritningar vers eiga svo vel við í dag.

Knús á alla sem hér lesa og skrifa. Með Guðs blessun og visku inn í ykkar líf.

Linda.

Linda, 13.11.2008 kl. 00:45

11 Smámynd: halkatla

Satt!

halkatla, 15.11.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband