Louie Giglio - Laminin - margmiðlunarefni um Guð og prótín

Jæja, ég datt inn á merkilegt margmiðlunarefni þar sem predikari ræðir um hversu dýrðlega við erum skopuð, ég er búin að horfa á þetta í tvígang og get ekki annað sagt en "MERKILEGT". það er engin tilviljun í sköpun okkar, endilega horfið á efnið og dæmið sjálf.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Linda.

Þetta var áhugavert. Ég veit lítið um hvernig Prótein sameindir líta út. Ég veit bara að ég á súkkulaðimauksógeðsdall af þessu heima fyrir. Ég verð því í raun að taka undir með Jón Grétari hérna. Ég held að það hafi aldrei verið áætlun neins af innsta hring Jesú að Krossinn yrði tákn kristinna manna. Eða þá að það hafi verið ásetningur Guðs að smíða Prótein í formi aftökutækis sonar síns sem einhverskonar vísbendingu á uppruna okkar.

En þetta var skemmtilegt engu að síður.

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 16:58

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er alveg frábær predikari og tengingin er ekta! Linda!

Það er til ein saga sem ég las fyrir mörgum árum um Skaparann. Hann hafði skapað himin og jörð og fólkið. Fólkið fór að lifa eigin lífi svo Guð varð einmana yfir því að að vera ekki í sambandi við sína eigin sköpun.

Þá ákvað Guð að ná samndi við fólkið. Hann útdeildi vandamálum og þjáningu til þess fólks sem honum leist best á!

Og viti menn! Þetta fólk kom á sambadi Guðs við sína eigin sköpun aftur...all þessu fólki að þakka sem að vísu eyddi lífinu í þjáningu, enn aðalsamand Guðs við eigin sköpun!

Ég man ekki alveg hvar og hvenær ég las þetta. Enn datt þetta í hug þegar ég sá þetta frábæra myndband.

Þú veist að ég er fátækur í trúfræðum enn datt í hug að Guð gæti verið súrefnið sem umlykur jörðina og hvað getum við verið lengi án súrefnis t.d. Svona er ég nú að rembast að mynda mér einhverjar hugmyndir um Guð þó þær hljómi barnalegar í eyrum einhverja sem eru búin að stúdera þetta í mörg ár...

Óskar Arnórsson, 8.7.2008 kl. 03:50

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Linda!

Mikið er þetta gott hjá þér! Alltaf gaman að líta á þetta hjá þér.

Kær kveðja

              Halldóra.
 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.7.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Linda

Sæl Halldóra takk fyrir það.

Sæll Óskar minn, við þurfum öll að bögglast með trúna af og til, slíkt getur verið erfitt, en traust er lykilatriði.

Sæl Birna mín, sömuleiðis og takk fyrir innlitið.

Sæll Pax, mundu að stundum þarf maður að stíga út fyrir það sem maður telur sig vita.

Sæll Jón Grétar - oh ye of little faith 

knús

Linda, 8.7.2008 kl. 11:07

6 identicon

ég þarf endilega að gefa mér ´tíma til að horfa á þetta Linda mín!!

Ása (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 20:42

7 identicon

"Sæll Pax, mundu að stundum þarf maður að stíga út fyrir það sem maður telur sig vita."

 Mikið rétt!

Jakob (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:06

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..furðulegt að þú skyldir segja "TRAUST" Linda! það kom vinur minn í dag og gaf mér fyrirlestur um traust! og setti það á GSM símann minn...ég er agndofa yfir þessum fyrirlestri eða samtali réttara sagt!..

Óskar Arnórsson, 9.7.2008 kl. 01:40

9 Smámynd: Linda

Sæl Ása - já gerðu það endilega, það er alveg þess virði.

Sæll Pax -

Sæll Óskar - traustið er stundum það erfiðasta sem við gefum, það á við í öllu sem kemur að okkar lífi.

knús

Linda, 9.7.2008 kl. 12:06

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Knús á þig. Vildi að ég kynni að setja svona á blogg...Knús á þig..

Óskar Arnórsson, 9.7.2008 kl. 15:28

11 Smámynd: Linda

Hæ Óskar ertu að tala um að setja svona myndband.  Það er ekkert mál.  Gerðir það svona.

Ferð á youtube.com vefinn þar sérðu myndband sem þig langar til að deila með okkar ferð því í gegnum eftirfarandi skref.

1. til hægri við myndbandi stendur "embed" svo er þar góði, settu bendilinn á kóðann og smelltu svo hann verður blár veldu síðan copy.(hægri smella)

2. á bloggið þitt þegar þú ert búin að skrifa það sem þú ætlar að skrifa varðandi myndbandið, velur þú "NOTA HTML-HAM" 

3. síðan setur þú bendilinn þar sem þú vilt að myndbandið komi inn, yfirleitt á bak við síðasta punktinn í greininni :) og gerir paste (skeyta) síðan velur "NOTA GRAFÍSKA HAM" og þá kemur svona skrítinn mynd inn, með svona sneið af filmu, þá bara vista og myndbandið kemur á síðuna þína.

knús

Linda, 9.7.2008 kl. 16:32

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég ætla að prófa! Er með svo fínar klippur og leiðinlegt að geta ekki sett þetta inn..

Óskar Arnórsson, 9.7.2008 kl. 16:52

13 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hann sannfærði mig ekki blessaður prédikarinn, sennilega vegna þess hve duglegur ég hef verið að lesa verk Lúters. Mér finnst gaman að lesa sköpunarsögu englanna. Því miður hafnaði það rit utan ritasafns biblíunnar okkar góðu, en lesturinn er upplífgandi og skemmtilegur. Í raun ef við lítum á málið erum við einskonar englar, eitt og sérhvert okkar. Orðið ENGILL merkir í raun sendiboði. Og það er einmitt það sem við erum, sendiboðar fyrirheitis Guðs.  Við bregðust á hverjum degi sköpunarhlutverki okkar. Í staðinn getum við vera kynningarfulltrúar Guðs ríkis. Boðberar þess besta og fallegasta sem er til. Boðberar og sendifulltrúar guðsviljans. Þannig ber okkur að boða trú á það sem er gott, fallegt og talar vilja Guðs. Mér fannst þessi gutti þarna í videoinu vera soldið "sjálfsupphafningarmiðlægur".  Auðvitað eigum við að peppa upp hvert annað.  En verk okkar eiga að benda á Guð, rétt eins og kraftaverk Jesú Krists. Trúum við á Jesúm Krist, erum við góð og prúð, en jafnframt mannleg. Kraftaverk frelsarans Jesú Krists voru ekki til að leysa heilbrigðisvanda samtímans, heldur til að benda á Guð, að fólk fengi trú á hann og engan annan. Það eiga verk okkar að gera. Eflir svona prédikari okkur í verkefni okkar, er það vel, ef ekki þá "er hann sem vatnslaust ský, sem berst fyrir vindi." :)

Baldur Gautur Baldursson, 9.7.2008 kl. 20:05

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Baldur! Hvar er sköpunarsaga englanna? Ég er að leita að einhverju svona. Jesú var einmitt ásakaður um það sama og þessi predikari og allir predikarar. Einhverjir fóru að sálgreina Jesú í USA og fengu sömu niðurstöðu Baldur! Enn rökin þeirr voru ekki góð. Endirinn á þessari rannsókn sem ég hefði kanski átt að geyma, að Jesú hefði verið haldin mikilmennskubrjálæði. Öll vísindagreinin var gerð af "sprenglærðu" Phd fólki og ekki vantaði spekina. það var engin vandi að sjá að þetta var gömil Pearl og Freud analys í amerískri útgáfu. Svo ég henti þessu.

Ef Guð er loft, þá umlykur hann alla jörðina, manneskjur, dýr og náttúru, og ekkert getur lifað lengi án lofts. Núna les ég allt um Jesú.

Auðvitað er ENGILL sendiboði og það skiptir ekki máli hvernig hann talar, hvað hann segir, hvernig hann er á litin, hvaða tungumál, hversu gamall eða hvern hann sannfærir.

Jesú sannfærði ekki alla og var drepinn fyrir það. Aldrei spáð í það fyrr, enn mér finnst það ljótt mál..

Ef þú átt nafn á bók eða einhverju tipsi um sköpunarsögu engla, máttu skella því hérna. Kraftaverk Jesú eru að ske á hverjum degi. Bara ekki fyrir alla nákvæmlega eins og á þeim dögum sem hann var uppi..ábyggilega ekkert létt að vera "sendiboði", því þeir verða oft fyrir árásum og margir drepnir..

Óskar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 07:03

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

..var að skoða Orðið...krítik getur þýtt krossfesting ef það er skoðað nákvæmlega..og ég tek það alvarlega..

Óskar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 07:08

16 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ágæti Óskar

Svarið við spurningu þinni varðandi tilkomu englanna liggur í hinu svonefnda "utankanóníska" riti Enoksbók.

góðan lestur...

Baldur Gautur Baldursson, 11.7.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband