Messianic Gyðingar verða fyrir árás í Ísrael.

Lögregla í Ísrael rannsakar nú sprengju árás sem gerð var að heimili Messias Gyðinga, 15 ára drengur slasaðist illa í þessari fólskulegu árás.  Sprengjan var var falin í gjöf til heimilisins. Drengurinn liggur þungt haldinn á Beilinsons sjúkrahúsi þar sem varð að fjarlægja þurfti fótlegg, ekki er vitað hvað verður um sjón hans. 

Samfélagið er harmi slegið yfir þessari árás, sem margir vilja meina sé vegna trúar fjölskyldunnar. Haft er eftir sumum að öfgatrúar Gyðingar hafa framið þessa árás. Lögreglu yfirvöld skoða nú alla möguleika.

Messías GyðingdómurinnRoni sem er tengdur fjölskyldunni og Messías Gyðingur sagði að miklir fordómar og ofsóknir eru í samfélaginu gegn þeim, þó aðallega frá öfgatrúar Gyðingum og öfgatrúar Múslimum.  Kveikt hefur verið í samkomu húsum þeirra, ráðsit gegn heimilum þeirra. En á þessu stígi er ekki hægt að segja með fullvissu að þessi árás sé vegna trúarlegs ágreinings. Hann segir ennfremur að Messías Gyðingar vilja ekki trúa því að þetta gæti komið innan hópa Gyðinga, en því miður þá verða allir sem eru Messías Gyðingar fyrir þessum fordómum synagogur þeirra eru ekki undanskildar frekar en annað.

15.000 Gyðingar í Ísrael teljast sem Messías Gyðingar, þeir líta svo að að þeir séu að brúa bilið sem er á milli Gyðingsdómsins og hins Kristna heims, áherslur þeirra eru GT sem og NT. Þetta virðist þó valda sumum öfgatrúar Gyðingum höfuðverk, því þetta stríðir gegn þeirra skilning á því hvað það er að vera Gyðingur.

Drengurinn er yngstur af sex bræðrum, sem allir þjóna í elíta sveitum Ísraelska hersins. Langflestir þeirra sem eru Messías Gyðingar gegna herskildu fyrir land og þjóð.

Hægt er að lesa alla fréttina með því að smella hér.

Bloggari þýddi ofgreint lauslega, mælt er með að fólk lesi sér til um þetta mál í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Með því að smella hér getið þið lært meira um Messías Gyðingdóminn.

 

Athugsemdir eru leyfðar við þessa færslu, þó er bent á að fólk skal hafa aðgætum á orðum sínum, hér er ekkert níð leyft eða blót eða árásir gegn einum eða öðrum, allt skal fara málefnalega fram, takist það ekki verða athugasemdir umsvifalaust fjarlægðar og þræðinum lokað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Jesús ég bið hér og nú fyrir honum og þessari fjölskyldu.

I Jesú nafni ákalla ég frið , lækningu og lausn þeim til handa.

Svo bið ég hér og nú um frið fyrir alla þá Krista sem þurfa að sæta slíkt i Jesús heilaga nafni . Amen.

Friður sé yfir Israel. Amen.

Aida., 25.3.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Linda

Mikið er þetta fallegt Arabína, ég tek undir með þér þessa bæn. Þúsund þakkir fyrir orð þín.

Knús

Linda, 25.3.2008 kl. 20:47

3 identicon

Sæl Linda mín.

Það fer alltaf um mig þegar ég fæ fréttir af svona fólskuárásum,við eru að sjálfsögðu alin upp við allt annað umhverfi.En það er ekkert sem réttlætir svona athæfi.Og svo fela þessir DRÁPSMENN sig alloft,það er heigulsháttur.Og enginn veit hverjir þeir eru!

Ég bið Ísraelsríki friðar og ÖLLUM íbúum þess,einnig bið ég fyrir Jerúsalem.  Sæl að sinni,  Linda mín.

SHALOM.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 02:27

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

það væri óskandi að þessi stríði fari að ljíka. Þeir eru farnir að tala saman aftur eitthvað og það er engin afsökun til sem afsakar svona fólskulega árás hver sem  gerir hana og hvaða afsökun sem viðkomandi notar.  Ég hef verið í japanskri hreyfingu sem heitir MAHIKARI og hægt er fyrir hvern sem er að læra á 3 dögum. Það sem er sérstakt við þessa andlegu hreyfingu er að allir eru velkomnir sama hvaða trúarhreyfingu þeir tilheyra og líka þeir sem tilheyra engri. maður fær men sem maður setur um hálsinn sér sem er sérstaklega búið til fyrir hvern og ein og svo sest maur fyrir framan fólk og gefur því "ljós". Get útskýrt þetta betur ef þú vilt, en þessi hreyfing er líka til á Íslandi.

Ég var vantrúaður á þetta en það þarf ekki að trúa neinu. þetta virkar jafnvel samt. Menið lét ég um háls móður minnar þegar hún var jörðuð sem verndargrip fyrir hana og til að gefa henni það sem mér þótti allra heilagast fyrir mig. Þú getur googlað  þetta  á netinuef þú hefur áhuga.  Meðlimir eru kristið fólk, hinduistar, múslumar, "heiðingjar"  og allir sem vilja. Aðeins ein kirkja er til, og er hún í japan.  Ekki má byggja kirkjur til að fyrirbyggja dýrkunn.

En þakka þér fyrir fróðlegan pistill, ég hef áhuga á öllu sem heitir andleg mál og notaði þetta þar til ég gaf móður minni það. Til þess að fá annað men þarf ég að fara á eitt námskeið til viðbótar. Ég er þegar búin að fara á þrjú.

PS. Hefði líklegast aldrei sagt frá þessu nema á lokaðri síðu.

Óskar Arnórsson, 26.3.2008 kl. 04:34

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Linda, þetta er afar sorglegt. Messíanskir gyðingar eru að mínu mati ekki nein hætta við gyðingdóm. Þeir eru í fyrsta lagi vart 15.000 eins og þeir segjast vera, og fjölgar mjög lítið. Þetta eru nú orðið mest rússneskar fjölskyldur, sem hafa lent í vandræðum með trúarofstæki og sem gerir að sumir í fjölskyldunni mega og geta ekki verið gyðingar meðan aðrir geta það. Það eru því aeins gyðingar sem þurfa á því að halda vegna strangleika gyðingdóms sem, draga Jesús inn í sína trúa.

Þeir sem reyna að myrða Messíanska gyðinga eru ekki gyðingar, því þeir brjóta lögmálið. Samkvæmt þeirra eigin meðölum eiga þeir enga náð lengur fyrir ásjónu Herrans.

Mér er næst að halda að þetta mál sé tengt unglingspiltum, jafnvel skólafélögum drengsins, sem hafa gert einelti að höfuðglæp.

Óskar, er ekki rétt að Mahikari fólk trúi því að Jesús sé grafinn í Japan og einnig bróðir hans?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2008 kl. 06:44

6 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir Óskar, fróðlegt. 

Sæll Vilhjálmur, engin grunur liggur á skólafélögum eða drengjum sem tengjast þeim særða. Því miður er staðreyndin sú að þeir eru að lenda í gífurlegum ofsóknum, og maður getur séð það í "talkback" (mikið reiði og hatur í þeirra garð)umræðunni sem fylgir fréttinni sem ég hlekkja á, auk þess sem önnur frétt er samtengd.  Það eru öfgar innan allra trúar hópa, gyðingar eru ekki þar undanskildir, en eins og fréttin segir þá er málið í rannsókn og öfgatrúar Gyðingar sem og öfgatrúar múslímar eru nefndir ekkert hefur verið sannað á þessu stígi.  Í annarri frétt sem tengist þessu er talið að þetta gæti verið skilaboð frá  Palestínu aröbum, því Messías Gyðingar er með öflugt starf sem er Palestínu mönnum til hjálpar á þessum erfiðu tíma, þá er verið að tala um líknarstarf og eitthvað trúboð, þetta fer fyrir hjartað á ofstækisfullum múslímum.  Þannig hér sitja allir undir ransókn og vonandi mun þetta koma í ljós fyrr en síðar og réttir menn verða dæmdir í þessu máli. 

Það er alveg rétt þegar það kemur að lögmálinu og Gyðingsdóminum, en þó að ég sé stuðnings maður Ísraels og þeirra rétt til þess að vernda land og þegna, þá útiloka ég ekki að Gyðingar eins og hver annar geri hluti sem er andstætt því sem gott er, enda venjulegt fólk eins og við. Takk fyrir þinn fróðleik inn í þessa umræðu, met hann mikils.

Sæll Valgeir, mikið er gaman að sjá þig, hef flygist með þér og vissi að þú værir upptekin, og nokkuð hress, ég gæti ekki verið meira ánægð fyrir þína hönd. 

Þórarinn - takk vinur, já þetta er sorglegt, maður átti ekki von á að sjá svona frétt, en, það er jú gott að fá mismunandi hliðar á þeim öldu gangi sem tengist þessari þjóð, við biðjum henni friðar sem fyrridaginn.

knús alles.

Linda, 26.3.2008 kl. 12:10

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æðisleg grein Linda, ég er loks kominn aftur og farinn að lesa það sem ég missti af í fríinu. Takk Linda mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.3.2008 kl. 21:52

8 Smámynd: Árni þór

 Fékk þetta sent frá Messíösum gyðingi;   Tragedy Strikes a Fifteen Year Old Believer  In Israel 

Tragedy Strikes a Fifteen Year old Believer  In Israel

 

It is so surreal, we were just talking about the needs in this area and the religious persecution Believer are facing. Then it it's close to home, a young boy of fifteen opens his father mail

 

I spoke to Judith tonight about the Pastor's fifteen year old son  that was injured when a package meant for his father exploded in his arms.  Judith and I, wanted you to send out a prayer and support request for his family.  Right now their focus is just on the fifteen year olds immediate medical situation which is grave, but the initial shook is wearing off of the rest of us in the believing community and we are seeing that they will need practical financial assistance. 

 

The hospital is a distance from their home so there will be expenses of living away from home during these critical days.  Also, they really don't have a home to live in right now.  The apartment was severely damaged by the blast.  So powerful was the blast that three stories down car windows were blow out.  The Lord's arms were around Ami, it is amazing that his vital organs were not destroyed by the shock waves of that size of a blast.

 

It  is  a miracle this fifteen year old is alive, but he is in very serious condition.  Today was a series of more surgeries to try and save his eyes and limbs.  So far he has only lost a few toes and one lung was damaged. 

 

All of our children here are on alert to not open or even touch unknown packages or bags.  Whoever sent this package to this home meant for it to kill someone.  This Believing community  like other believing communities has received much harassment in recent days from Ultra Orthodox Jewish groups.  Cameras were even installed at the  home by the police because of this harassment.  There is also the possibility (although slim because Arabs have no access inside of the West Bank settlement) that it was the work of fanatical Muslims because of David's work to bring Muslims to faith.  Either way, it was clearly a message to all of us in ministry here and we are taking precautions.

 

.My daughter said that he is a sweet fun-loving kid--very active, especially in his youth group and community. 

 

This family will need prayer and financial help.

 

Blessings,

Lisa Rhodes

Message Header lydiaproject@michaelroodministries.com"Blessed are the poor in spirit: for theirs is the kingdom of heaven. Blessed are they that mourn: for they shall be comforted. Blessed are the meek: for they shall inherit the earth. Blessed are they which do hunger and thirst after righteousness: for they shall be filled. Blessed are the merciful: for they shall obtain mercy. Blessed are the pure in heart: for they shall see God. Blessed are the peacemakers: for they shall be called the children of God."- Matthew 5:3-9 866-918-1360 This email was sent to arnith@simnet.is, by lydiaproject@michaelroodministries.com

Árni þór, 27.3.2008 kl. 00:41

9 Smámynd: Linda

Sæll Haukur minn, gaman að sjá þig.

Trú von og kærleikur, frábært að fá þetta frá þér, þetta er all svakalegt og maður er miður sín að heyra um svona lagað.  Ég þakka þér innilega fyrir þetta innlegg.

kv.

Linda, 27.3.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband