Smá vitnisburður um Vineyard og síðan Efesus 6:11-18 kall til hernaðs? (Not)!

Jæja ágætu vinir, það er komin yndisleg vakning til landsins, vakning sem ég hef ekki upplifað að svo stöddu, en hef verið þess aðnjótandi að heyra annað fólk lýsa upplifunin á slíkan máta að maður getur ekki annað en samgleðst því fólki, þó svo maður hafi ekki farið sjálfur á samkomu og reynt andann sem þar er á ferð. 

Þegar ég bjó erlendis þá tilheyrði ég söfnuði sem heitir Vineyard sem var svo dásamlegur og kærleiksríkur að maður vissi upp á hár að þarna var ekkert nema "gott". Þegar ég veiktist heiftarlega á þessum árum þá voru það bænarhermenn frá Vineyard sem komu til mín á sjúkrahúsið þar sem ég lá hræðilega þjáð og báðu fyrir mér, sem hafði afgerandi og dásamlegar afleiðingar sem ég tíunda ekki hér. Guð á dýrðina af því sem skeði í framhaldi af þeirra fyrirbæn. 

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er margþætt og það þjónar engum tilgangi að fara út í þá sálma hér, Vineyard er og verður ávalt mér afskaplega kært samfélag og ég vona svo sannarlega að fólk sæki Vineyard heim, og ekki þarf að fara til útlanda til þess, heldur er þessi söfnuður komin til íslands og búin að vera hér í nokkur ár, auk þess sem það eru ekki ófáir söfnuðir sem notast við lofgjörð frá Vineyard til þess leiða fólk í söng til Drottins.

*****************************************************************************

Armor_of_God

Í Efesus 6 er að finna merkan kafla um andlegan hernað, enda vitum við sem trúum að barátta okkar er ekki við mannleg öfl heldur andleg öfl.  Til þess að verjast þurfum við að styrkja okkur trúarlega og sú samlíking sem Páll gefur okkur í þessum kafla er afar myndræn og gefandi og ég tel nauðsynleg fyrir alla sem yðka mikið bænarlíf, líkt og Vineyard söfnuðurinn.  Hér fyrir neðan ætla ég að birta Efesus 6:11-18

11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.

    12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.

    13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.

    14Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins

    15og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

    16Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.

    17Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.

    18Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.

Útilokum ekki vakningu vegna ótta við fortíðar drauga, heldur tökum höndum saman í trú og allri einlægni sem börn væru og leifum Guði að leiðbeina okkur og leiða okkur í sannleikann, því þegar við sækjumst eftir því sem er frá Guði þá munum bara finna Guð.

Með Guðs blessun.

 

Minni á www.baenaganga.com og stefnuskrá Vineyards sem er ígrunduð í ritningunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Linda og takk fyrir þetta. Ég man vel eftir John Wimber þegar hann byrjaði að koma til Englands um  1980. Á þeim samkomum var sterk nærvera Guðs og ferskur vakningarþytur. Allar trúarvakningar hafa haft sínar jákvæðu og síðan neikvæðu hliðar. Af því að í vakningunni er fólk. Guð er að vinna í fólki. Í gamla testamentinu lesum við að það átti að bera sáttmálsörkina af 4 prestum . En hvað gerðu Ísraels menn eitt sinn ? Þeir settu örkina á vagn. Örkin var ennþá sáttmálsörk Guðs, en það var farið með hana á rangan hátt. Þetta hefur gerst allstaðar í gegnum tíðina í öllum kirkjudeildum og hreyfingum.

Sammála Kristindómurinn er barátta, ég elska öfluga baráttusöngva.

Kristinn Ásgrímsson, 3.11.2007 kl. 09:35

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Linda.

Sammála, man eftir þegar John Wimber byrjaði að koma til Englands um 1980. Það voru frábærar samkomur. Eg tel að allar trúarvakningar og kirkudeildir hafi haft sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Einfaldlega af því að þær hafa samanstaðið af fólki sem Guð hefur verið að móta.

Guð blessi þig og berstu trúarinnar góðu baráttu.

Kristinn Ásgrímsson, 3.11.2007 kl. 09:44

3 Smámynd: Linda

Takk Kiddi fyrir innlitið, já hann John var merkilegur maður og hann skildi eftir sig söfnuð sem er dásamlegur.  Ég sakan míns gamala samfélags, en, það ert gott að heyra lögin frá þeim í samkomu húsum Íslands. 

 Það er sía á athugsemdum hjá mér því koma athugasemdir ekki strax, ég fæ þær fyrst og gef leyfi á þær, svo þótt þær sjáist ekki strax þá munu þær birtast við fyrsta tækifæri. 

Láng flestir sem skrifa hér inni fá athugsemdir sínar birtar, það þarf að vera afgerandi dónaskapur, árás á trúaða eða hreint og beint farið út í annað efni en hér er skrifað um hverju sinni til þess að athugasemd fáist ekki birt.

Linda, 3.11.2007 kl. 11:04

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Linda.

Takk fyrir þetta góða innleg um Vinyard kikrjuna. Bókabúð Vegarins selur bækur eftir John Wimber ef fólk vill kynna sér manninn.Tónlistin frá Vinyard hefur blessað marga og syngjum við lögin þeirra bæði á samkomum og í bænahópum í heimahúsum.

Ég tek undir með Kidda,það er mikil ábyrgð sem fylgir þvi að vera
manneskja og fara vel með gjafir Guðs,sérstaklega þegar Vakning og vitjun frá himninum fellur yfir land og þjóð.Guð þekkir þetta vandamál okkar!

 Þessvegna er gott að vita að Sálum 103;14-
Því hann þekkir eðli vort,minnist þess að við erum mold

Fyrstu versin í sama sálmi eru yndisleg;

Lofa þú Drottinn sála mín,og allt sem í mér er hans heilaga nafn

lofa þú Drottinn sála mín,og gleym eigi neinum velgjörðum hans.

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,læknar öll þín mein,

leysir líf þitt frá gröfinni,krýnir þig náð og miskunn.

Hann mettar þig gæðum,þú yngist upp sem örninn.

 

Blessun og friður gleði hjarta þitt í dag.

Helena Leifsdóttir, 3.11.2007 kl. 11:45

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Linda þú ert bænahermaður, berst fyrir sálum manna. Okkar Drottinn er Drottinn hersveitanna. Já vakningin er kominn við herbúumst og berjumst við hin illu öfl í himingeiminum, ekki við fólk af holdi og blóði heldur við andaverur vonskunnar í himingeiminum. Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 3.11.2007 kl. 13:09

6 identicon

Svona lesning,gefur mér vellíðan og færir mig nær almættinu.Haltu áfram að skrifa á þessum KÆRLEIKSRÍKU nótum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 08:29

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 20:23

8 Smámynd: Linda

Voðalega eruð þið öll yndislega, takk fyrir hlýlegar kveðjur.

Linda, 5.11.2007 kl. 05:20

9 identicon

Takk yndisleg. Vildi láta þig og þá sem eru að kíkja á síðuna þína að Ármúlinn flytur í safnaðarheimili Grensáskirkju næsta föstudag. 9 nóvember, Svo er það auðvitað gangan og svo tónleikarnir, Er að fara á eftir og skrifa undir í höllinni. Það verða svo magnaðir tónleikarnir. Svo hef ég farið tvisvar á samkonu þar sem Kevin White var að predika og það var frábært. Hann var á herkvaðningu Krossins og frestaði för sinni heim um eina eða tvær vikur vegna vakningarinnar sem er hér. Guð er svo góður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 12:13

10 identicon

Já og Haukur minn var búin að velja það sem átti að fara á krossinn hans þegar hann mundi deyja. Það var efesus 6 kafli 10-20 vers.Hann þráði að verða heilbrigður og vera hermaður Drottins.Hann er í dýrðinni hjá drottni í dag.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 12:17

11 Smámynd: Linda

Vá Birna mín þetta er æðislegt bara, ég er svo þakklát fyrir alla þá trú og hreyfingu/vakningu sem er í Íslensku samfélagi, það gefur mér svo mikla von, því ekkert særir hjarta mitt jafn mikið og að vita til þess að fólk hafni Jesú.  Mín bæn er sú að þeir sem hafa áður hafnað honum munu finna hann núna í dag og á næstu dögum, að vakningin sem er í gangi mun bless alla þjóðina og leiða fólk til Drottins að hermenn Drottins munu sjá til þess að ekkert fari út í villu og vera vökulir gegn þeim anda sem er í stríði við okkar Blessaða Drottin og Heilagan anda sem hann skildi eftir handa okkur.

Knús til þín og Guð blessi þig og þína.

Linda, 6.11.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband