Freedom Writers á DVD

Dásamleg mynd með einu orði sagt.  Hér er ekki um að ræða þessa hefðbundnu myndir "hvítur kennari kemur í innriborgina til þess að bjarga þeim fátæku frá fáfræðslu og eymd"  þetta er ekki formulu mynd, hún er eitthvað svo miklu meira enn maður átti von á, eða þorði að gera sér vonir um.  Ég mæli eindregið með henni.  Hillary Swank er hreint frábær í þessari mynd.  Sumar  myndir skilja eftir sig för, maður gleymir þeim ekki, maður man söguna, karakterana maður einfaldlega man.

Hotel Ruwanda er ein slík, Shooting Dogs og núna Freedom Writers myndir sem gefa eitt það dýrmætasta sem fólk getur átt "von" og fjölskildu hvoru tveggja kemur ekki alltaf úr þeirri átt sem þú átt von á.

A+ og Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

 Kæra Linda bloggvinkona það sem við kristnu bloggararnir höfum skrifað á mbl. bloggið hefur farið óskaplega í taugarnar á nokkrum einstaklingum sem hafa séð sig knúna til þess að níða okkur sem mest þeir geta, vegna þess að við bendum á Biblíuna og Jesú Krist, en það er ekkert nýtt undir sólinni einsog meðf. orð ber með sér Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni  Lúkasarguðspjall 6 kafli

 22 Sælir eruð þér, þá er menn hata yður, þá er þeir útskúfa yður og smána og bera út óhróður um yður vegna Mannssonarins.
23 Fagnið á þeim degi og leikið af gleði, því laun yðar eru mikil á himni, og á sama veg fóru feður þeirra með spámennina.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.8.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hæ Blinka (blogvinkona) mín.  Nú ertu búin að gera mig forvitna, ég ætla að sjá þessa mynd ef ég get haft uppi á henni. -Hvaða leikendur eru í henni og hvenær kom hún út? Það ætti að duga "viddanum" mínum á leigunni til að finna hana fyrir mig. Knús til þín og þinna. X

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.8.2007 kl. 03:40

3 Smámynd: Linda

Hæ Helga, gott að sjá þig aftur hér inni.  Já þetta er yndisleg mynd.  Ég fékk hana leigða í Bónus Videó.  Alveg þess virði að borga 650kr

Linda, 7.8.2007 kl. 04:56

4 Smámynd: Linda

Ja hérna Helga ég er greinilega sybbinn, hér kemur rétt svar sem getur væntanlega hjálpað þér í Englandi Hillary Swank er í aðal hlutverki, myndin kom út hér á DVD í lok Júlí, svo hún ætti að hafa verið á svipuðum tíma eða mánuði fyrr í UK. Hér er hlekkur á frekari upplýsingar "Freedom Writers"

Linda, 7.8.2007 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband