Gamlar og góðar komnar á DVD

Ég skellti mér á næstu leigu, er ekki mikið fyrir útilegur, og ákvað að sjá hvað væri til sem ég væri ekki þegar búin að sjáBlush ok jú það er fullt af myndum sem ég hef ekki séð, enn ég hef ekki smekk fyrir öllu því sem kemur út.  Ég stóð þarna inni í örvæntingu (næstum því) þar til ég kíkti á einn rekkann og viti menn þar var margt að skoða og sjá, finn ég ekki mynd með fallegasta manni allra tíma "Cary Crant" og skvísunni Doris Day.  Myndin heitir "That Touch of Mink", mikið rosalega skemmti ég mér vel með honum Cary sæta og jú Doris, myndin var létt og skemmtileg, ég hló mikið og andvarpaði þegar ég horfði á Cary (laaaaaaaaaaaaaaaaaangt andvarp hér) 

Ok, Clooney er svona Cary wanabe, enn, því miður það verður engin eins flottur og Cary var.  Svo þegar ég athuga betur, þið vitið hvenær myndin var gerð og hvenær Cary vary fæddur, þá kemur í ljós að maðurinn var 58 ára gamall þegar þessi mynd er gerð 1962.  Maðurinn fæddist í byrjun síðustu aldamóta 1904.  Ef þið hafið tíma kíkið á myndir með Cary, enn sleppið Arsinik & Old lace, hún er lélegust og hann þoldi þá mynd ekki sjálfur.

Cary var spurður af blaðamanni "hvernig það væri að vera Cary Grant" og hann svarði "I don´t know, ask him when you find him"LoL eða eitthvað í þessa átt.

Jæja, um að gera að leigja sér gamlar góðar, þær gefa manni góðar stundir og skilja oftast eftir sig vellíðan og ró.

Cary%20grantÉg held að konur eigi aldrei eftir að gleyma Cary, hann verður alltaf flottastur þrátt fyrir að vera löngu farin á vit feðrana.  Klassi er eitthvað sem dettur aldrei upp fyrir.

Svo er það Doris, þessi kona var  talin "The all American Girl" hæðst á ferlinum, hafði skemmtilega rödd og hlýtt viðmót sem gerði hana að uppáhaldi hjá þeim sem dáðust að léttri kómedíu og söngvamyndum.  Hún vera ævilangt trúnaðarvinkona leikarans Rock Hudson sem hafði leikið með henni í mörgum skemmtilegum rómatískum gamanmyndum.  Rock Hudson lést af Aids, án þess að hafa viðurkennt það að hann væri samkynhneigður opinberlega, þó var það alvitað mál.  Doris er mikil dýrakona og hefur í gegn um tíðina barist fyrir velferð dýra í BNA.Doris Day


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já þeir eru sætir þessir litlu, held að hökuskarðið hafi gert útslagið.   Svo var meiri dýrðarljómi yfir gömlu stjörnunum þeir voru í meiri fjarlægð heldur en nútímastjörnurnar. Var hann ekki fyrir bæði kynin? Sidney Poiter var minn maður og svo Poul Newman.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.8.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Linda

Cary var nú ekki líti enda yfir 180 á hæð  Það eru sögusagnir þess efnis að hann hafi verið Bi enn þær tengjast einum leikara sem var góður vinur hans, ég man ekki í augnablikinu hvað hann hér, enn hann lék í mörgum  kúrekamyndum og er vel þekktur fyrir þær.  Þessar sögusagnir virðast hafa tengst þessum eina manni í lífi hans, og það eru þeir sem vilja að meina að þeirra vinskapur verið eins náinn og bræður geta orðið.  Öfund og kjaftasögur eiga því meiri líkur á að hafa verið að verki varðandi kynhneigð Cary's.

Linda, 4.8.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Linda

"lítill" átti þetta víst að vera

Linda, 4.8.2007 kl. 19:14

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Cary var einn af þessum mönnum sem höfðu allt til að bera sem alvöruleikari,en eins og við vitum er öfund og gróa oft nærri slíkum mönnum,svo er annað hvort heldur hann hafi verið b.i skiptir engu varðandi hversu frábær leikari hann var einn af uppáhaldsleikurum Móður minnar.Ég held hún eigi meira að segja áritaða mynd af honum einhverstaðar hún safnaði þegar hún var ung prógrömmum og skrifaði fullt af þessum ódauðlegu hetjum hvítatjaldsins og ef ég man rétt er til áritun á mynd af honum.P.S (nema ég hafi stolið henni sem strákur og selt)                          jú ég skammast mín fyrir það en ég gerði jú ýmist miður á mínum ferli í neislu og eitt var að stela prógrömmum frá henni og selja fyrir áfengi ég var nú meiri rottan.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.8.2007 kl. 09:54

5 Smámynd: Linda

Já Úlfar, eiturlyf gera fólki ljótan grikk, þetta  sér fólk ekki sem prufar, allir halda að þeir verða ekki fíklar eins og Jón út í bæ.  Ef fólk gengi út frá þessu að allir verða fíklar (þó svo sé ekki) þá mundi flestir hugsa sig 2 um að prufa.

Gott að vita að þú sért búinn að kúpla þig út úr þessu.  Það er ávalt von og í þér er hún orðin að veruleika.  Ég vona svo sannarlega að  aðrir fíkla sjái það.

GBÞ

Linda.

Linda, 5.8.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, þú varst rotta og skammastu þín aftan og framan úlfurinn þinn! Að stela áritaðri mynd af Cary Grant af aldraðri móður þinni og selja fyrir dópi eða búsi.. það gerist nú varla lélegra.

Þú hefðir átt að láta renna af þér og stela henni svo. Ég hefði getað komið henni í mikið betra verð fyrir þig.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.8.2007 kl. 03:57

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Helga mín já ég skammast mín vissulega,en ég var að vísu sennilega ekki nema 13 ára og móðir mín auðvitað innan við fertug þá.Svo er annað ég hef bætt Móður minn skaðann oft síðan og geri enn Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.8.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband