Engill Dauðans - Mengele

frásögn barna af Auschwitz.

Ég tek mér hér smá leyfi til þess að skrifa frásögn úr bókinni "Children of the Flames"  Ég ætla ekki að þýða þetta, ég gæti týnt tilfinningunni úr frásögninni. 

The children would stand for hours just watching the flames.

The crematoriums where located only one hunderd meters away from the twins barracks.  There was just a small fence in between.

The twins could see the transports - the trains pulling into Birkenau. They missed nothing that was going on at Auschwitz.

In front of the compound, there was a place where the Germans collected the dead bodies.  There would be fitfty, sixty or a hundered corpses piled one on top of the other.  These were then taken to the creamtoriums in little whellbarrows.

But there were times the people were still alive.  And the children could see that some of these "corpses" were still living.

All day, the twins observed Mengele motioning people to go to the right and to the left. They watched the masses of people going into the crematorioum.

Menashe Lorinczi segir eftirfarandi:

And even though we were children, we understood.

Magda Spiegl segir frá:

pregnant women were alway coming to Mengele's office.  He wanted to be present at the birth of their children - he wanted to be present during each and every birth at Auschwitz.

There were red-brick ovens in the middle of the barracks.  The women were forced to give birth on these ovens.  That was where Mengele "delivered" the babies.  These poor women were given nothing, no pillows no blankets.

Eva Mozes segir frá:

Once the SS guard knew we were twins, Miriam and I were taken away from our mother, without any warning or explanation.

Our screams fell on deaf ears.  I remember looking back and seeing my mothers arms stretched out in despair as we were led away be a soldier. 

This was the last time I saw her.

Peter Somogyi segir frá:

I remember trying to plot ways to get revenge - I had a little pocket knife we all did, to cut our bread in the morning.  The nazis never thought there was any danger in giving little children  pocket knives.

I remember sharpening my knife like a fanatic I knew we would be taken to the gas chambers in trucks, with several SS guards inside to watch over us.

Although I was only eleven years old, I rember this very distinctly, wanting to kill a Nazi.  I said to myself "before I  go I am talking at least one SS man with me. (þessi frásöng er þegar þau höfðu frétt að það ætti að flytja þau, það var búið að innsigla börnin inni, svo þau gætu ekki flúið, þau vissu að það átti að fara með þau í gasofnana)....

Bókin sem hefur þessar frásagnir að geyma heitir Children of the Flames (dr. Josef Mengele and the untold story of the twins of Auschwitz)

Í hvert sinn að einhver gerir lítið úr minningu Ísraela um helförina og dæma þá sem Nasista,  slík samlíking er skammarleg og andstyggileg og sýnir engan skilning á því sem er á bak við baráttu Ísraela.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Skuggalegir tímar, maður spyr sig hvernig svona margir gátu tekið þátt í þessu!

Tryggvi Hjaltason, 24.7.2007 kl. 05:54

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úfff ... mikið er ég feginn að ég las þetta ekki fyrir svefninn! En ég er sérstaklega sammála þessari setningu:

Í hvert sinn að einhver gerir lítið úr minningu Ísraela um helförina og dæma þá sem Nasista,  slík samlíking er skammarleg og andstyggileg og sýnir engan skilning á því sem er á bak við baráttu Ísraela.

Guð blessi þig krúttið mitt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.7.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta hefur verið hræðileg lífsreinsla !

ég á erfitt með að skilja þegar þjóðir í dag eru dæmdar fyrir verknað sem gerðist fyrir langa löngu. ´´eg upplifði oft í þýskalandi þegar ég var að læra þar þessa hræðslu við að vera dæmdur fyrir forfeðranna brjálæði. það var ekki sjaldan að ég var spurð hvernig mér líkaði við að vera í þýskalandi og svo út frá því komu umræður um þessi atvik. þessir skólafélagar mínir sögðu mér sögur af þegar þau voru að ferðast til annarra landa þá töluðu þau helst ekki þýsku ef þau t.d. þurftu hjálp, því þá var enga hjálp að fá. af því þeau voru ÞÝSKARAR !!! ég á erfitt með að skylja svona.

Alheimsljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 10:32

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er sannarlega ljót saga og ég las um daginn nóttina (Night) eftir Elie Wiesel, hún er alveg mögnuð og frásagnir sem þessar eins og bók Wiesel og svo þessar frásagnir af Jósef Mengele sem var skrímsli í mannsmynd minna mann einmitt á og eiga að minna mann á hvílikan hrylling mannskepnan er fær um að framkvæma. Við verðum að muna til að svona hlutir gerist aldrei aftur. Takk fyrir þetta Linda. Kveðja, Sunna.

Sunna Dóra Möller, 24.7.2007 kl. 10:40

5 Smámynd: halkatla

já hef lesið Night líka. Þvílíkur hryllingur. Ég sá líka einu sinni þátt um tvíbura sem höfðu verið tilraunadýr mengele, þetta voru nokkur háöldruð gamalmenni og lífsreynslusögur þeirra fengu mann til að gráta í marga daga. Þessar tvíburatilraunir voru einhver mesti óhugnaður sem ég hef heyrt um nasistana - og er þó af mörgu að taka einsog andlega stríðið sem fólk sem lenti í Hitler´s youth hefur þurft að takast á við í lífinu. Þau fengu engu að ráða, voru bara notuð og heilaþvegin.

halkatla, 24.7.2007 kl. 10:51

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Horfði líka á Hitlers youth þau fengu ekki rönd við reist. Þvilíkt ofbeldi á saklausum ungmennum. Nýtt sjónarhorn á hörmungarnar.

Lesning um þennan hrylling er auðvitað nauðsynleg til að vita söguna.  Ekki gott fyrir þunglynda að festast um of í slíku lesefni.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.7.2007 kl. 11:45

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Maðurinn er grimmasta rándýrið, helförin var grimmdarleg, en langt frá því að vera það versta það sem maðurinn hefur gert í gegnum aldirnar, og svo er sagt að maður læri af reynslunni ... kaldhæðni ? Kveðja din bro, Sævar

Sævar Einarsson, 24.7.2007 kl. 11:46

8 Smámynd: Linda

Sunna og Anna ég þarf að lesa bókina Night, nálgast hana sem fyrst og þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.  Þórdís, já þetta er með Hitlers youth er nákvæmlega það sama og er að ske í Palestínu, verið að kenna börnum að hata og það er ekkert annað en barnaníð og ofbeldi gegn börnum, og er aldrei ásættanlegt.

Tryggvi, Guðsteinn og brósi, þakka ykkur innlitin og kommentin, það er mikilvægt að við áttum okkur á því að við eru ábyrg í dag sem og í gær fyrir því að svona komi ekki fyrir aftur, að berjast með kjafti og klóm þegar einhver ætlar að gera lítið úr Helförinni og líka Ísraels mönnum við andstyggðina "Hitler" og Nasisma. 

Knús alles.

Sæl Steina, já mikið rétt, þjóðverjar hafa þurft að líða mikið fyrir fortiðardraugana, ég held þó sérstaklega vegna aðgerðaleysis og afneitunnar, þeir hafa gert margt til þess að bæta úr þessari ímynd sinni og þekkja manna best hvað það er auðveld að vera tældur út í hatur og ofbeldi, þeir geta kennt okkur hinum svo miklu meira enn raun ber vitni.

Linda, 24.7.2007 kl. 14:12

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hmmm ... síðan hvenær fórsta að kalla mig Guðstein Linda? Ekki svona háfleyg takk ! Btw, kann vel við nýju höfundar myndina!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.7.2007 kl. 15:05

10 Smámynd: Linda

oh sorry sorry.  Hawkster my friend. 

Linda, 24.7.2007 kl. 15:37

11 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég er ekki svo mikil hetja að geta lesið meira en þetta sem þú skrifa hér. Þessi bók fer á lista minn yfir bækur sem ég ætla ekki að lesa áður en Kristur kemur. En er það vegna þess að þú er hetjan en ég er gungan. Ég er svo mikil gunga að ég grét þegar ég kyssti konuna mína bless í morgun... Svo meir er ég.

Málefnið er samt að mínu mati slitið úr samhengi. Þjáningar Ísrael hafa lítið með stöðuna og meðvirkni manna í miðausturlöndum að gera. Gyðingar geta ekki haft stöðug fríspil vegna sinna hörmunga í gegnum aldirnar, því við getum ekki réttlætt rangt með heimild til að gera rangt. Ég finn til með Gyðingum en það er samt staðreynd að þeir hafa ekki alltaf hagað sér vel. Og þegar slíkt gerist geta þeir ekki sagt það var farið svo illa með okkur að ég má sprengja þessa borg...

En gott innlegg úr þessari bók 

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 24.7.2007 kl. 18:20

12 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hæ Linda. Það þarf mikinn kjark til að lesa svona bækur. Þetta er eitt af því sem ég græt yfir ennþá í dag. Get ekki afborði þetta, því maður getur ekkert gert í dag nema sýna samúð og virðingu. Gott að fólk heldur minningunni um þetta á lofti, sem viðvörun um það hvernig mannskeppnan getur verið grimm undir þannig kringumstæðum.

P.s. Sæt myndin af þér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 25.7.2007 kl. 16:56

13 Smámynd: Linda

Tyggvi/Daystart á öðrum þræði baðst þú mig um að gefa þér upplýsingar um vinsælda Mein Kampf í mið-austurlöndum, ég set þær heimildir hér þar sem það er eitthvað meira viðeigandi. 

1. 50.000 eintök seld á 3 mánuðum í Tyrklandi

2. Útvarp Íslam

3.  söguleg tengsl milli Hitler og Múslima

4. A slew of racists, radicals, and Islamists share a frame of mind that the West is selfishly conspiring against them, with the Jews once again secretly in charge. Catering to such people since the early '60s, editions of Mein Kampfhave been put out in Lebanon and Saudi Arabia, and it is reported to be a bestseller in the Palestinian Authority area. It is available in London stores selling Arabic books. As its Arabic translator Luis al-Haj expresses it in his preface, "National Socialism did not die with the death of its herald. Rather, its seeds multiplied under each star."

5. The Protocols of the elders of Zioner svo skuggalegt rit sem er líka mjög vinsælt í Mið-austurlöndum, þegar Ramadan er þá eru sjónvarps þættir um þetta, sem m.a. tala um að Gyðingar drepa Kristna og drekka blóð þeirra og búa til Matza brauð.  Þetta er sýnt í Palestínu sem raunveruleg staðreynd.  Þessi sömu rit eiga það sameiginlegt á milli okkar og Íslamista voru notuð sem afsökun til þess að ofsækja Gyðinga, sögur fóru um á miðöldum þess efnis að Gyðingar myrtu og Kristna einstaklinga til þess að drekka blóð þeirra.  Auk þess sem þeim var kennt um að valda svarta dauða á miðöldum.  Þetta rit notar sér gamla fordóma og jæja..þú munt sjá sjálfur, ég hef persónulega ekki lesið þetta allt, því mér biður svo við svona löguðu, enn margir fræðimenn hafa skoðað og endurskoðað þetta fyrirbæri sem er ekkert annað en hatur uppmálað.

Linda, 27.7.2007 kl. 21:49

14 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

HAHAHA okey ef þetta er satt, hvað er þá í gangi!

Vá hvað fólk er klikkað, ég ætla að kíkja á þetta...

Takk fyrir að henda þessu inn

Tryggvi Hjaltason, 31.7.2007 kl. 20:38

15 Smámynd: Linda

Ekkert mál Tryggvi.  Þetta er því miður satt á mörgum stöðum.  Mæli með því að þú fylgist með Þætti sem er verið að sýna á Ómega sem heitir "Lest you forget",  er einmitt um þetta hatur í Mið-au.löndum í garð Gyðinga og rætur þess. 

Linda, 31.7.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband