Þögul vakning

  Sem ,,trúaður einstaklingur" hef ég persónuleg verið að finna fyrir svengd, ekki svengd vegna hungurs, heldur hungur sem er dýpra og tengist sálinni.

Það er svo margt í gangi í dag, mismunandi áherslur í kirkjum og söfnuðum landsins, sumt að mínu mati skuggalegt og óheilagt. Gull dýrmædir steinar virðast streyma af himnum ofan, fólk hristist og skelfur, segist vera fullt í Heilögum Anda, já og það lítur út fyrir að hafa verið að drekka sig vitstola á næsta bar, í stað þess að vera í Guðs húsi.

Þessi þróun, af því sem ég komist næst á rætur sínar í það minnsta nær 100 ár aftur í tímann, hjá manni sem hét Billy Sunday. Jafnvel Billy Graham hafnaði hans leið til að byrja með, en samkomur hans urðu það stórar að ekki var hægt að halda útan um alla þá sem komu til að taka að móti frelsinu.

  Hver hefur ekki heyrt um frelsis bænina, sem fólk þylur upp á samkomum, í stofum sínum fyrir framan sjónvarps samkomur og útvarps samkomur.  En Það er meira á bak við þá bæn en við höfðum gert okkur grein fyrir, í raun er hún afbrygði af stæra og merkilegra ferli í göngu trúaðara. John Wesley kemur m.a þar við, hans frelsunar ganga tók 14 ár, hann var lengi að finna fyrir frelsun, að læra hvað það var að vera í Kristi.

Hér á árum áður, jafnvel öldum áður var gangan til frelsunar ekki ein bæn, heldur var farið með skriftarbæn (the penetant prayer)  Ef til vill vilja sumir segja, já en það er kaþólsk hefð, kannski, þó ekki svo kaþólsk að helstu og þekktustu mótmælendur eins og John Welsly gerði sér grein fyrir mætti þess að skrifta fyrir Guði, að gangan að frelsinu væri löng.  

Sumir eru svo blessaðir að hafa náð Guðs yfir þeim frá byrjun, en langflestir þurfa að ganga þrauta göngu trúarinnar, til að læra í hverju það fellst að vera frelsaður og fá að upplifa frelsi fyrir náð Jesú Krists. 

Getum við því spurt okkur í dag, hvort að ganga okkar í trú sé heil, hvort við séum í raun hólpin fyrir náð?

Persónulega hef ég fundið fyrir mjög sterkri löngun að leita meira, fara dýpra en yfirborðið sem er í boði hjá svo mörgum söfnuðum.  Kannski er betra að nota Iðrunarbæn fyrir Penitent prayer, en orðið sem ég notaði fyrr í þessum pælingum mínum.  

  Mætti þá ekki segja að frelsunarbænin dugi, ég er nefnilega ekki lengur viss, og þar sem sál mín er í húfi þá leita ég dýpra og lengra aftur í tímann ef svo má að orði koma. 

Þó get ég ekki lagt á ykkur nýja kenningu, því slíkt er ekki mitt að gera, ég get þó lagt fram mínar pælingar sem og annarra þegar það kemur að þessu.  Ég vona að flest ykkar sem trúið takið þessum orðum mínum ekki sem árás, heldur skoðið þetta sjálf og leitið að svarinu með hjálp þeirra sem hafa farið á undan  okkur í ..þrauta göngu til frelsis"  Um leið bið ég afsökunar á því hversu langt þetta er. Ég mun setja hér inn áhugavert myndband um þessar pælingar frá öðrum einstaklingi. Auk þess mun ég setja in tvær iðrunarbænir (sem eru á ensku) sem dæmi um byrjun á göngu til náðar.

Fyrsta bæn.

 
Önnur bæn, tek það fram með því að smella á bænina bæði hér og fyrir ofan, fáið þið þær í heild sinni.
 
 
 
 
 Síðasta efnið sem útskýrir þessar pælingar mun betur en ég get gert.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Ef þið lendið í vandræðum með að sjá allt myndbandið semllið þá á youtube táknið í horninu neðst til hægri.

Linda, 13.10.2012 kl. 08:01

2 Smámynd: Flower

Ef þetta væri nú svona auðvelt Linda, bara ein bæn og púff, allar syndirnar hverfa og maður lifir hamingjusamur með Guði upp frá því. En nei, það er nú ekki svo. Þetta er æfilangur lærdómur, ekkert flóknara. Og á þessum síðustu og verstu tímum er ekki á neinn að treysta til að leiðbeina sér nema Drottinn sjálfan.

Við erum eins og steinn sem Guð mótar í sína mynd, og það er ekki flýtiverk, flís hér og flís þar. Og þessi langa vegferð sem við hefjum þegar við játumst Guði markast af mistökum okkar og að læra af þeim og þrjósku okkar að láta af þeim ósiðum sem við höfum tamið okkur. Það er fyrsta og lengsta lexían.

Fólkið í þessum söfnuðum hefur ekki komist að kjarna Guðs af því að það er svo upptekið af upplifunum. Ég hef lært sjálf að maður heyrir best í Guði þegar maður er í næði, og upplifanir eru ekki algengar og lágstemdar og þó að þær séu indælar eru þær ekki það sem þetta snýst um. Við göngum inn í þetta samband á forsemdum Guðs en ekki okkar. 

Flower, 13.10.2012 kl. 11:56

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir góðan pistil, þetta vekur mann svo sannarlega til umhugsunar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.10.2012 kl. 11:58

4 Smámynd: Linda

Takk fyrir innlitið stelpur :) Einmitt Flower, en maður er búin að sjá svo mikla færibanda trú og predikun að maður er bara búin að fá upp í kok. Þess vegna þotti mér tala svo mikið til mín. Hverjir hafa ekki farið með frelsunar bænina og fara svo út í lífið, vissulega er til fólk sem hefur ,við það, lífið þeirra hefur snúið við til hins betra og ég tek ekkert frá þeirri upplifun, en langflestir þurfa að hafa fyrir því að ganga í trú daginn inn og út. Margir verða svo svektir að upplifa ekki þetta augnablik eins og skot og gefast upp. Verða týndir sauðir. Því er mín bæling sú að söfnuðir þurfa að taka skref til baka, vinna með þeim sem taka trú, t.d. fermingarbörn, það er eingin eftirfylgni, þau fermdust og búið. Kannski er málið ,,Alfa" og frekari leiðbeningar. Við setjum ekki nýfædd barn á gólfið og segjum gagtu.

Linda, 13.10.2012 kl. 12:14

5 Smámynd: Flower

Einmitt Linda. Það sem fólki skortir er þolinmæði, og þessi hugmynd að allt í einu standi það uppi sem fullmótaðir trúaðir einstaklingar strax við trúartöku er lífseig, svona mýta kristninar. Því að Biblían er alveg skýr hvað þetta varðar og það er ekkert þar að finna sem styður þetta heldur þvert á móti.

Flower, 13.10.2012 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband