Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir hafa gert.

Að taka þátt í píslum Krists 12Þið elskuðu, látið ykkur ekki undra eldraunina, sem yfir ykkur er komin, eins og eitthvað áður óþekkt hendi ykkur. 13Gleðjist heldur er þið takið þátt í píslum Krists til þess að þið megið einnig gleðjast og fyllast fögnuði þegar dýrð hans birtist. 14Sæl eruð þið þegar menn smána ykkur vegna nafns Krists. Andi dýrðarinnar, andi Guðs, hvílir þá yfir ykkur. 15Ekkert ykkar líði sem manndrápari, þjófur eða illvirki eða fyrir að hlutast til um það er öðrum kemur við. 16En ef einhver líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki heldur vegsami Guð fyrir að bera nafn Krists. 17Því að nú er kominn tími dómsins og hann byrjar á húsi Guðs. En ef hann byrjar á okkur, hver verða þá afdrif þeirra sem ekki hlýðnast fagnaðarerindi Guðs? 18Ef hinn réttláti naumlega frelsast, hvað verður þá um hinn óguðlega og syndarann? 19Þess vegna skulu þau sem líða í hlýðni við Guðs vilja fela sálir sínar á hendur hinum trúa skapara og halda áfram að gera hið góða. (úr Fyrra Pétursbréfi)

Það er nokkuð ljóst hvað er í gangi. Látum þá ekki sigra, heldur leggjumst á eitt að biðja og færa Guði þakkir, því orð hans fá áheyrn, jafnvel steinarnir muna hrópa um tilvist hans.  Farið með faðir vorið, ég hvet presta til að standa með Jesú og fara með Faðir vorið með börnunum og blessa þau í Jesú nafni, þörfin er brýn og hugrekki þarf til þess að ganga með Jesú.  Þið svarið aðeins einum dómara og hann er ekki á þessari jörðu.  Verði þið sektaðir, takið á móti sekt með gleði í hjarta, því Jesú mun gleðjast yfir dyggð ykkar og trú á hann.

 

Faðir yðar veit hvers þér þurfið áður en þér biðjið hann. 9En þannig skuluð þér biðja:

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, 10til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. 11Gef oss í dag vort daglegt brauð.[1] 12Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. 13Og eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu.[2] [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.][3]

14Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. 15En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar. (Matt 6)


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband